Stofnunum fækkar - starfsfólki ekki

Ríkisstjórnin boðar miklar sameiningar ríkisstofnana með það að markmiði að gera stjórnsýsluna einfaldari og markvissari og eiga þessar sameiningar að ganga þvert á ráðuneytin, sem samkvæmt því á að fækka úr tólf í níu.  Sú fækkun ráðuneyta virðist fyrst og fremst vera hugsuð til að losna á þægilegan hátt við Jón Bjarnason úr Sjávarútvegs- og Landbúnarðarráðuneytinu, en sá leikur kattakonunnar mætir harðri andstöðu Vinstri grænna, enda hefur það sannast, að erfitt er að smala þeim köttum.

Annað sem athyglisvert er við þessar tillögur er, það sem haft er eftir Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, en hún segir í fréttinni:   „Í þeim sameiningum sem framundan eru verður byggt á þeirri meginstefnu að skipulag verði skilvirkara og ferlar endurskoðaðir en reynt að komast hjá beinum uppsögnum. Fækkunin verður því einkum með þeim hætti að ekki verði ráðið í þau störf sem losna.“

Þetta er merkileg yfirlýsing í ljósi þess að laun eru 70-80% af rekstrarkostnaði ríkisstofnana, þannig að lítill sparnaður verður af þessum aðgerðum á næstunni, heldur mun hann ekki skila sér fyrr en starfsmennirnir fara á eftirlaun eða falla frá, þar sem ekki er líklegt að margir segi sjálfviljugir upp störfum, eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu.

Starfsöryggi er greinilega miklu meira hjá ríkinu en á almennum markaði og hefur reyndar verið svo áratugum saman.   

 


mbl.is Stofnanir týna tölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Mér finnst þetta bara mjög skynsamleg leið.  það er alltaf einhver starfsmannavelta m.ö.o. starfsfólk að hætta eða skipta um störf.  Með því að gera þetta svona og sleppa við að segja upp þá er verið að framkvæma þetta manneskjulega.  Heldur þú að ríkið spari eitthvað með því að segja upp fullt af liði til þess eins að borga því atvinnuleysisbætur?

Óskar, 31.3.2010 kl. 11:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkið hefur ekki áhyggjur af atvinnuleysisbótum til starfsfólks á almennum markaði.  Þar gerir ríkisstjórnin allt sem í hennar valdi stendur, til að tefja og eyðileggja alla möguleika á atvinnuuppbyggingu og þar með minnkun atvinnuleysis.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 11:44

3 identicon

Það hefur ávallt verið þannig að starfsöryggi er meira hjá ríkinu enda hefur starfsfólk þar sætt sig við að jafnaði 30% lægri laun en fyrir sambærileg störf á almenna markaðnum. Það er samt sem áður þannig að víða er verið að segja upp opinberum starfsmönnum og það mun aukast á næsta ári þar sem fjárlög gera ráð fyrir töluverðum niðurkurði á stofnunum til viðbótar. All margar stofnanir geta ekki mætt því nema með að segja upp starfsfólki þannig að þú verður væntanlega sáttur þá.

Magnús (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 12:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekki sáttur við að það þurfi að segja upp opinberum starfsmönnum og verð ekkert sáttari við það á næsta ári.  Ég er hins vegar afar ósáttur við áhuga-, getu- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum atvinnulausra á almenna markaðinum.

Þar stuðlar stjórnin beinlínis að auknu atvinnuleysi með aðgerðum og aðgerðarleysi við að koma áfram þeim verkefnum, sem þó væri möguleiki á að koma í gang fljótlega og myndu skapa þúsundir starfa.  En vegna ríkisstjórnarinnar mun atvinnuleysi aukast frá því sem nú er og ekki byrja að minnka fyrr en á árinu 2012.

Vegna hins almenna samdráttar í þjóðfélaginu væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt að nokkuð margir opinberir starfsmenn væru orðnir atvinnulausir, því þeir eru stórt hlutfall vinnumarakaðarins í heild og enginn getur haldið því fram, að verkefnum hafi ekki fækkað hjá hinu opinbera eins og hjá öðrum. 

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband