Gott ráð til Samfylkingarinnar

Austurrískir þingmenn á Evrópuþinginu virðast hafa talsverðar áhyggjur af því að varla fyrirfinnist lengur sá Íslendingur, sem áhuga hafi á að landið verði innlimað sem áhrifalaus smáhreppur inn í stórríki ESB.

Ernst Strasser, formaður þingflokks ÖVP, sagði að Evrópusambandið væri ekki í því að deila út gjöfum og ekki þýddi fyrir Íslendinga að leita til ESB eftir "jólagjöfum".  Vegna þessara ummæla, væri fróðlegt að fá það upp á "hreina borðið" hvort Samfylkingin hafi verið að sækjast eftir einhverjum "gjöfum" frá ESB, t.d. í sambandi við Icesave.

Hannes Swoboda, varaformaður sósíaldemókrata á Evrópuþinginu lýsti hins vegar yfir áhyggjum vegna fremur neikvæðrar afstöðu Íslendinga til ESB. Ef stemmingin á Íslandi breyttist ekki væri um tvennt að ræða, annað hvort héldu Íslendingar þjóðaratkvæði um hvort yfirhöfuð ætti að semja við Evrópusambandið eða viðræðum yrði hætt.

Þessi snilldarhugmynd kom upp á Alþingi, áður en umsóknin var send til ESB, en stjórnarflokkarnir felldu tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla skæri úr um, hvort sótt yrði um eða ekki.

Nú þegar sama hugmynd kemur frá sósiademókratískum hugsjónabróður Samfylkingarinnar, ætti hún að taka hana til alvarlegrar athugunar.  Reyndar væri nóg að fara eftir seinni hluta tillögunnar, því óþarfi er í þessu tilfelli að fara út í þann "penignaaustur" sem þjóðaratkvæði er, eins og Steingrímur J. orðaði það, svo snyrtilega.

Þar sem Samfylkingin er sérstaklega veik fyrir erlendum herrum, hljóta heilræði þessa útlendings að falla í góðan jarðveg þar á bæ.


mbl.is Ísland vinni heimavinnuna sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Eins og ég skil málflutning samfylkingarinnar, þá tala þeir um styrki á styrki ofan til okkar vegna landbúnaðar og fleira. En svo spyr ég á móti, hvaðan koma peningarnir sem fara í styrkina, þá er lítið um svör, enda hvers vegna ættum við að vilja fá endalausa styrki.

Ef við getum ekki lifað í þessu gjöfula landi án utanaðkomandi styrkja, þá er bara eins gott að leggja landið niður.

Aldrei í ESB klúbbinn, drögum umsóknina strax til baka.

Hamarinn, 9.3.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einhvern tíma nefndi Össur líka, að hægt væri að fá styrk til að kosta umsóknina að ESB, þannig að styrkjahugsunarháttur Samfylkingarinnar nær nánast yfir allar mannlegar athafnir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband