19.3.2010 | 19:48
Bónusfjölskyldan gat skrapað saman fyrir skiptakostnaði
Baugur Group, sem var flaggskip Bónusfjölskyldunnar á meðan hægt var að fá hundruð milljarða króna lán út á ekki neitt, átti ótal eignarlaus undirfélög sem hægt var að nota til að dreifa skuldum á milli, svo ekki sæist á einum stað, hvílíkum skuldum þetta veldi var búið að raka að sér og erfiðara yrði fyrir utanaðkomandi að átta sig á heildarmyndinni.
Eftir að bankarnir hrundu hefur komið í ljós, að Bónusliðið skuldaði þeim hundruð milljarða króna, hverjum fyrir sig, í nafni ótal félaga og ennfremur voru miklar skuldir að auki við erlendar lánastofnanir. Veð fyrir öllum þessum lánum voru helst hlutabréf í félögunum sjálfum og öðrum félögum keðjunnar, enda mun tapið af þessu rugli öllu saman enda í mörg hundruð milljörðum króna, án þess að það virðist koma Bónusfólkinu nokkurn skapaðan hlut við.
Öll félög sem voru innan Baugs Group eru nú gjaldþrota, nema Hagar hf., en því félagi tókst að skjóta undan gjaldþrotinu með aðstoð Kaupþings og nú ætlar Arion banki að gefa þessum "bestu rekstrarmönnum landsins" forkaupsrétt að 15% félagsins, enda eru þeir "traustsins verðir".
Sem betur fer fyrir Bónusfjölskylduna, þá verður ekki hægt að skattleggja niðurfellingu allra þessara hundraða milljarða króna, enda hvergi í ábyrgð fyrir einu eða neinu.
Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón er að fara á stað með verslanir í Bretlandi og við erum fífl!
Sigurður Haraldsson, 20.3.2010 kl. 01:08
Sigurður: Efast um að hann endist lengi. Á endanum mun markaðurinn alltaf koma ónytjungum fyrir kattarnef, og það verður svo sannarlega tilfellið ef það er rétt sem mann grunar: Að hann skuldi fúlgur fjár til margra efnamanna. Hinsvegar, ef hann endist, þá ber okkur að votta honum virðingu okkar því hann sigraði innan ramma laganna og við töpuðum.
Ari Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 01:55
Af hverju verslar fólk enn við þetta ræningja gengi ?
Eru þeir ekki búnir að stela nóg af þjóðini ?
AFB (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 06:58
Ari, heldur þú í raun og veru að allt, sem þessi fjölskylda hefur aðhafst í gegnum tíðina, falli allt innan ramma laganna? Ef svo er í raun og veru, skal ég vera fyrstur manna til að votta virðingu mína.
Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2010 kl. 08:59
Þar sem ég er staddur erlendis kemur oft til umræðu þetta "gjaldþrot" Íslands. Ég hef jafnan sagt, til að allir Íslendingar séu ekki allir álitnir þjófar að það séu aðeins örfáir menn sem stóðu að þessum glæpum.
En þá er ég jafnan spurður: Hvað fengu þessir menn langa fangelsisdóma?
Ég vona að enginn spyrji mig hver sé eigandi 365 miðla, Bakkavarar, Iceland Express osfr........
Bragi Sigurður Guðmundsson, 20.3.2010 kl. 11:24
Var ekki bara stunduð hrein glæpastarfsemi í bönkunum? Hvernig stóð á að menn eins og Jón Ásgeir og hans félagar gátu fengið endalaus lán í öllum bönkum. Hann átti að vísu stóran hlut í Glitni, en hvað með Landsbankann og Kaupþing.
Kannski var ástæðan árangurstengdir bónusar og vitneskjan um að allt færi til fjandans ef það væri ekki stundað endalaust slökkvistarf, þar sem vatnið var PENINGAR.
AG (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 11:31
Sigurður, Baugsmálið fyrsta hræðir saksóknarana, en í því máli tókst fjölmennu stóði færustu lögfræðinga landsins að snúa og teygja málið á alla kanta og fámennt lið saksóknara hafði ekki roð við þessari peningamaskínu, sem endalaust gat fengið lán til að borga lögfræðikostnaðinn, enda sögðu Bónusfeðgar sjálfir að þetta hefði verið dýrasta vörn Íslandssögunnar. Núna er vitað að þeir borguðu vörnina ekki sjálfir, frekar en nokkuð annað, sem þeir hafa komið nálægt í lífinu, allt verið tekið að láni og látið svo falla á lánadrottnana. Jón Ásgeir hefur meira að segja hælt sér af því, að hafa hvergi nokkurs staðar tekið á sig persónulega ábyrgð á einni einustu krónu af öllum þeim hundruðum milljarða króna, sem hann hefur tekið að láni um dagana.
Nú eru rannsóknirnar miklu umfangsmeiri en í Baugsmálinu fyrsta, því eftir dóminn í því máli tvíefldust feðgarnir og urðu ósvífnari í viðskiptum sínum með hverju árinu sem leið og ekki batnaði ástandið, eftir því sem fleiri tóku upp þeirra viðskiptahætti, enda er efnahagslíf landsins í rúst eftir þessa kappa.
Til þess að reyna að leiða athyglina frá raunverulegum sökudólgum reyna Baugsmilarnir og fleiri, að kenna stjórnmálamönnum um allt saman, vegna þess að þeir hafi einkavætt bankana. Það finnst mér álíka gáfulegt og kenna bílaumboði um að bifreiðastjóri keyri fullur og slasi eða drepi gangandi vegfarendur, eða kenna lögreglustjóranum í Reykjavík um öll innbrotin, vegna þess að hann og hans menn sinni eftirliti ekki nógu vel.
Það eru reyndar gömul sannindi og ný, að bakari er oft hengdur fyrir smið.
Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2010 kl. 11:42
AG, auðvitað var stunduð hrein glæpastarfsemi í bönkunum, útrásarvíkingarnir voru búnir að leggja þá alla undir sig og lánuðu svo hver öðrum í kross, enda eru það í raun örfáir menn, sem skulduðu þessar þúsundir milljarða króna, sem nú þarf að afskrifa af skuldum.
Þetta framferði þessara manna er ekki bara búið að eyðileggja efnahagskerfið hérlendis, heldur skaða orðspor landsins svo mikið erlendis, að það mun taka áratugi að endurvinna það og koma hér á eðlilegum viðskiptum við útlönd aftur.
Engin erlend lánastofnum mun veita lán til Íslendinga í nánustu framtíð, enda varla von, þar sem viðskiptin við útrásarvíkingana hafa stórskaðað efnahag þessara erlendu banka og þeir þurfa tíma til að jafna sig á þessu áfalli. Þar að auki verður svo mikil eftirspurn eftir lánsfé frá ábyrgum aðilum erlendis, að lán til Íslendinga munu verða afar aftarlega á listanum.
Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2010 kl. 11:48
Mér skilst að Samspillingin & BÓFAflokkurinn hafi greitt þetta fyrir þau, sem sagt endurgreitt tilbaka HLUTA af styrkjunum sem þeir fengu - ekki mútur - bara styrkir....lol...lol.....lol...! Tæknileg mistök hversu HÁIR þessir styrkir - sorry - mútur voru!
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 13:05
Ákvörðun Arion bankans um að veita Högum h.f. forkaupsrétt að 15% félagsins er hlutur sem ég skil ekki. Getur einhver útskýrt það fyrir mér?
Agla (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:22
Agla, Arion banki ætlar að veita Bónusfjölskyldunni og vinum þeirra 15% forkaupsrétt að Högum hf., eftir að bankinn verður búinn að afskrifa a.m.k. 50 milljarða króna af Bónusfeðgum vegna eignarhaldsfélagsins 1998 hf. Það félag "átti" Haga hf., eftir að Kaupþing hafði aðstoðað þá feðga við að forða Högum hf. út úr Baugi hf., áður er það félag varð gjaldþrota, upp á a.m.k. 300 milljarða króna.
Skýringin sem bankinn gefur fyrir þessari óskiljanlegu ákvörðun sinni er, að þessir menn séu traustsins verðir og bráðnauðsynlegir fyrir rekstur Haga hf., enda segjast þeir sjálfir vera "bestu rekstrarmenn landsins".
Þetta eru auðvitað hrein öfugmæli, miðað við "rekstrarafrek" Bónusfeðga fram að þessu.
Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2010 kl. 16:17
Við verðum að gera eitthvað í málunum það er orðið erfitt að sofa fyrir þessu aðgerðarleysi dóms og stjórnvalda, ekki nokkur leið að skilja hvernig þetta er látið viðgangast í kerfinu okkar eftir hrun bankana?
Sigurður Haraldsson, 20.3.2010 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.