Hvenær ætla stjórnvöld að vakna?

Nú eru 17.597 manns á atvinnuleysisskrá og hefur fjölgað um 2.268 frá áramótum.  Með sama áframhaldi verða yfir 20.000 manns orðnir atvinnulausir áður en maímánuður gengur í garð.

Ekkert bólar á aðgerðum ríkisstjóranarinna í atvinnumálum, en enginn er að ætlast til að hún skapi vinnu fyrir allt þetta fólk, en hún getur gripið til ýmissa aðgerða til þess að auka trú og getu einkafyrirtækja til alls kyns framleiðslustarfa og lágmarkskrafa væri, að hún hætti að flækjast fyrir og tefja þær fáu stórframkvæmdir, sem vilji er til að hefja, en einstakir ráðherrar barist gegn með öllum ráðum.

Í landinu ríkir alger stöðnun og raunar afturför og nánast það eina sem kyndir undir verðbólgunni eru stjórnvaldsaðgerðir, aðallega skattahækkanabrjálæði.  Við álíka aðstæður annarsstaðar, t.d. í Lettlandi er verðhjöðnun, enda ekkert sem kyndir undir eftirspurn eftir vörum og þjónustu þar, frekar en hér.

Einu framkvæmdirnar sem ríkinu dettur í hug að ráðast í við þessar aðstæður, eru nýtt sjúkrahús og Vaðlaheiðargöng.  Bygging sjúkrahússins gæti í fyrsta lagi hafist eftir þrjú ár og leysir því engan bráðavanda og Vaðlaheiðargöng verða afar dýr framkvæmd, sem mun skila tiltölulega fáum störfum, enda verða starfsmennirnir sennilega aðallega innfluttir, sérhæfðir starfsmenn í gangnagerð.

Ef ríkisstjórnin vaknar ekki fljótlega, munu hennar örlög verða að deyja vöggudauða.


mbl.is 39 sagt upp í hópuppsögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver hissa, ég bara spyr? Það var virkilega "sniðugt" útspil hjá ríkisstjórninni að hækka álögur á fyrirtæki (tryggingargjald) til að koma á móts við þurrausinn atvinnuleysistrygginarsjóð en áttuðu sig ekki á því að mörg fyrirtæki þurftu að bregðast við þeim álögum með uppsögnum sem þýðir að það fólk þarf eðlilega að fara á bætur á meðan það er að leita sér að nýju starfi. Þannig að vítahringurinn var fullkomnaður og álagshækkunin eflaust ekki skilað miklu í kassann til ríkisins. Það sama má segja um hækkun á skatti hjá einstaklingum, hvað gerðist, jú einstaklingar sem hugsanlega höfðu eitthvað svigrúm til að kaupa eitthvað og hjálpa til við að draga vagninn og byrja að snúa atvinnulífinu hægt í gang, drógu eðlilega allt í land og hringrás atvinnulífsins koðnar enn meira niður. Mjög "sniðugt".

Margrét (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt Margrét, það sem ríkisstjórnin hefur gert, er allt til stórskaða.

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband