Háleynileg skýrsluprentun

Prentun á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis fer einungis fram um helgar, til þess að almennt starfsfólk prentsmiðjunnar geti ekki með nokkru móti rekið augun í eitt einast orð, hvað þá lagt á minnið, sem í skýrslunni stendur.  Um helgarnar er lágmarksfjöldi starfsmanna viðstaddur og hver hreyfing vöktuð af Securitas og prentarkirnar læstar inni í gámi jafnóðum og þær renna út úr prentvélunum.

Þetta eru allt að því eins miklar öryggisráðstafanir og viðhafðar eru við seðlaprentun og illskiljanlegt, að draga útkomu skýrslunnar fram yfir páska, einungis vegna þessa vantrausts á prentsmiðjustarfsfólkinu.  Vel ætti að vera framkvæmanlega að prenta skýrsluna, undir ströngu eftirliti á venjulegum vinnudögum, enda lítil hætta á að hægt sé að lesa hana til nokkurs gagns, rétt á meðan að á prentuninni stendur.

Þar fyrir utan verður ekki séð, að það skipti máli þó eitthvað síaðist út um innihaldið einum til tveim dögum áður en hún birtist í heild, því þarna eru á ferðinni upplýsingar, sem allan almenning varðar og búið er að bíða eftir frá því í nóvember.

Það hlýtur að vera hægt að hætta þessu pukri og koma skýrslunni út á næstu dögum.


mbl.is Skýrslan tefst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju þarf að bíða eftir því að skýrslan sé prentuð? Það er hægt að opna fyrir niðurhal á netinu. Þar hafa allir jafnan aðgang að henni, ráðherrar sem almenningur.

zaxi69 (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 09:26

2 identicon

Líklega verður ekki mikið í sjálfri skýrslunni sem ekki er þegar vitað eða menn gruna.

En viðaukaskýrslan sem fjallar um siðfræði, fjölmiðlun og hagsögu er mun forvitnilegri.

þar mun sannleikurinn um þjóðfélag fáránleikans kanski koma fram. Siðferði er ekki til, fjölmiðlar eru áróðurstæki og Ìsland hefur aldrei verið sjálburða land.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 09:30

3 identicon

Hvers vegna er ekki hægt að nota netið ?Seta þetta á Island.is Af hverju að drekkja mönnum í pappír , allt of dýrt.Takið ykkur saman í andlitinu

Hvað er verið að fela og forðast...krossfestingu strax áður en vírusarnir koma upp á yfirborðið..aftur.

böðull (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 10:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfsagt er ekki margt í skýrslunni, sem mun koma sérstaklega á óvart, en væntalega verða atburðir sem leiddu til hrunsins settir í samhengi og tímaröð, þannig að sagan verði með því móti aðgengileg fyrir grúskara framtíðarinnar.

Ef til vill verður viðaukaskýrslan það forvitnilegasta í þessu, eins og þú segir Ragnar.

Síðan þyrfti að framlengja líf nefndarinnar og láta hana fara ofan í það sem hefur verið að gerast í gömlu og nýju bönkunum, eftir hrun.

Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Böðull, krossfesting er ekki rétta leiðin.  Þú manst að hérna um árið var blásaklaus maður krossfestur á milli tveggja ræningja. 

Skýrslan á ekki að fella dóma, hvað þá að framfylgja þeim, heldur á hún aðeins að draga fram þá atburði, sem leiddu til hrunsins.  Síðan verður það annarra að dæma.

Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2010 kl. 10:13

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skýrslan um hrunið er að sjálfsögðu mjög viðkvæmt og jafnframt forvitnilegt efni að því leyti hver niðurstaða rannsóknarnefndarinnar er. Ljóst er að þeir sem eru líklegir að hafa stöðu sakbornings eða grunaðs manns, hafa fengið frest til andmæla. Það þykir sjálfsagt í nútímasamfélagi þó svo að sömu aðilum hafi þótt sjálfsagt að taka vafasamar ákvarðanir í skjóli þess valds sem þeir höfðu á sínum tíma.

Skýrslan verður birt þó svo að seint verði. Við eigum að lesa hana gaumgæfilega, hún verður væntanlega á náttborðum landsmanna innan tíðar og verður sjálfsagt notuð sem ígildi svefnlyfja. Spurning er hvort sala á svefnmeðulum og afslögkunarlyfjum verði minni? Þar kemur væntanlega einhver sparnaður á móti öllu tapinu þó svo að sá sparnaður verði hlálegur miðað við öll hin ósköpin.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2010 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband