2.3.2010 | 12:26
Jóhanna og Steingrímur J. eru ótrúleg
Afstaða Jóhönnu og Steingríms J. til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um núgildandi Icesavelög, sem fram á að fara á laugardaginn, er gjörsamlega ótrúleg og raunar algerlega óskiljanleg.
Þau leggja alla áherslu á, að láta undan þeirri kröfu kúgaranna, að samþykkja nýjan "Icessavesamning" á næsta sólarhring, eingöngu til þess að geta hætt við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Bretar, Hollendingar og ESB í heild sinni óttast meira en nokkuð annað.
Þessi ótti byggist á því að neitun íslenskra skattgreiðenda við því, að láta neyða sig í skattaþrældóm erlendra kúgunarþjóða vegna ólöglegrar nauðungar á yfirtöku skulda, sem þeim koma ekkert við, þeir hafa ekki gefið umboð til að væri stofnað til og ekki notið neinna hlunninda vegna, heldur þvert á móti þurft að taka á sig atvinnuleysi, skattahækkanir og skert lífskjör vegna óábyrgrar stjórnunar á einkafyrirtækjum.
Ef ríkisstjórninni dytti í hug að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni, eða fella lögin um hana úr gildi, verður að mótmæla slíku með öllum ráðum.
Íslendingar geta skrifað sig á spjöld sögunnar með góðu fordæmi í baráttunni gegn ólögmætum kröfum vegna skulda óreiðumanna og mega ekki láta það tækifæri ganga sér úr greipum.
Áfram fundað í Lundúnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þjóðaratkvæðagreiðslan verður höfð af okkur með ofbeldi ...verður svarað í sömu mynt.
corvus corax, 2.3.2010 kl. 12:34
Ég vil fá að kjósa hvort sem það verði um efnið sem kjósa á um á laugardag eða ef nýr samningur lýtur dagsins ljós.
kidda (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 12:38
Þeim skal ekki verða sú kápan úr klæðinu ef þetta verður stöðvað frestað eða hvað þau vilja kalla þetta. Þá verður mætt öllum slíkum tilburðum af mikilli hörku. ÞAU SKULU EKKI DIRFAST AÐ REYNA AÐ HAFA FULLVELDIS RÉTTINN AF FÓLKINU!.
Elís Már Kjartansson, 2.3.2010 kl. 15:08
Sanniði til, atkvæðagreiðslunni verður fyrst frestað um viku og síðan verður hún blásin endanlega af. Það virðist vera það skelfilegasta sem allar ríkisstjórnir Evrópu geta hugsað sér, þ.m.t. sú íslenska, að skattgreiðendur í nokkru landi fái að láta álit sitt í ljós á ólöglegum kúgunum, hvort sem það er þessi, eða einhver önnur.
Þeir sem mest prédika um lýðræði, gagnsæi og opna stjórnsýslu, óttast lýðræðið meira en nokkuð annað.
Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2010 kl. 15:24
Bravó Axel!
Magnús Óskar Ingvarsson, 2.3.2010 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.