26.3.2010 | 16:20
Harma óvandaða ríkisstjórn
Samfylkingin í Reykjanesbæ hefu sent frá sér harðorða ályktun vegna ráða- og dáðleysis ríkisstjórnarinnar og þó henni sé beint að báðum ríkisstjórnarflokkunum, leynir sér ekki, að Reyknesingarnir eru að senda VG er örlítið stærri sneið, en flokksfélugum sínum.
Í þetta sinn er tilefnið áætlun fyrirtækisins ECA Program um að hefja starfsemi hér á landi, sem felst í að hafa aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir herflugvélar, sem ætlaðar eru til heræfinga á vegum NATO. Í ályktuninni segir ma: " Standa vonir til þessað fyrirtækið muni skapa fjöldan allan af vellaunuðum hátæknistörfum á því landsvæði þar sem atvinnuleysið er hvað mest." Jafnframt er það tekið fram, að um svipuð störf sé að ræða og unnin voru áratugum saman af Íslendingum fyrir Bandaríkjamenn á vellinum, á meðan þeir höfðu þar aðstöðu.
Í lok ályktunarinnar er fast skotið á ríkisstjórnina, en þar segir: "að staðan í atvinnumálum á Suðurnesjum kalli á að stjórnvöld kanni allar þær hugmyndir sem fram komi um atvinnusköpun til fulls áður en afstaða er tekin til þeirra."
Auðvitað er til mikils mælst, þegar stuðningmenn ríkisstjórnarinnar krefjast þess að ráðherrar stjórnarinnar hugsi áður en þeir tali, því það er þvert á þeirra vinnubrögð fram að þessu.
Venjulega segjast ráðherrarnir ætla að gera þetta og hitt, en þegar þeir eru spurðir nánar út í aðgerðirnar, er svarið nánast óbrigðult: "Það á eftir að útfæra þetta nánar" og svo gerist aldrei neitt.
Aldrei fyrr hefur setið ríkisstjórn í þessu landi, sem berst af öllum sínum kröftum gegn hagvexti og atvinnuuppbyggingu.
Harmar óvandaða umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað fyndist fólki um að fá vinnu við að gera við gasklefa? Þeir yrðu nú ekki notaðir hér á landi? Er þá ekki allt í lagi?
Þetta fyrirtæki gæti nú verið með ýmislegt á prjónunum sem enginn veit um, slík er leyndin!
Það yrði nú "aldeilis munur" að geta nært sig á viðhaldi aftöku-tækja af ýmsum toga, eða hvað?
Mér finnst það ekki koma til greina, og þó er ég atvinnulaus og í mínus í bankanum! Er ég kannski bara svona vitlaus í siðlausri hagfræði?
Hvernig væri að suðurnesjamenn sæktu sjóinn fast á vertíðartíma? Það drepur engan nema skötuselinn sem er á leiðinni suður, og aðra óveidda fiska sem bíða eftir að verða veiddir því þeir eru svangir og matarlausir! Það myndi bjarga mörgum atvinnulausum! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2010 kl. 18:12
Ekki er ég viss um að nokkrum manni dytti í hug að líkja þessu við gasklefavinnu, nema allra öfgafyllstu stuðningsmönnum Vinstri grænna og gef ég mér að þú sért í þeim hópi.
Eftir því sem stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar á Suðurnesjum segja, er þetta sviðuð vinna og var unninn fyrir kanann í áratugi og er ég nú orðinn nógu gamall til að muna eftir Keflavíkurgöngunum og öðrum mótmælum gegn kananum, en aldrei heyrði maðu svona ógeðslegan áróður, og var þó ýmislegt sagt á þeim árum.
Maður verður alltaf jafn undrandi á þessum ótrúlega öfgafullu öfgum og einhvern veginn getur maður aldrei vanist þeim, hvað þá í raun sætt sig við svona hugsunarhátt.
Sjálfsagt yrði fólk með þínar skoðanir á svona störfum ekki neytt til að vinna við þau, en fyrr má nú vera meinbægnin, að geta ekki unnt öðrum að fá af þessu lifibrauð, ef þeir kærðu sig um. Flestir myndu nánast velja hvaða heiðarlega vinnu sem er, frekar en að ganga atvinnulasir. Sem betur fer eru þið, sem frekar veljið atvinnuleysis í minnihluta.
Mesta atvinnuleysi landsins er á Suðurnesjum og ekki myndi skötuselurinn endast til að útvega þeim öllum vinnu lengi.
Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 18:55
Suðurnesjamenn hafa barist við bæði VG og Samfylkingu í tilraunum sínum við að byggja upp atvinnu á Suðurnesjum.
Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í Reykjanesbæ og þar hefur bæjarstjórinn setið ásamt sínu fólki undir stanslausum árásum og óhróðri - ekki síst frá Samfylkingunni - þegar unnið er að þessari uppbyggingu. Núna - korteri fyrir kosningar vaknar Samfylkingin á svæðinu upp við vondan draum og gagnrýnir VG fyrir að standa í vegi fyrir atvinnu á svæðinu.
Gasklefatali er best vísað í heimahaughúsið.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.3.2010 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.