17.3.2010 | 15:21
Þessar tillögur þarfnast nánari skýringa
Ríkisstjórnin er að kynna nýjar tillögur til aðstoðar við skuldug heimili og samkvæmt fyrstu frétt af þessum blaðamannafundi, þarfnast ýmislegt nánari skýringa, því sumar tillögurnar virka hálf einkennilega á mann við fyrstu sýn.
Í fyrsta lagi er sú arfavitlausa hugmynd að stofna nýtt embætti Umboðsmanns skuldara, þerar fyrir hendi er illa nýtt embætti Talsmanns neytenda, en undir það embætti ættu þessi lánamál að heyra, enda eru þau neytendamál.
Eftirtaldar tillögur virka einkennilegar, en þær eru:
hóflegar skuldbreytingar skattfrjálsar
stórfelldar niðurfellingar skattlagðar
dregið úr vægi verðtryggingar.
Eftir er að fá skýringar á því, hvað séu hóflegar og hvað stórfelldar niðurfellingar. Ekki virkar það vel á mann, að fólk, sem ekki ræður við að borga skuldir sínar, sé í stakk búið til að bæta í staðinn á sig "stórfelldri" skattaskuld.
Varðandi að leggja til að dregið verði úr vægi verðtryggingarinnar, hefði verið viturlegra til lengri tíma, að ríkisstjórnin legði til við sjálfa sig, að leggja áherslu á að draga úr verðbólgunni, enda er hún vandamálið, en ekki verðtryggingin.
Ekki eru komnar viðbótarfréttir af hringsnúningstillögu Árna Páls vegna Hummera og Range Rovera, en væntanlega skýrist þetta allt betur síðar.
Miðað við fyrri "afrek" þessarar ríkisstjórnar er ekki vert fyrir fólk að gera sér miklar væntingar.
Dregið úr vægi verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega, það er óttaleg „populisma“-lykt af þessu öllu saman . . .
Magnús V. Skúlason, 17.3.2010 kl. 15:36
Fólk er aldrei ánægt.
Solla bolla (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 15:45
skrytin hjord, moggabloggarar. Ekki ad furda ad mbl se ad trengja ad tessu rugli.
Sa ekki betur en tad væru strax komin 4 blogg sem oll sogdu "vantar meiri upplysingar" - a frett um fyrstu kynningu af nyjum malum.
Se ekki hvernig lesendum se betur tjonad ad gefa bullukollum rodd, tegar tad kostar mbl peninga, sem betur væri varid i annad.
Baldvin Kristjánsson, 17.3.2010 kl. 15:46
Já, víst er "populismalykt" af þessu, enda ekki við öðru að búast. Til dæmis getur niðurfelling upp á eina milljón verið "stórfelld" fyrir suma, þó hundrað milljónir væru ekki "stórfelldar" fyrir annan. Það verður mjög fróðlegt að sjá útfærsluna á þessari tillögu.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 15:47
Solla bolla og Baldvin, þeir sem standa algerlega utan við þetta og falla ekki inn í neina af þessum niðurfellingaleiðum, vegna ráðdeildarsemi og fyrirhyggju, geta rætt þessi mál algerlega án þess að persónulegir hagsmunir ráði þar nokkru. Þess vegna er þetta ekki endilega spurning um hvort viðkomandi sé aldrei ánægður, heldur hvernig hægt er að líta á þessi mál hlutlaust.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 15:52
Jú Axel ! þér yfirsést eitt, nefnilega að "stórfelldar niðurfellingar verði skattlagðar" hangir saman við það sem þú réttilega kallar "hringsnúningstillögu Árna Páls vegna Hummera og Range Rovera" það á fella skuldir niður "flatt" og reyna svo að taka frá þeim sem fá fellt mest, með sköttum, hljómar vel´við fyrstu sýn, en verður bara óréttlátt sama hvað.
Annars er ég ósammála ykkur Magnúsi varðandi verðtrygginguna, með núverandi kerfi, hafa yfirvöld mjög lítil áhöld til að stýra ofvexti í þjóðfélaginu, en ef verðtrygging væri afnumin og breytilegir vextir teknir upp, væri allavega komið tæki til að "bremsa" ef nú allt ætlar að vaða á súðum aftur, en þetta krefst auðvitað hæfni þeirra sem sitja við stjórnvölin á t.d. seðlabanka, FMI og Fjármálaráðuneytis, og undanfarin ár lofa því miður ekki góðu, en það er leyfilegt að vona....
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 15:54
Baldvin ! hafðu engar áhyggjur af mbl.is flest bloggin eru fjármögnuð af auglýsingum, en annars rétt hjá þér að fyrstu viðbr-gð eru oft 2ÓMÖGULEGT" og það jafnvel áður en fólk er búið að lesa sjálft skjalið, sem er umfangsmikið, ég ætla að kíkja á það í ró og næði áður en ég þeyti mig meira ;)
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 15:59
" Þess vegna er þetta ekki endilega spurning um hvort viðkomandi sé aldrei ánægður, heldur hvernig hægt er að líta á þessi mál hlutlaust". Ert þú að fjalla um þessi mál hlutlaust Axel?......
Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 15:59
Er vandamálið ekki verðtryggingin?????? Verðtryggingin á Íslandi er svo víðtæk að það er bókstaflega ALLT inni í vísitölunni. Skattar, áfengi, tóbak, bókstaflega allt sem hugsast getur er inni í þessari vísitölu. Má virkilega ekki draga úr vægi hennar á alla skapaða hluti án þess að fjármagnseigendur fari að væla. Fjármagnseigendur hafa hingað til getað gert það sem þeir vilja, t.d. lífeyrissjóðir, borgað ofurlaun og fjárfest óvarlega vegna þess að aumingjarnir með verðtryggðu lánin tryggja það að þeir fá allt borgað og bætt sem hækkar, BÓKSTAFLEGA ALLT, líka fíkniefnin áfengi og tóbak.
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:02
Hvað með þá sem þegar hafa miss allt sitt og eru gjaldþrota , hvað á að gera fyrir þá, fá þeir uppreisn æru eða verða þeir hundeltir alla æfi.?'
LSI (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:03
það hefur honum sjaldnast tekist því miður, því hann skrifar oft og mikið, en magn er ekki sama og gæði.
dolli (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:06
Kristján, hér ríkti óðaverðbólga áður en verðtryggingin var tekin upp og hún var einmitt tekin upp vegna verðbólgunnar. Það var léleg efnahagsstjórn í landinu áður en verðtryggingin kom til sögunnar og hún hefur verið léleg lengst af síðan. Þess vegna er verðtryggingin ekki vandamál í sjálfu sér, heldur verðbólgan, sem aftur stafar af lélegri efnahagsstjórn. Þar af leiðandi er ekki rétt leið að berjast gegn verðtryggingunni, heldur þeim áhrifavöldum sem hækka hana stöðugt.
Reynir, svarið við þinni spurningu er já, eftir því sem hægt er við núverandi aulagang í landsstjórninni.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 16:07
Jú Axel, verðbólga hefur alltaf verið einkennandi fyrir Íslenskan efnahag, og þekkt dæmi hvernig mín kynslóð eignaðist tiltölulega létt eigið fé á kostnað sparifjáreigenda, en það breyttist nú heldur betur áramótin 1979/1980 þegar verðtryggingin kom á og maður sá allt uppsafnað eigið fé renna burt, hvert tja.. veit ekki þann dag í dag, veit hitt að rétt á eftir sló verðbólga nýtt met sem vonandi verður aldrei slegið aftur lá jafnt í 60% nokkur ár með topp um tíma 130% 1983, hversvegna tókst að halda verbólgunni tiltöluge stöðugt lágri á árunum 1990 til 2000 veit ég ekki alveg, en þetta kerfi lifir sínu eigin lífi án þess að stjórnvöld fái við ráðið, á því byggi ég skoðun mína á því aðstýrivextir án verðtryggingar séu betri lausn.
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 16:41
Margrét, flestar þessar vörur, sem þú nefnir hækka stöðugt í verði vegna óstjórnar efnahagsmálanna, sem leiðir af sér verðbólguna. Áfengi og tóbak hefur hins vegar hækkað eins mikið og raun ber vitni, vegn skattahækkanabrjálæðis ríkisstjórnarinnar og spurning hvort áhrif skattabreytinga ættu að mælast í neysluverðsvísitölunni.
Til að staðfesta það sem ég hef verið að segja um vísitöluna og verðbólguna, er hægt að vitna beint í fréttatilkynninguna frá blaðamannafundinum, en þar er þessa setningu að finna: "Segir forsætisráðuneytið, að Seðlabankinn telji að forsenda þess að unnt verði að draga úr vægi verðtryggingar sé að árangur náist við að ná niður væntingum um verðbólgu og tryggja stöðugleika."
Væntanlega geta fylgismenn Samfylkingarinnar tekið mark á því sem kemur úr ráðuneyti Jóhönnu, en það sem heitir á stofnanamáli að "tryggja stöðugleika" heitir á mannamáli að hafa stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 16:43
En Axel ! hafandi sagt það, þá er auðvitað alveg sama hvernig ár þú réttir "fíflinu" han kemur ekki bátnum af stað ;)
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 16:48
gaman ad vita hvenær sa dagur rennur upp tegar islendingar lita i eigin barm, og hætta ad kenna odrum um? a medan allar tjodir nordur evropu, nema bretar, hafa lært ad spara - og bera abyrgd a sinni afkomu, hafa islendingar eytt um efni fram i aratugi.
tætti gaman ad vita hver net verdmætaskopun islendinga er sl. 100 ar, samanborid vid nagrannatjodirnar.
var ekki stadan a isk vs dkk sl. 100 ar eitthva eins og 0.01 / 1, nu nyverid?
Baldvin Kristjánsson, 17.3.2010 kl. 18:15
Nema Bretar segirðu ! voru þeir ekki ræflarnir að reyna ávaxta sparifé sitt í Icesave ??:(
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 18:59
my point exactly :-)
Baldvin Kristjánsson, 17.3.2010 kl. 19:08
Baldvin, ég er alveg sammála þér um það, að Íslendingar hafa alltaf verið "lánaóð" þjóð, sem alltaf kaupir allt sem hugurinn girnist, bara ef hægt er að fá lánað fyrir því.
Þetta hef ég oft sagt hér á blogginu og fengið bágt fyrir. Auðvitað er þetta svolítil alhæfing, en allir vita hvar við erum stödd núna vegna yfirskuldsetningar, bæði fyrirtækja og heimila.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 20:27
Hvers vegna var verðtryggingin ekki afnumin á árunum 1995-2003? Nær allan þann tíma var verðbólga mjög lág.
Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 21:15
Ekki gefast upp Axel (óþarfa hvatning) þetta síast inn smátt og smátt, og Theódór ! segðu það, kannski vegna þess að í lágri verðbólgu er verðtrygging ekkert vandamál m.ö.o. bensín á bálið.
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 21:45
Theódór, hvaða vandamál skapaði verðtryggingin á þessum árum sem verðbólgan var lítil?
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 22:02
Í ýmsum athugasemdum hér fyrir ofan var fundið að því, að ég og fleiri værum yfirleitt nokkuð að leyfa okkur að blogga um þessa frétt af tillögum ríkisstjórnarinnar, áður en nánari skýringar væru komnar á þeim.
Upphaflega færslan endaði á þessum orðum: "Miðað við fyrri "afrek" þessarar ríkisstjórnar er ekki vert fyrir fólk að gera sér miklar væntingar."
Nú eru komin fram viðbrögð þeirra, sem láta sig málið varða og hafa kynnt sér það nánar. Ekki verður annað séð, en lokasetningin sem hér var vitnað í, hafi haft fólgið í sér forspárgildi, samkvæmt því sem má lesa hérna
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 22:20
Hm..var einmitt að lesa þessa frétt frá samt.lánþega, rétt áður en ég kíkti inn hér fyrir nóttina, verið m.a. að draga fram gildandi lög og reglur og reyna að gera þau að "lausn ríksstjórnarinnar" já þú ert sannspár Axel, en ég sé líka í þessu nokkuð sem ég hef haldið lengi, og þ.e. að lög og reglur sem slíkar hafi verið til staðar, en vantað vilja,mannafla og fé til að fylgja þeim eftir með þeim afleiðingum sem þjóðin er í núna.
Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 22:28
Verðtryggingin hækkaði lánin þó verðbólga hafi verið undir 5%. Heyrði mjög oft í fólki sem var alveg að fá nóg: Ég borga og borga og aldrei lækkar fjandans lánið! Þarf ekki háa verðbólgu til að gera lánþegum lífið leitt.
Verðtryggingin er einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar.
Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 22:47
Theódór, þetta er rosalegur misskilningur. Það er ekki verðtryggingunni að kenna, að lánin lækka lítið, þó alltaf sé verið að borga af þeim. Það er vegna þess að húsnæðislánin eru jangreiðslulán (annuitet), sem þýðir að fyrri hluta lánstímans er lítið borgað af höfuðstólnum, en stærsti hluti greiðslunnar fer í vextina. Á seinni hluta lánstímans fer sífellt hærra hlutfall greiðslunnar í höfuðstólinn og vaxtahlutfallið minnkar samsvarandi. Eignmyndun í íbúðarhúsnæði verður því sáralítil fyrstu 23 árin, ef lánið er til 40 ára. Það er á síðustu 17 árunum sem eignamyndunin fer að verða einhver að ráði.
Það er nefninlega hluti af þessu vandamáli öllu, að fólk skilur ekki eðli lánanna, sem það tekur og kennir svo verðtryggingunni um, að lánin lækki ekki.
Vegna þessa misskilnings segir fólk eins og þú: "Verðtryggingin er einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar."
Fólk þarf ekki annað en lesa greiðsluáætlunina, sem fylgir með skuldabréfinu, þegar lánið er tekið, til að sjá hvernig greiðslur skiptast í afborgun höfuðstóls og vaxti og þá myndi það væntanlega hætta að kenna verðtryggingunni um að lánið lækki lítið, þó alltaf sé verið að borga og borga.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 23:47
Ráðherrar beinlínis ljúga !
Liður 5 "hækkun vaxtabóta"
"Hérna segir að vaxtabætur hafi hækkað nálægt 70% milli 2008 og 2009 og að enginn niðurskurður hafi átt sér stað árið 2010."
Þetta er hrein og klár lygi !
Vaxtabætur voru hækkaðar aukalega á vorþingi 2009 um 30% og hámarkshækkun vaxtabóta pr. einstakling nam eftir það 37,41% milli ára. Þessi hækkun kom til framkvæmda við álagningu 1.ágúst 2009.
Nú á árinu 2010 hækka vaxtabætur ekki um eina krónu frá fyrra ári, sem þýðir í raun að hluti hækkunarinnar frá fyrra ári er tekinn til baka.
Frétt á visir.is um málið er ennþá meira villandi en þar er talað um "hækkaðar vaxtabætur" eins og að það sé eitthvað sem sé að gerast á árinu 2010.
Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 01:08
Liður 6 í nýjum tillögum "Breytingar á innheimtukostnaði"
Þann 16.febrúar 2010 laumaðist Gylfi starfsmaður ríkisstjórnarinnar og sérstakur gæslumaður fjármálafyrirtækja og fjármagnseigenda til þess að hækka arfavitlausa reglugerð forvera síns í embætti. Hvaða skýringu gefur hann á þeirri hækkun ?
Björgvin G. gat loks komið því í verk 21.janúar 2009 að setja reglugerð vegna laga nr. 95/2008 sem sett voru 12.júní 2008 og áttu að taka gildi 1.janúar 2009 en varð að fresta vegna seinagangs í ráðuneytinu. Reglugerð á grundvelli Innheimtulaga (sem eru máttlaus og léleg) var yfir 7 mánuði í smíðum sem varð til þess að bankar og fleiri aðilar fóru ekki eftir þessum lögum fyrr en undir lok marsmánaðar 2009 þegar rúmir 9 mánuðir voru liðnir frá lagasetningu.
Þær upphæðir sem Björgvin G ákvað í reglugerðinni í janúar 2009 voru "hækkaðar" af Gylfa núna 16.febrúar 2010.
Ég spyr af hverju voru þessar upphæðir hækkaðar ?
Var það liður í að koma til móts við heimilin í landinu að íþyngja þeim enn frekar með þessum "skyldu"fjárhæðum sem nú eru komnar í innheimtuviðvaranir.
Fyrir setningu fyrri reglugerðar var það algengt að rukkað væri svokallað ítrekunargjald sem féll á daginn eftir eindaga. Þetta gjald var mismunandi en algeng fjárhæð 400 - 550 krónur. Eftir setningu reglugerðarinnar voru þessi ítrekunargjöld bönnuð en í staðin kom "innheimtuviðvörun" og þar var fjárhæðin kr. 900 (nú 950). Þannig að ég sá aldrei hvaða "hagræði" þetta átti að vera fyrir skuldara.
Afleiðing þessara laga hefur verið sú að þessi gjöld er í mun meira mæli lögð á skuldir sem fara fram yfir eindaga en gert var áður. Lögunum og reglugerðinni er beitt af fullum þunga og þegar upp er staðið þá lenda skuldarar í mun meir aukainnheimtukostnaði en áður var. Yfirlýstur tilgangur laganna var að "hámarka" innheimtukostnað, en reyndin er sú að þetta stórhækkaði innheimtukostnað allra lægri og meðalstórra innheimtufjárhæða.
Jón Óskarsson, 18.3.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.