Lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu talar gegn þjóðarhag

Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, lætur gamminn geysa við norska fréttavefinn E24! og lætur sér ekki einu sinni detta í hug, að tala máli íslenskra skattgreiðenda gegn fjárkúgun Breta og Hollendinga, sem þessi lausráðni starfsmaður hefur reyndar viljað, ekki bara beygja sig undir, heldur reynt á allan máta að sannfæra þjóðina um, að væru fyllilega réttmætar, þó allir viti og viðurkenni, að kúgunin á sér enga lagastoð, hvorki í íslenskum lögum, eða tilskipunum ESB.

Með því að merkja við NEI á kjörseðlinum á morgun er ekki eingöngu verið að afneita ríkisábyrgð á gamla Landsbankanum, sem var einkabanki, heldur líka því, að íslenskir skattgreiðendur ætli að taka á sig byrðar í framtíðinni vegna Íslandsbanka og Arion banka, sem ríkið hefur einkavætt á ný, en enginn veit hinsvegar hver á, en eru líklega aðallega erlendir vogununarsjóðir.

Væntanlega hefur enginn látið sér detta í hug, að ríkisábyrgð á þessum bönkum hafi fylgt með í kaupunum, þegar þeim var afsalað til þessara erlendu vogunarsjóða, en með því að samþykkja minnstu aðkomu ríkisins að uppgjöri þrotabús Landsbankans, er verið að setja fordæmi, sem einnig mun ná til þessara nýju einkabanka og starfsemi þeirra í framtíðinni, sem enginn getur séð fyrir núna, hver og hvernig mun verða.

Þess vegna má alls ekki gera neina samninga við kúgarana vegna Landsbankans, hvorki um að leggja hluta höfuðstóls eða nokkurra einustu vaxta á íslenska skattgreiðendur.  Þeim ber ekki, samkvæmt lögum og tilskipunum ESB, að greiða eina einustu krónu, ekki eina evru og ekki eitt einasta pund, vegna glæfrareksturs óábyrgra bankamanna, hvorki íslenskra né erlendra.

Þess vegna er þjóðaratkvæðagreiðslan einstakt tækifæri til að senda kúgurunum sjálfum og ekki síður almenningi í öðrum löndum, skýr skilaboð um það, að skattgreiðendur á Íslandi láti ekki traðka á sér, vegna einkaskulda, sem almenningi koma ekkert við.


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannfýlan gerði þetta aftur núna rétt áðan í beinni 10 mínútna útsendingu Bloomberg fréttaveitunnar og blikkaði varla auga hvað þá meira.Ninntist ekki einu orði á EES/ESB reglurnar og af hverju þjóðin væri að þessu heldur bara að fella samningin væri slæmt mál fyrir okkur og við ætluðum að borga??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er algerlega óskiljanlegt hvað fær þetta lið til að tala svona.  Að eiga að heita ráðherrar og gera ekki minnstu tilraun til að tala fyrir hagsmunum sinnar eigin þjóðar, er nánast siðlaust.

Gera hefði mátt ráð fyrir því, að nú þegar tugir erlendra fréttamanna eru staddir hérlendis, myndu ráðherrarnir reyna að útskýra fyrir þeim, hversvegna skattgreiðendur ætla ekki að láta kúga sig til að greiða svimandi háar skuldir og vexti fyrir einkafyrirtæki.

Ráðherrarnir ættu að skammast sín, hver og einn einasti.

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2010 kl. 11:12

3 identicon

Þetta er all rétt hjá þér og orð í tíma töluð því að það er jú örstutt í kosningar. Væri ekki réttast að þjóðin krefðist þjóðkosningar ( þjóðaratkvæðagreiðslu ) um hvort hún ætti að yfirleitt að gangast undir það að greiða skuldir bankanna með ríkisábyrgð. Úrslit kosninganna á morgun sýna þó vilja hennar en spurningin á einungis við um þessi lög og ábirgð á þeim. Úrslitin stöðva ekki frekari samninga.

Sigurður I (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Úrslit kosninganna koma ekki í veg fyrir frekari samninga, en ættu að verða skýr skilaboð um að skattgreiðendur hér á landi vilja ekki taka á sig hundruð milljarða vaxtagreiðslur af einkaskuldum.

Ríkisstjórn og samninganefndin ættu að skilja skilaboðin, ef kjörsókn verður góð og niðurstaðan algerlega afgerandi NEI.

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2010 kl. 11:53

5 identicon

Það er líka alveg óskiljanlegt, hvað fær þetta lið til að skrifa undir svona samning, ekki einu sinni heldur tvisvar.

Jón (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var af því að þeir "nenntu ekki að hafa þetta mál hangandi yfir höfði sér lengur" eins og Svavar Gestsson sagði eftir að hann og Indriði H. voru búnir að skrifa undir "glæsilega niðurstöðu" í Icesave I.

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2010 kl. 15:52

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Það veitti ekki af að lengja allverulega þann tíma sem ráðherraábyrgð gildir.  Nú eru þetta bara 3 ár og þess vegna alveg sama hvað ráðherrar gera á fyrsta ári kjörtímabils að hættan á því að vera dregnir til ábyrgðar er engin svo fremi sem viðkomandi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið.  Ég er ansi hræddur um að á næstu árum, að ég tali nú ekki um komandi kynslóðir, þá muni aðgerðir og orð núverandi ráðherra verða túlkuð sem að þau hafi í besti falli verið á mörkum þess að teljast landráð.  Skaðinn sem núverandi ráðherrar hafa valdið er þegar orðinn allnokkur og á án efa eftir að verða meiri.

Það að Jóhanna og Steingrímur (og eflaust fleiri úr ríkisstjórninni) ætli ekki að mæta á kjörstað á morgun er móðgun við kjósendur í landinu.  Skilaboðin eru þau að við eigum ekki að mæta næst á kjörstað þegar þau óska eftir atkvæðum okkar.  Aldrei hélt ég að til þess kæmi að lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn hér á landi ætluðu að hunsa lýðræðislegar kosningar.

Í Icesavemálinu þá hefðu allir stjórnmálaflokkar þurft að standa saman frá byrjun og koma fram sem ein rödd út á við.  Icesavemálið er milliríkjadeila og það er afar fátítt meðal þjóða heimsins að land sem á í milliríkjadeilu við annað land sé ekki einhuga og vinni að hag síns lands sem mest og best er hægt við þær aðstæður sem uppi eru.  Steingrímur og Vinstri-Grænir misskildu algjörlega hlutverk sitt.  Þetta var og er ekkert einkamál hans og eftirlauna stjórnmála- og embættismanna af vinstri vængnum.

Stöndum saman sem þjóð á morgun og fjölmennum á kjörstað og tryggjum afgerandi niðurstöðu.  Segjum NEI.

Jón Óskarsson, 5.3.2010 kl. 16:30

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt Jón, að maður er algerlega gáttaður á þessum ráðherrum.  Þeir hafa sjálfir talað fjálglega um að auka lýðræðið, t.d. með því að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur um ýmis mál af stærri gerðinni, en svo þegar kemur að fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni, þá reyna ráðherrarnir að gera lítið úr henni, tala hana niður á allan hátt og lýsa svo yfir að þeir ætli sjálfir að sitja heima og hunsa kosninguna.

Svona tala þeir í örvæntingu sinni, til þess að reyna að fá fólk til að sitja heima, því eftirá gætu þeir túlkað lélega kjörsókn, sem stuðning við sinn málsstað, því niðurstöður kosninga geta stjórnmálamenn alltaf túlkað sér í hag.

Bráðnauðsynlegt er, að talsverður meirihluti kjósenda mæti á kjörstað og helst þyrfti niðurstaðan að verða samhljóma:  NEI.

Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband