Jón Gnarr verður borgarstjóri samkvæmt skoðanakönnun

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæp 40% atkvæða, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, en grínframboðin fengju samtals rúm 60%, sem skiptust þannig að Samfylkingin fengi rúm 26%, vinstri grænir fengju rétt rúm 14%, Besti flokkurinn hlyti tæp 13%, Framsóknarflokkurinn væri með tæplega 6% og önnur framboð minna.

Verði niðurstaða kosninganna eins og þessi skoðanakönnun sýnir yrði Besti flokkurinn í oddastöðu við myndun meirihluta í borgarstjórn og þar með fengi Jón Gnarr væntanlega sitt draumastarf um þægilega innivinnu, góð laun og ýmis fríðindi.

Sjálfstæðisflokkur yrði að fá stuðning Besta flokksins til þess að halda sér í meirihluta og þá myndi vinsælasti borgarstjóri í langan tíma, Hanna Birna Kristjánsdóttir, væntanlega verða að gefa starfið eftir til Jóns Gnarr, sem hefur lýst því yfir að hans grín snúist aðallega um stól borgarstjórans.

Hinn möguleikinn á meirihlutasamstarfi er, að allir grínflokkarnir þrír tækju upp samstarf eftir kosningar og enn yrði Jón Gnarr í aðstöðu til að krefjast þess að fá uppfyllta kröfu sína um innivinnunna þægilegu og hinir grínistarnir yrðu væntanlega að sætta sig við minni hlutverk í farsanum.

Svona niðurstaða skoðanakannana sýnir hvað Reykvíkingar geta nú verið gamansamir á erfiðum tímum, en öllu gríni fylgir alvara og ótrúlegt verður að teljast, að fólk mæti í stórum stíl í kjörklefann, eingöngu til að fíflast. 

Þegar á hólminn verður komið, verða Reykvíkingar ábyrgari en svo.

 


mbl.is Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vertu ekki of viss það eru flestir búnir að fá nóg af hinum

gisli (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 08:56

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég frábið mér þessa vandlætingu þína og dómhörku í garð Besta Flokksins, kjósendur hafa mælt og munu mun fleir verða þegar upp verður staðið í vor það hef ég bent þér á áður en þú vilt ekki taka okkur alvarlega sökum einhverra fordóma.

Maður grínast ekki með lýðræði og þá sérstaklega ekki beint lýðræði...

Bestu kveðjur Einhver Ágúst

Einar Örn í leikskólaráð og einhvern Ágúst í stjórn Orkuveitunnar!

Einhver Ágúst, 26.3.2010 kl. 09:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki gott ef einhver kjósandi grínflokkanna tekur þessari færslu sem hverju öðru gamni. 

Það er hárrétt að maður gínast alls ekki með lýðræðið, eingöngu framboðslistana, en það er auðvitað algerlega tvennt ólíkt.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 09:33

4 Smámynd: Einhver Ágúst

En framboðslisti flokks sem valinn var í opnu prófkjöri og er að sópa til sín fylgi er ekkert grín og við erum afar stolt og þakklát.

Og ég sem varð í 17 sæti í þessari lýðræðislegu kosningu tek þátt í baráttu Besta flokksins fyrir bestu niðurstöðunni í þessum borgarstjórnarkosningum.

Enda er stutt í varaborgarfulltrúasæti og sæti í einhverjum mikilvægum nefndum.

Einhver Ágúst, 26.3.2010 kl. 10:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við þessa skoðanakönnun mun einhver frambjóðandi frá öllum grínframboðunum fá sæti í mikilvægum nefndum og jafnvel í öllum hinum nefndunum líka, enda eru þær miklu fleiri.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 10:44

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahaha! Góður...en mjög ómálefnalegt samt...hehe

Einhver Ágúst, 26.3.2010 kl. 11:11

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómálefnalegt?????  Ertu að spauga, maður?  Svona fullyrðingu lætur enginn alvöru frambjóðandi grínflokks frá sér fara.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 11:35

8 identicon

Það er mín skoðun að þó svo Jón Gnarr fái borgarstjórastólinn eins og hann dreymir um og leggi sig allan fram í fíflagangi næsta kjörtímabil. Mun það líta heldur lítilfjörlega út í samanburði við það kjörtímabil sem lýkur í vor. Þvi það hefur enginn borgarfulltrúi eða stjórnmálaflokkur sem sæti á í borgarstjórn látið sitt eftir liggja í fíflagang og gríni undanfarinn 4.ár.Það er því engin leið að toppa hringavitleysuna og fíflaganginn sem hefur ríkt í ráðhúsi Reykjavíkur.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 11:51

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta eru nú vægast sagt léttúðug viðhorf til stjórnenda borgarinnar, a.m.k. eftir að Hanna Birna tók við borgarstjóraembættinu, ef eftir það hafa öll vinnubrögð batnað til muna í borgarstjórn og andrúmsloftið milli flokka og manna gjörbreyst og samvinna orðið talverð milli meiri- og minnihluta.

Ef þér finnst virkilega að fíflagangur hafi viðgengist í borgarstjórninni, vilt þú varla að hann aukist með aðkomu flokka, sem lýsa því yfir sem sínum markmiðum, að gera lítið annað en prakkarast.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 13:05

10 identicon

Jón Gnarr yrði þó sjálfum sér samkvæmur þar sem hann boðar það að pakkarast og stendur vonandi við það. Hinir flokkarnir boðuðu allir það allir saman að vinna að hag borgarbúa og sviku það allir sem einn. Ég er sannfærður um að langflestir borgarbúar hafa meira gaman af prakkaraskap en að horfa upp á menn berjast á banaspjótum innan flokka sem utan. Svik og prettir fyrir opnum tjöldum, borgarfulltrúar ráfandi um með heilu hnífasettin í bakinu og andlega vanheill maður hafður að leiksoppi. Allt í þágu þess að halda völdum er ekki eitthvað sem borgarbúar eiga að þurfa að horfa upp á annað kjörtímabil.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 13:47

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Enda er "spegill!" héreftir það sem ég mun alltaf nota í stað þessa orðskrípis sem ég slysaðist til að nota hér á undann, biðst afsökunar.

Einhver Ágúst, 26.3.2010 kl. 14:03

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, snýst ekki öll pólitík um að komast til valda og fá að ráða?  Varla býður sig nokkur fram með það að markmiði, að verða áhrifalaus.  Þá sætu menn væntanlega heima og nöldruðu við tölvuna, eins og ég.

Yður mun fyrirgefið verða, sagði guðsmaðurinn og hefur þá örugglega átt við hvern og einn, en ekki bara einhvern.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 14:14

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vísa til greinar minnar: Kjósum ekki trúðaflokk Jóns Gnarr! Kjósum siðbót í stjórnmálum!

Með kærri kveðju til Axels Jóhanns,

Jón Valur Jensson, 27.3.2010 kl. 02:52

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég endurgeld góða kveðju, Jón Valur, en því miður virðist sem krafan um ný vinnubrögð og betri og opnari stjórnarhætti, sé að breytast yfir í andstæðu sína og allt of stór hluti manna sé tilbúinn til að ástunda og styðja fíflagang og ábyrgðarleysi í stjórnmálum.

Nær væri að menn mættu á fundi gömlu flokkanna og gerðu sitt, til að ná þar fram breytingum, eða stofnuðu nýja ábyrga flokka, en leiddu umræðuna ekki út í svona kjánaskap.

Trúðslætin gera lýðræðinu ekkert gagn.

Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2010 kl. 07:32

15 Smámynd: Reputo

Maður þarf ekki að vera gegnumsýrður pólitíkus til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir. Þvert á móti virðast pólitíkusar oft eiga erfitt með það af einhverjum ástæðum. Aðal ástæðan fyrir því að lítið hefur farið fyrir borgarmálunum undanfarin misseri er auðvitað skrípaleikurinn á Austurvelli, en ekki vegna þess að allt er með kyrrum kjörum við tjörnina.

Annars er lýðræðið svo óhemju brenglað hérna að það nær varla tali. Það skiptir engu máli hvað þú kýst, þú hefur ekkert um það að segja hverjir verða við stjórnvölin. Þegar uppi er staðið er þetta á höndum örfárra manna sem með málefnabraski svíkja kjósendur sína til að mynda stjórnarsamstarf. Réttast væri að hafa tvær umferðir í kosningum, þar sem kosið er á milli tveggja stærstu flokkanna í seinni umferðinni. Með því gætu flokkar ekki skýlt sig að bak við stjórnarsáttmála þegar þeir eru að svíkja kjósendur sína. Einnig fengi einhver einn flokkur skýrt umboð frá þjóðinni, annað en við núverandi kerfi það sem 10% flokkur getur hæglega verið með helming allra ráðuneyta og forsætisráðuneytið gjörsamlega umboðslaus.

Reputo, 27.3.2010 kl. 09:35

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég verð að segja að Besti flokkurinn er þó heiðarlegur, í stefnu hans segist flokkurinn ætla að brjóta öll kosningarloforð sín, en hinir flokkarnir gefa út hin og þessi kosningarloforð og standa svo ekki við þau, svo spurning er, hvaða flokk er hægt að taka meira mark á ?

Sævar Einarsson, 27.3.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband