11.3.2010 | 19:41
Hafa Svíar ausið skattfé í Íslendinga?
Norðurlandaþjóðirnar hafa ekki þorað að viðurkenna, fyrr en alveg nýlega, að það séu þær, ekki síður en Bretar og Hollendingar, sem barist hafa gegn endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS og þar með tafið allt ferlið um marga mánuði, með kröfu sinni um að Íslendingar gangist skilyrðislaust að fjárkúgunarkröfum ofbeldisseggjanna.
Norski utanaríkisráðherrann er örlítið að linast í sinni afstöðu, vegna þrýstings almenningsálitsins í Noregi, en engan bilbug er að finna á utanríkisráðherrum annarra norðurlanda, þeir eru ennþá jafn forhertir og svara út og suður, þegar spurt er um þeirra afstöðu til málsins.
Í sjónvarpsfréttum í kvöld var utanríkisráðherra Svía hortugastur af öllum og sagði blákalt, að Svíar væru búnir að ausa milljónum sænskra króna af skattfé til Íslendinga, fyrir utan það lánsloforð, sem gefið var og ekki hefur verið staðið við.
Fréttamaðurinn hafði auðvitað ekki rænu á, að spyrja ráðherrann nánar út í þessa stórmerkilegu yfirlýsingu, því aldrei hafa íslensk yfirvöld svo mikið sem gefið í skyn, að Svíar hafi veitt Íslendingum ríflega ölmusu af sænsku skattfé.
Þetta er svo merkilegt mál, að fjölmiðlar hljóta að vakna og upplýsa þetta, því ef þetta er ekki rétt, þá verður utanríkisráðherra Svía að éta þetta ofan í sig og þar með ómerkingur heita.
Ósammála um lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórskrítið, nema Bild hafi verið að meina þegar svíar lánuðu kaupþingi í Svíþjóði frá seðlabankanum þar.
En samt sem áður væri það stórskömm að bera saman Íslenska ríkið og Einkarekinn banki.
Hann þarf að svara fyrir sig han Carl Bild.
Sævar Guðbjörnsson, 11.3.2010 kl. 20:13
Var ekki Fredrik Reinfeldt á fundinum til að segja sömu rulluna aftur og aftur "að ísland standi við sínar alþjóðlegar skuldbindingar sínar" þessi einu orð virðist hann bara kunna þegar hann er spurður um þetta mál.
Friðrik Friðriksson, 11.3.2010 kl. 20:24
Reinfeld er forsetisráðherra og Carl Bild er utanríkisráðherra :)
Sævar Guðbjörnsson, 11.3.2010 kl. 20:34
Þeir tala alltaf um þessar "alþjóðlegu skuldbindingar" án þess að vera nokkurn tíma beðnir að útskýra í hverju þær skuldbindingar séu fólgnar. Fréttamenn virðast vera alveg ótrúlega lélegir, þegar kemur að því að fá útskýringar á ýmsum ummælum þessara manna, eins og best sést af ruglinu um skattféð frá Svíþjóð.
Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2010 kl. 23:07
Fréttamennskan er söm við sig. Alltaf hálfsagðar fréttir og tekið hrátt við öllu sem stjórnmálamenn segja. Hvar er þetta sjálfstæði fréttastofanna og ritstjórna sem alltaf er verið að tala um ?
Guðný Helga Herbertsdóttir á Stöð2 og visir.is hefur verið með fréttir tengdar skattamálum og væntanlegum endurálagningum undanfarna daga. Gallinn er hins vegar sá að það er varla sú frétt sem þessi ágæta kona flytur þar sem farið er rétt með staðreyndir. Prósentur og útreikningar skatta virðast vefjast talsvert fyrir henni. Þetta er bara dæmi um beinlínis rangar fréttir sem verið er að flytja.
Jón Óskarsson, 12.3.2010 kl. 16:47
Minni raunar á að ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki fengið lán frá IMF november 2008 og frá norrænu seðlabönkunum þar á meðal þeim sænska væri hér sáralítill gjaldeyrisforði, þetta gerði það fært að hafa hindra gengi krónunnar. Þetta var mikill greiði en erum við þakklát?
Þessu hafa menn gleymt. Raunar var staðan svo bág mitt í fjármálahruni þá þurftu Svíar að taka lán. Þeir eiga sjálfir í miklum erfiðleikum.
Annars er ég efins um að Íslendingar eigi skilið einhverja ölmusu og hafa ekki gott af því.
Gunnr (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.