Nú ætti að sparka boltanum út af vellinum og flauta leikinn af

Hollendingar og Bretar segja, að boltinn í Icesave málinu sé hjá Íslendingum, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem Jóhanna og Steingrímur j. sögðu að væri algerlega marklaus og peningaaustur.  Fjárkúgurunum hefur a.m.k. brugðið við úrslitin og þá hörku gegn kúgunartilraununumi, sem þjóðin sýndi með niðurstöðunni í kosningunum.

Fyrst ofbeldisseggirnir hafa nú gefið boltann frá sér og til Íslendinga, er auðvitað það eina rétta í stöðunni, að sparka boltanum út af vellinum og flauta leikinn af, enda nennir enginn að hafa þetta mál hangandi yfir höfði sér lengur, frekar en Svavar Gestsson og Indriði H., sem aldrei nenntu að standa í neinu þrefi og samþykktu alla skilmála kúgaranna strax í fyrravor.

Líki Bretum og Hollendingum ekki, að leikurinn verði flautaður af, þá geta þeir alltaf skotið þeirri ákvörðun til dómarans, sem þeir hafa að vísu aldrei viljað láta koma nálægt leiknum, því þeir vildu semja leikreglurnar sjálfir, enda verið spilað eftir þeirra höfði hingað til.

Nú loksins er tími dómarans runninn upp.

 


mbl.is Boltinn er hjá Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara búið að flauta leikinn af?   0-0

axel (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 20:36

2 identicon

Hárrétt hjá Axel, engu við að bæta. Látum dómara um þetta.

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 20:56

3 identicon

Skulum ekki gleyma, að Svavar og Co. fengu vexti úr 6.7% í 5.5%, sem hefur verið gagnrýnt mjög hart af þeim sem sættu sig við 6.7%. Hættið nú þessu eilífðarvæli...IceSave er ekki það versta, sem þjóðin þarf að borga. Hvernig væri það, að gefa stóru málunum jafn mikla athygli..??

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Snæbjörn, vextirnir hans Svavars eru alveg sambærilegir vð hina, vegna þess að samið var um vaxtaálag í millibankavexti og þeir höfðu lækkað í millitíðinni, þannig að "gömlu" vextirnir hefðu fylgt millibankavöxtunum niður.  Það er hins vegar ekki málið, því í öllu falli eiga íslenskir skattgreiðendur ekki að borga eina einustu krónu í vexti, enda er þetta einkaskuld, sem kemur skattgreiðendum ekki vitundar ögn við.

Þessu eilíflðarvæli verður ekki hætt, fyrr en fullnaðarsigur næst í þessu efnahagsstríði við fjárkúgarana og engin niðurstaða verður ásættanleg, nema viðurkenning á því, að Bretar og Hollendingar innheimti lágmarkstrygginguna frá þrotabúi Landsbankans í samvinnu við tryggingasjóðinn.

Þetta er eitt af stóru málunum, sem þarf að veita athygli, en þau eru vissulega mörg önnur, en því miður ræður ríkisstjórnin ekki við nema eitt mál í einu.

Axel Jóhann Axelsson, 15.3.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Nei það er nú víst þannig að Æseif er ekki það eina sem þarf að borga. Það eru litlir 1200 milljarðar sem við skuldum annarstaðar...

Æseif er ekki rass í bala miðað við það, er það? Vel á bætandi...

Sindri Karl Sigurðsson, 15.3.2010 kl. 22:29

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað sem við skuldum annarsstaðar,er þessi Icesave-reiknigar ekki okkar skuld.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2010 kl. 00:43

7 Smámynd: GAZZI11

Hvernig var það .. voru Steingrímur og Jóhanna ekki með frábæran samning í höndunm daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann var svo frábær að til stóð að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna.

GAZZI11, 16.3.2010 kl. 01:42

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gazzi, það er alveg rétt, það átti víst að liggja nýr "glæsilegur" samningur á borðinu og því sögðu Jóhanna og Steingrímur að kosningin væri algerlega marklaus og nánast hreinn peningaaustur.  Niðurstaða kosninganna virðist hafa slegið öll vopn úr höndum fjárkúgaranna, því nú segir Steingrímur, að erfitt sé að fá þá að samningaborðinu aftur, þó hann vinni að því daga og nætur og örþreyttur, þar að auki, að reyna að fá þá aftur að borðinu.

Furðulegt að hann sé að pressa á nýjan samning, ef kúgararnir vilja ekki halda áfram að spjalla um málið.  Auðvitað ætti hann ekkert að vera að pressa á þá, því það eru þeir sem hafa verið að gera kröfur á Íslendinga, en ekki öfugt.

Axel Jóhann Axelsson, 16.3.2010 kl. 08:27

9 Smámynd: GAZZI11

Enn ein markleysan hjá þessu fólki sem er í pólítík á eigin forsendum. Gjörsamlega lánlaust lið ...

GAZZI11, 16.3.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband