18.3.2010 | 13:41
Kínverska efnahagsaðstoð í stað AGS
Williams Underhill, pistlahöfundur hjá Newsweek, telur að Kínverjar hafi mikinn áhuga á ýmsum fjárfestingum á Íslandi og bendir hann á fyrirhugað risasendiráð þeirra í Reykjavík til vitnis um það. Á það hefur verið bent á þessu bloggi, að Kínverjar hugsa og skipuleggja allt sem þeir gera áratugi fram í tímann, en hugsa ekki eingöngu um morgundaginn og einmitt var bent á kaup þeirra á þessu stóra húsi, sem þeir ætla að flytja sendiráð sitt í, en það verður langstærsta erlenda sendiráðið á landinu og getur hýst bæði stóra deild leyniþjónusunnar og njósnara hersins ásamt sendiherranum og venjulegu starfsliði hans.
Kínverjar veita fjölda vanþróaðra þjóða efnahagsaðstoð og gera það auðvitað með hagsmuni beggja aðila í huga, ekki síst sinna eigin, enda verður Kína mesta efnahags-, her- og stórveldi veraldar innan fárra áratuga.
Íslendingar ættu að draga umsóknina um ESB til baka, hafna frekara samstarfi við AGS og óska eftir efnahagsaðstoð frá Kínverjum til endurreisnar efnahagslífsins hér á landi, en sú upphæð sem til þarf, er eins og hverjir aðrir vasapeningar fyrir Kínverja.
Um leið yrði gerður viðskiptasamningur við Kína, ásamt samningum um að þeir kæmu að allri þeirri atvinnuuppbyggingu hérlendis, sem þeir hefðu áhuga á og mögulegt væri að hafa samstarf við þá um. Jafnfram ætti að taka kínversku upp sem skyldufag í grunnskólum landsins og hætta t.d. kennslu í dönsku í staðinn.
Þegar góð efnahagssamvinna verður komin á, á milli landanna mætti hug að því að taka upp nýjan gjaldmiðil hérlendis, eins og margir kalla eftir, og væri þá nærtækast að taka upp kínverskt juan, enda verður það ráðandi gjaldmiðill í heimsviðskiptunum áður en þessi öld verður hálfnuð.
Með þessum aðgerðum væri hægt að sýna þeim sem nú reyna að kúga þjóðina til undirgefni, að vel væri hægt að komast af í veröldinni, án þeirra afskipta eða aðkomu.
Kínverjar með augastað á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Betlistafurinn hefur lengi verið landanum hugleikinn.
Sverrir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:05
Hver var að betla hvað? Efnahagsaðstoð AGS felst í að útvega lán til uppbyggingar efnahagsins hér á landi. Þeir geta ekki, eða vilja ekki, stana við þær skuldbindingar sem þeir skrifuðu undir og því eigum við að segja upp samstarfinu við þá og leita eftir lánum annarsstaðar. Liggur þá ekki beinast við að leita eftir lánum hjá því stórveldinu, sem er rísandi í heiminum?
Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2010 kl. 14:14
Nei ! Alveg sama hvada adstodu vid erum i eigum vid ekki ad fara i samvinnu vid Kina eda Russland. Vid eigum ad vera leidandi i mannrettindarmalum og lydrædi i heiminum ! E.U. er okkar stadur.
Trausti Traustasaon (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:52
Tek undir flest allt sem þú skrifar Axel, vill samt frekar gera samstarfssamninga í stað þessa að þiggja aðstoð eða frekari lán.
Miklu betra að vinna fyrir útgjöldunum en taka lán fyrir þeim.
EU er hnignunar samfélag og engin ástæða til að flytja inn í grafhýsi framtíðarinnar með þeim.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2010 kl. 15:08
Þorsteinn, ég er alveg sammála því, að betra sé að vinna fyrir útgjöldum þjóðarinnar en að taka lán fyrir þeim. Mér skilst að aðalmarkmiðið með lánunum, sem tengjast efnahagssamvinnu Íslands og AGS sé að nota þau til að greiða upp eldri lán, sem verða reyndar ekki á gjalddaga fyrr en í árslok 2011 og ársbyrjun 2012. Því virðist ekkert sérstakt reka á eftir að taka þessi lán strax og allra síst ef þau fást ekki nema íslenskir skattgreiðendur verði neyddir til að taka á sig auknar byrðar í þágu Breta og Hollendinga vegna Icesave.
Kína er rísandi heimsveldi og upplagt að gera við það samning um samvinnu á sviði efnahagsmála og atvinnuuppbyggingar.
Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2010 kl. 15:24
Rétt mun það vera að Kínverjar veiti efnahagsaðstoð til vanþróaðra landa. Og það gera þeir eins og Underhill segir í takti við; ask-no-questions checkbook diplomacy. Mannréttindi skipta Kínesana núll máli, hvorki heimafyrir né annars staðar.
Hvað það varðar eru þeir enn Barbarar. Án þess að það breytist verður Kína aldrei stórveldi.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:56
Heimsveldi hafa aldrei verið byggð upp á kærleika og ást einni saman. Kínverjar hafa alltaf hagað seglum eftir vindi, t.d. hafa þeir litlu breytt í Hong Kong, eftir að þeir tóku þar við. Smátt og smátt eru þeir að færa sig yfir í kapítalisma, enda er hagvöxtur hvergi meiri í heiminum núna, en í Kína.
Kínverjarnir koma, það er bara spurning á hvaða áratug það verður.
Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2010 kl. 21:01
Ef fólk vill taka þátt í því risaverkefni að breyta mannréttindamálum hjá Kínverjum, þá er betra að gera það með samvinnu en andstöðu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2010 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.