31.3.2010 | 08:33
Óþolandi samkeppni
Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, hyggst kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA ólögmæta samkeppnishindrun á byggingavörumarkaði, sem felst í yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni og breytingu á 10 milljarða skuld við bankann í hlutafé.
Það getur hver maður séð, að vonlaust er fyrir fyrirtæki sem eru að berjast fyrir lífi sínu á eigin spýtur, að keppa á markaði við þessi hálfopinberu fyrirtæki, sem njóta endalausrar fyrirgreiðslu bankanna og stunda svo undirboð á markaðinum í ofanálag.
Þessar "björgunaraðgerðir" bankanna á einstökum fyrirtækjum eru að setja þau fyrirtæki sem enn skrimta á hausinn, vegna skertrar samkeppnisstöðu og á þetta við á öllum sviðum atvinnulífsins og mun að lokum valda því, að öll fyrirtæki munu að lokum lenda í gjaldþroti vegna þessara skertu samkeppnisstöðu, jafnvel við sinn eigin viðskiptabanka.
Það er algerlega óþolandi fyrir þau fyrirtæki, sem ekki tóku þátt í hrunadansinum með því að skuldsetja sig upp í rjáfur með erlendum lánum á "lánæristímanum", skuli nú þurfa að keppa á markaði við fyrirtækin, sem bankarnir lánuðu ótæpilega á sínum tíma og hafa nú yfirtekið og keppast við að koma betur reknu fyrirtækjunum í þrot, með öllum ráðum, þ.m.t. undirboðum.
Eina réttláta meðferð þessara "bankafyrirtækja" er sú, að þeim verði skipt upp á milli lífvænlegra samkeppnisaðila og bankarnir veiti lánafyrirgreiðslu til þess og hætti sjálfir öllum samkeppnisrekstri.
Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek heils hugar undir þessi orð þín Axel Jóhann.
Það er gjörsamlega óþolandi að stóru "vonlausu" aðilunum sé bara bjargað, en þeim minni sem kannski sumir þyrftu einhverja smáaðstoð er nánast ýtt fram af bjargbrúninni.
Er þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar í hnotskurn?
Stefán Stefánsson, 31.3.2010 kl. 08:46
Ég get tekið undir orð ykkar og skil reiði eiganda Múrbúðarinnar -en þið verðið að átta ykkur á því að þetta þjóðfélag er komið undir stjórn kommúnista sem hafa allt aðra sýn á málin.
Þessi stjórn var kosin - hún hefur meirihluta á þingi þannig að það er ekkert við þessu að gera - fram að næstu kosningum.
Þangað til - USSR
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.3.2010 kl. 08:51
Já, kannski er það stefnan að koma sem flestum einkafyrirtækjum á hausinn og það sem fyrst, þannig að eftir standi aðeins eitt fyrirtæki á hverju sviði, sem verði í eigu opinberra aðila.
Takist að koma þeim kommúnisma á fyrir næstu kosningar, verður ærið verk fyrir höndum að hrinda þeim fjötrum af þjóðinni.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 08:59
Er Steinþór Baldursson hjá Vestia kommúnisti?
Sjálfsagt að gagnrýna stjórnvöld - en ekki síst Landsbanka Íslands (sem er ekki handstýrt af ríkisstjórn) - fyrir þessar björgunaraðgerðir, en hjálpar lítið að nota 50 ára gamla orðaleppa.
Skeggi Skaftason, 31.3.2010 kl. 09:05
Tek heilshugar undir, þetta er óþolandi mismunun í samkeppni.
Hvað Húsasmiðjuna varða þá eru það skattgreiðendur sem borga herkostnaðinn beint í gegnum ríkisrekinn Landsbankann.
Það þarf ekki að koma á óvart að Baldur skuli hafa stigið þetta skref, öllum eðlilega reknum fyrirtækjum til góða, hann er maður sem þorir.
Magnús Sigurðsson, 31.3.2010 kl. 09:10
Ríkisstjórnin setur lög í landinu og á meðan svona lagað viðgengst hjá bönkunum og stjórnin aðhefst ekkert, verður hún að teljast samsek.
Aðgerunum sjálfum er einna helst hægt að líkja við kommúnisma, því með öðrum hugsunarhætti færu þessi fyrirtæki í gjaldþrot, eða þau seld til samkeppnisaðila.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 09:11
Vitanlega er þessu stjórnað af ríkinu ("stjórninni") dæmi Penninn - þar var gengið hart fram og ríkið tók fyrirtækið - stóð svo í rekstri fyrirtækisins - Office 1 - í samkeppni við ríkisrekinn Pennann Eymundsson átti ekki möguleika - lending - ríkið tók líka Office 1 - og rekur bæði fyrirtækin eftir því sem ég best veit.
Birgjar sátu uppi með sárt ennið - ef t.d. bókabúð tekur við bókum í umboðssölu og fer í svona ferli verða bækurnar "eign" búðarinnar ef þær hafa verið afgreiddar á nótu. Ef afgreitt er á afgreiðsluseðli er málið annað.
Sama gildir um annan rekstur sem fer í þessa meðferð -
Skeggi - það er vel við hæfi að nota 50 ára gamla "orðaleppa" - þessi sorglega stjórn er að keyra okkur 50 ár aftur í tímann - aftur í tíma skömmtunar og hafta - ríkisforsjár og hverskyns vinstrimennsku.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.3.2010 kl. 10:23
Það eru til þrjár tegundir af kapítalisma:
1. Villimannakapítalismi (nýfrjálshyggjan) þar sem allt er leyfilegt og engar reglur gilda. Praktíseraður af Sjálfstæðisflokknum síðustu tvo áratugi með glæsilegum árangri.
2. Pilsfaldakapítalismi þar sem ríkið er með krumlurna alls staðar til þess að trufla og skekkja eðlilega samkeppni. Er ekki annað að sjá en að það sé einmitt það sem núverandi ríkisstjórn vill hafa.
3. Kapítalismi þar sem atvinnurekstri eru sköpuð lífvænlega skilyrði innan eðlilegs lagaramma og menn látnir standa eða falla með sínu.
Jón Bragi Sigurðsson, 31.3.2010 kl. 10:40
Jón Bragi, það giltu hér sömu reglur og annarsstaðar í Evrópu, enda lagaramminn fenginn að miklu leyti frá ESB, þannig að það voru villimenn sem nýttu sér fjórfrelsið til að koma okkur í þá stöðu sem við erum í núna.
Mest af þessum sömu lögum og reglum eru í gildi ennþá, þannig að pilsfaldakapítalisminn, sem ástundaður er núna, er algerlega í andstöðu við EES lög og reglur og fær því ekki staðist, eftir að Evrópudómstólar kveða upp sína dóma.
Meira að segja gjaldeyrishöftin eru í andstöðu við fjórfrelsið og verður ekki liðið til lengdar, allra síst ef Samfylkingunni tekst að svindla landinu inn í EES.
Óheiðarlegum kapítalistum á að refsa eins og öðrum brotamönnum.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 11:13
Hjartanlega sammála þér!
Eva Sól (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 12:20
Alveg rétt hjá þér Axel. Það eru og verða alltaf villimenn meðal kapítalista sem fara eins langt og þeir komast. Eftirlitinu innanlands var ábótavant en það þýðir ekki heldur að reglur EB séu í lagi. Mér finnst til dæmis nauðsynlegt að EB/EES skeri úr um það hvort bankar og fjármálafyrirtæki eigi að standa í "heilbrigðri" samkeppni með skattborgara heimalandsins sem baktryggingu eins og allt of margir stjórnmálamenn á Íslandi vilja halda fram.
Jón Bragi Sigurðsson, 31.3.2010 kl. 16:29
Alveg er ég sammála þér þarna, Jón Bragi, en það er vitað að glæpamenn eru alltaf skrefinu á undan lögreglunni og finna sér alltaf leiðir til að brjóta lögin. Það á við alla glæpamenn, ekki bara þá sem stunda smygl og þvíumlíkt, heldur líka þá sem reka fyrirtæki, ef þeir eru siðblindir á annað borð, eins og við átti um banka- og útrásarglæponana.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 17:08
Nei við verðum varla meira sammála
Vil bara taka fram að ég álít engan veginn að það séu fleiri skúrkar meðal atvinnurekenda. Það eru líka til launþegar sem myndu stela öllu steini léttara á sínum vinnustað ef þeir kæmust upp með það.
Jón Bragi Sigurðsson, 31.3.2010 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.