4.3.2010 | 13:33
Mikilvægt að kynna lagalega stöðu málsins
Nú þegar fjölmiðlamenn víða að úr heiminum eru samankomnir hérlendis til þess að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn, er mikilvægt að stjórnvöld og aðrir kynni vandlega lagalega hlið Icesavemálsins til þess að sá misskilningur leiðréttist að Íslendingar ætli ekki að standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar.
Alþjóðlegar skuldbindingar Íslands varðandi Icesave felast í því einu, að hafa sett lög um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, sem er sjálfseignarstofnun og bankarnir keyptu sér tryggingar hjá, eins og hverju öðru tryggingafélagi. Tryggingin sem bankarnir keyptu hljóðaði upp á það, að sjóðurinn myndi tryggja hverjum innistæðueiganda að lágmarki 20.887 evra greiðslu, færu bankarnir á hausinn og samkvæmt tilskipunum ESB er í raun bannað að veita slíku tryggingafélagi ríkisábyrgð á skuldbindingum sínum.
Nú þegar tryggingasjóðurinn er í raun gjaldþrota og getur ekki staðið við útgreiðslu á lágmarkstryggingu vegna Icesave reikninganna, á sjóðurinn forgangskröfu í þrotabú landsbankans, en ekki á íslenska skattgreiðendur. Smátt og smátt mun sjóðurinn fá sínar greiðslur frá þrotabúinu og geta þar með lokið við að greiða út þá fjárhæð, sem Landsbankinn var búinn að kaupa sér tryggingu fyrir. Eftir því verða Bretar og Hollendingar að bíða, en geta ekki gert íslenska ríkisborgara að skattaþrælum sínum, vegna fáráðlegs rekstrar einkabanka.
Þetta þarf að útskýra vel fyrir hinum erlendu fjölmiðlamönnum, en óvíst er að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu þeir réttu til þess, miðað við ræfildóminn í kynningarmálunum fram að þessu.
Mikill áhugi erlendra miðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel
Já það er spurning hver getur sagt sannleikan ekki veit stjórnin hvað sannleikur er það er spurning hvort einhver úr stjórnar andstöðunni kann með sannleikann að fara og tali skírt fyrir þjóðina.
Jón Sveinsson, 4.3.2010 kl. 14:01
Það er alveg spurning hvort nokkur stjórnmálamaður sé heppilegur í hlutverkið. Líklega væri best að tefla fram helstu lögspekingum þjóðarinnar, sem mikið hafa varið málstað Íslendinga gegn ofsóknum Breta og Hollendinga. InDefence hefur líka staðið sig vel í baráttunni og svo væri hægt að benda á nokkra aðila, sem blogga hérna á mbl.is reglulega.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.