Karl Th. bergmálar nýjasta áróður Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir er nú byrjuð að reyna að koma því inn hjá þjóðinni, að töfin á því að ná samningum um Icesave hafi nú þegar kostað þjóðina meira en sem næmi hugsanlegum ávinningi af því að ná "betri" samningi um "einhverja lækkun á vaxtagreiðslum" vegna þeirrar einkaskuldar, sem hún vill ólm koma yfir á skattgreiðendur.

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, bergmálar þennan áróður án þess að skýra hann nokkuð nánar, frekar en Jóhanna sjálf gerir í sínum málflutningi.  Í talsvert löngum pistli Karls Th., sem snýst að mestu um skammir á Vinstri græna, laumar hann inn einni málsgrein, sem  hljóðar svona: 

"Frá og með deginum í dag er það (aftur) forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná viðunandi samningum um IceSave. Töfin hefur þegar kostað okkur tugi milljarða í minni hagvexti, meira atvinnuleysi, hærri vöxtum og engum fjárfestingum, og valdið ómældu tjóni á brothættu sálarlífi þjóðarinnar."

Ekki standast þessar fullyrðingar mikla skoðun, því hagvöxtur jókst nokkuð á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, þó nú sé kominn í hann afturkippur, vegna tafa ríkisstjórnarinnar á að afgreiða það, sem að henni snýr, svo hægt sé að hefja uppbyggingu á sviði orkufreks iðnaðar, atvinnuleysi er heldur minna en spáð hafði verið að það yrði um þessar mundir, en þó er spáð miklu atvinnuleysi fram á árið 2012, algerlega óháð Icesave, vaxtaákvarðanir eru teknar af Seðlabankanum og vandséð hvernig þær ákvarðanir tengjast Icesave og fjárfestingar eru litlar, enda hefur ríkisstjónin ekki staðið við eitt eða neitt, sem hún skrifaði undir í stöðugleikasáttmálanum, sem menn eru nú farnir að kalla stöðnunarsáttmála, einmitt vegna svika ríkisstjórnarinnar.

Á þessu sést að engin innistæða er fyrir þeim áróðri, að allt sé hér stopp vegna tafa á Icesave, heldur er sú stöðnun sem nú ríkir, algerlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar vegna aðgerðaleysis hennar.

Allt það rúma ár, sem stjórnin hefur setið, hefur glumið söngurinn um að allt myndi lagast, þegar þetta eða hitt væri frágengið.  Það er búið að reka Davíð, það er búið að sækja um aðild að ESB, það er búið að skrifa undir stöðugleikasáttmála og það er búið að endurreisa bankana, að minnsta kosti að nafninu til.

Allt átti að fara að ganga vel í landinu, við hvern einasta af framangreindum áföngum, en aldrei hefur neitt gerst, því alltaf er hægt að nefna eitthvað nýtt, sem tefur. 

Nú er það Icesave.  Hvað verður það næst?


mbl.is Karl Th.: Töfin hefur þegar kostað tugi milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Veit ekki afhverju mér dettur alltaf í hug þessi vísa Lofts um ónefndan Vestmannaeying, Þegar minnst er á Karl TH...

Víst er Helgi vinur sára fárra.
Virtur lítt af sínum næstu grönnum
En útlitið er innrætinu skárra
er hann þó með skuggalegri mönnum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vísan er góð og mannlýsingin óborganleg.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hið sorglega er að þau virðast ætla að halda áfram á sömu braut.  Steingrímur og Jóhanna virðast ekki gera sér grein fyrir því að þjóðin var að lýsa vantrausti á vinnubrögð þeirra, sem þýðir bara það að það þurfa aðrir en þau að sjá um þetta mál héðan í frá.  Þjóðin treystir þeim ekki til að klára það á sómasamlegan hátt eða svo að vel fari.

Ef að töfin á afgreiðslu Icesave kostar okkur það sem Jóhanna og Karl Th. vilja vera láta, þá er rétt að halda því til haga að ábyrgðin er alfarið ríkisstjórnarinnar.  Klúðrið hófst þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við 1.febrúar 2009.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.3.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, þau skötuhjúin hafa ekki fært nein rök fyrir þessum áróðri sínum, en eins og þú segir, ef eitthvað væri að marka þetta, þá er það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og engra annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband