Nú er ekki tími kröfugerða og verkfalla

Flugvikjaverkfall er í þann mund að skella á, með öllu því tapi sem því fylgir, að ekki sé minnst á röskun á áætlunum allra þeirra þúsunda sem þurfa að komast landa á milli, hvort heldur sem er vegna einkaerinda eða vegna vinnu.

Sautjánþúsund manns er nú án atvinnu í landinu og fer sífellt fjölgandi og flestir þeirra, sem ennþá hafa vinnu, hafa orðið að sæta styttingu á vinnutíma og beinum launalækkunum.  Allt þetta fólk fylgist með nokkrum hálaunastéttum, sem eru í aðstöðu til að stórskaða þjóðfélagið, og fordæmir þessar óforskömmuðu kröfugerð um stórhækkun hárra launa, á þessum erfiðleikatímum.

Allir hafa þurft að takast á við mikla erfiðleika með skertar tekjur og því er algerlega taktlaust af þeim, sem há laun hafa, að stöðva mikilvægar atvinnugreinar núna, enda er enginn stuðningur við þessar aðgerðir, heldur þvert á móti.

Skilningur er hinsvegar á því, að ýmsar stéttir þyrftu á launaleiðréttingum að halda, t.d. lögreglumenn, en flugumfeðarstjórar og flugvirkjar eru ekki í þeim hópum sem samúðar njóta. 

Gera verður þá kröfu til þessara aðila, að þeir afturkalli öll verkföll og snúi aftur til starfa sinna og taki á sig sömu skerðingar og aðrir hafa þurft að þola.


mbl.is Verkfall hefst í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það þarf nú einfaldlega að setja lög sem banna verjföll næstu 2-3 árin, meðan reynt verður að bjarga þessu þjóðfélagi frá endanlegri glötun.

Hamarinn, 21.3.2010 kl. 23:43

2 identicon

Þetta er óásættanlegt. Að ætlast til þess að fá 25% launahækkun (upprunaleg krafa flugvirkja) í núverandi þjóðfélagsástandi. Þetta nær engri átt, þeir vilja meiri pening og minni vinnu. Það eru margir í þjóðfélaginu núna sem hafa einfaldlega enga vinnu. Þessi stétt held ég nú líka að sé enginn láglaunastétt, ég giska á að mánaðarlaun flugvirkja séu um 500.000 kr til að byrja með. Ég ætla til dæmis að heimsækja pabba minn út til USA á þriðjudaginn, vona að þeir setji lög á svona óraunhæfar kröfur.

Ívar Elí Sveinsson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 00:10

3 identicon

Af hverju meiga stéttir sem þurftu að þola kjaraskerðingu í góðærinu vegna sterkrar stöðu krónunnar ekki krefjast kjaraleiðréttingar núna þegar krónan er veik? Rökin gegn kjarabótum í góðærinu eiga ekki lengur við og því eru þessar stéttir orðnar langþreyttar á langvarandi kjaraskerðingu.
Almenningur er á móti þessum verkfallsaðgerðum þessara stétta enda veit fólk almennt ekki nægilega vel hvað gengið hefur á síðustu ár í þeirra kjörum.

Ingvar (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 07:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingvar, heldur þú að almenningur viti ekki hvernig kjör hafa skerst eftir veikingu krónunnar?  Allur almenningur hefur þurft að taka á sig skerðingu vegna þess og beinar launalækkanir að auki, þ.e.a.s. sá hluti almennings, sem ennþá hefur vinnu.  Það eru allir orðnir langþreyttir á kjaraskerðingum, en verða samt að láta þær yfir sig ganga, þangað til eitthvað fer að rofa til í efnahagslífinu.

Ríkisstjórnin þarf að hætta að standa á móti og tefja alla þá atvinnuuppbyggingu, sem í farvatninu er, en það er kannski borin von, á meðan þessi ríkisstjórn situr.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2010 kl. 08:27

5 Smámynd: Hamarinn

Meðallaun flugumferðastjóra í júni 2007 voru 809000. Þar af var dagvinna 450000, vaktaálag 188000, eða semsagt 638000 fyrir venjulegan vinnudag þeirra. Yfirvinna var 171000. Þetta var árið 2007, og eitthvað hafa nú launin hækkað síðan.

Síðan er spurningin hvort þetta var óunnin yfirvinna. Af þessu sést að flugumferðastjórar hafa sæmilegustu laun, og eru ekki þeir sem þurfa að fá hækkanir.

Upplýsingar um taxta flugvirkja er erfitt að fá, enda virðist það vera eitthvað leyndarmál, með taxta flugstéttanna almennt. Hjá flestum öðrum félögum eru taxtax aðgengilegir fyrir ALLA á netinu, og það ætti einnig að vera hjá flugstéttunum. En þeir kjósa að hafa þetta svona og furða sig svo á því að almenningsálitið sé ekki með þeim.+

Skrýtið finnst þér ekki?

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 10:08

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingvari finnst a.m.k. afar undarlegt að þeim skuli ekki vera vorkennt, ekki síst af þeim sem eru atvinnulausir.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2010 kl. 10:29

7 Smámynd: Hamarinn

Ingvar segir.

Af hverju meiga stéttir sem þurftu að þola kjaraskerðingar í góðærinu vegna sterkrar stöðu krónunnar ekki krefjast kjaraleiðréttingar núna þegar krónan er veik?

Þetta þarfnast nú nánari útskýringa Ingvar.

Fengu þessar stéttir greidd laun í erlendum gjaldeyri? Útskýrðu þessi orð þín fyrir okkur hinum.

Hamarinn, 22.3.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband