7.3.2010 | 18:22
Jonas Gahr Störe og Strauss-Kahn ljúa í takt
Jonas Gahr Störe lýgur því blákalt í blaðaviðtali, að hvorki Noregur né önnur norðurlönd standi í vegi fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og AGS, með því að neita að efna lánaloforð og tengja þau við þrælasamning við Breta og Hollendinga um Icesave.
Fýluráðherra þessi heldur því fram, að það eina sem standi í veginum, sé óvissa um hvort Íslendingar standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum, en þekki maðurinn ekki samninginn á han ekki að vera að tjá sig um hann og allra síst opinberlega. Það hefur aldrei annað staðið til, en að standa við íslensk lög og tilskipanir ESB um innistæðutryggingasjóði, en norðulöndin hafa dyggilega stutt við bakið á kúgurunum og meira að segja Strauss-Kahn hefur sjálfur sagt, að einmitt þess vegna vilji norðulöndin ekki standa við lánasamninga sína.
Nú síðast hefur Milliband, fjármálaráðherra kúgunarríkissins Bretlands sagt, að aldrei hafi verið ágreiningur um að Íslendingar ætluðu að standa við skuldbindingar innistæðutryggingasjóðsins, heldur hefði deilan snúist um hve mikið Bretar og Hollendingar gætu skattpínt Íslendinga vegna vaxta af skuld, sem skattgreiðendur eru ekki í ábyrgð fyrir.
Íslendingar eiga enga sérstaka kröfu á norðurlöndin varðandi þessi lán, þeir hinsvegar lofuðu að veita þau í tengslum við efnahagsuppbyggingu hagkerfisins hér á landi og ættu því að vera menn til að standa við orð sín.
Vilji þeir ekki veita þessi lán, eiga þeir að segja það og draga loforðin til baka.
Það væri stórmannlegra heldur en að vera síljúgandi, eins og Strauss-Kahn gerir fyrir hönd AGS.
VIÐBÓT:
Finnar eru meiri menn en lygni fýluráðherrann norski, því þeir viðurkenna samkvæmt þessari frétt, að lán Finna séu tengd við fjárkúgunartilraunir Breta og Hollendinga, en lán allra norðulandanna voru samþykkt sem einn "lánapakki".
Með þessari viðurkenningu er endanlega flett ofan af lygum fýluráðherrans Jonasar Gahr Störe, sem ætti að biðjast afsökunar á framkomu sinni.
Gahr Støre vísar gagnrýni Ólafs Ragnars á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, mikið assgoti ljúga þessir útlendingar allir saman og enginn skilur neitt nema við Íslendingar. Skil ekkert í þessu hvað allir eru tregir nema við! Hvernig stendur eiginlega á því að enginn skilur EES-samninginn nema ÓRG? Spyr sá sem ekki veit.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:35
Það skilja hann allir sem vilja.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.