Nefndin lætur Breta spila með sig áfram

Íslenska "samninganefndin" um skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem Bretar og Hollendingar vilja koma á skattgreiðendur hérlendis, hefur verið eins og Jó-Jó milli Íslands og Bretlands og þotið yfir hafið, hvenær sem Bretar hafa látið skína í, að kannski og einhverntíma myndu þeim þóknast að tala við hana.

Nefndin hefur beðið úti í London síðan fyrir síðustu helgi og vonast eftir því að fjárkúgaranir myndu hringja og láta vita hvar ætti að afhenda töskuna með lausnargjaldinu, en án árangurs og hugði því að heimferð í fyrramálið.

Þá láta Bretar henni berast þann orðróm, að verið gæti að þeir myndu láta svo litið að eyða í hana nokkrum orðum á morgun og þá er heimferðin slegin af, samstundis í samræmi við þá þrælslund, sem einkennt hefur öll samskipin við ofbeldismennina, sem ætla sér nú að plata Jöhönnu og Steingrím J. til að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni með því að gefa í skyn, að þeir væru ef til vill tilbúnir til að slá eitthvað af vaxtaokri sínu af ólöglegri fjárkúgunarkröfu.

Þó málið sé ekki hlægilegt í heild sinni, er þó fyndið að Jóhanna og Steingrímur J. snúast eins og skopparakringlur kringum kúgara þjóðarinnar og vilja allt gera til að þóknast þeim.

Þetta eru alvarleg einkenni um Stokkhólmsheilkennið.


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hvaða heigulsháttur er þetta?Er þetta rétta samningaleiðin?

Það er greinilegt,að ríkisstjórnin og samninganefndin eru ekki vön samningum.Á þeirri stundi sem þau hafa allt í hendi sér,eru þau tilbúin að fórna því,bara til þess að geta slegið af atkvæðisgreiðsluna.

Það eina rétta,sem á að gera er að samninganefndin komi heim,og láti Breta og Hollendinga eyða einhverju af sínu skotsilfri og njóti flugferðar til Íslands,og þá með eitthvað í pokahorninu.Það þarf að vera svo mikið, að þeir þurfi að borga yfirvigt,annars hafa þeir ekkert erindi.

Ef ríkisstjórnin ætlar að koma í veg fyrir atkvæðigreiðslu,ættu fólk ekki aðeins fylla Austurvöllinn með mótmælum,heldur allan miðbæinn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.3.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er ekki allt eins gott að það náist að semja fyrir laugardag eða eftir laugardag?? Ég sé ekki að við náum eitthvað miklu betri samning eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allra síst ef ekki næst að semja strax á næstu tveimur vikum eftir kosninguna, meða eitthvað 'momentum' er í kringum þetta mál. Svo fjarar athyglin út og B og H eru ekki í neinni tímapressu eftir það.

Eða vill Nei-liðið bara alls ekki semja? Heldur hvað??

Skeggi Skaftason, 2.3.2010 kl. 23:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skeggi, ekki get ég svarað fyrir allt Nei liðið, en mín skoðun er sú, að það eigi alls ekki að semja um eitt eða neitt við Breta og Hollendinga.  Þeir eiga enga kröfu á íslenska skattgreiðendur, en þeir eiga kröfu á Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og eiga að snúa sér þangað.

Sjóðurinn á að tryggja 20.887 evrur á hvern innistæðureikning og þar sem hann á ekki laust fé fyrir því, á hann forgangskröfu í þrotabú Landsbankans og Bretar og Hollendingar verða einfaldlega að bíða á meðan sjóðurinn innheimtir þá kröfu.

Ríkissjóður, sem er umboðsmaður skattgreiðenda, á enga aðild að þessu máli, samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum ESB.

Málið er ekki flóknara en þetta í mínum huga.

Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2010 kl. 01:06

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Axel, veistu af hverju þrotabú Landsbankans liggur með 200 milljarða á nánast engum vöxtum á reikningi hjá Seðlabanka Bretlands? Það er af því að Landsbankinn skuldar nánast öllum stórum bönkunum í Bretlandi. Þeim skuldum var ýtt aftur fyrir venjulegar innistæður með neyðarlögunum. Bankinn óttast að leggi þeir einhvers staðar inn peningana utan Seðlabankans verði þeir hirtir uppí skuldir.

 Í mínum huga virðast Nei-arar hugsa:

- Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að við settum hér neyðarlög og færðum innistæður framfyrir skuldabréf í kröfuröð á þrotabú bankanna, og látum þannig erlenda banka taka mestan skellinn af falli bankanna.

 - Aðrar þjóðir eiga að sýna því skilning að íslenskir innstæðueigendur fái sínar bankainnstæður 100% bættar, hvort sem er 10 milljónir, 100 milljónir, krónur eða gjaldeyrisreikningar.

- Aðrar þjóðir eiga að koma okkur til hjálpar og lána (AGS, Norðurlönd o.fl.) til að ríkissjóður fari ekki í greiðsluþrot og reyna megi að viðhalda íslensku krónunni, a.m.k .um sinn.

- Þegar kemur að Icesave, 300.000 manns sem treystu íslenskum banka fyrir peningunum sínum, eiga aðrar þjóðir barasta að gjöra svo vel að "fara með málið fyrir dóm".

Skeggi Skaftason, 3.3.2010 kl. 09:13

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Axel, þú segir:

Sjóðurinn á að tryggja 20.887 evrur á hvern innistæðureikning og þar sem hann á ekki laust fé fyrir því, á hann forgangskröfu í þrotabú Landsbankans og Bretar og Hollendingar verða einfaldlega að bíða á meðan sjóðurinn innheimtir þá kröfu.

Þú hefur ekki lesið direktívið vandlega. Þar segir að sjóðurinn eigi að tryggja 20.887 Evrur. Ríkið er ekki ábyrgt EF hann getur það, sem má gagnálykta ða ríkið ábyrgt geti sjóðurinn ekki ábyrgst lágmarkið.

Skeggi Skaftason, 3.3.2010 kl. 09:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skeggi, direktívið segir að ef stofnaður hafi verið tryggingasjóður, verði ekki hægt að ganga að ríkissjóðum vegna innistæðutrygginganna. 

Ef ríkið hefði átt að vera ábyrgt samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum ESB, af hverju þarf þá að samþykkja sérstök lög um það núna, að gera ríkissjóð ábyrgan?

Þú þyrftir að lesa ditektívið betur yfir og þar á eftir álit allra helstu lagaspekinga innanlands, flestra erlendra sem hafa kynnt sér málið, að ekki sé talað um álit þess, sem átti þátt í að semja sumar tilskipanir ESB, en hann fullyrðir að aldrei hafi verið ætlast til að ríkissjóðir væru ábyrgir fyrir innistæðusjóðunum.

Það eru hreint ekki eingöngu NEI-arar á blogginu, sem halda rétti íslenskra skattgreiðenda á lofti og berjast fyrir honum.  Það hljóta allir að gera, sem vilja að lög og regla gildi í landinu og að ekki sé troðið á réttindum skattgreiðenda, sem enga aðild eiga að þessu máli.

Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband