Látið heimili fólks í friði

Svokölluð Vakningalest Nýs Íslands ekur um bæinn á laugardagsmorgnum með gjallarhorn og hvetur bæjarbúa til þess að mæta á kröfufundi samtakanna á Austurvelli, sem haldnir eru klukkan 15:00 á Laugardögum. 

Allt er það nú gott og blessað, en hins vegar er óskiljanleg frekja og óskammfeilni af þessum aðilum að mæta eldsnemma morguns við heimili stjórnmálamanna og annarra og vekja heimilsfólk upp með látum, væntanlega ásamt nágrönnum, til þess að "bjóða" þeim að mæta á mótmælafund síðdegis þann daginn.

Stjórnmálamenn, eins og aðrir, eiga kröfu til einkalífs og heimili fólks er friðhelgt, þannig að þessi hegðum Nýs Íslands, er algerlega á skjön við allt almennt siðferði og á sér beina samsvörun við athafnir þeirra óþokka, sem ráðast að heimilum fólks að næturlagi og skvetta málningu á þau, eða skemmir bíla heimilismanna, með málningarslettum og lakkrispum.

Verk Steingríms J. og annarra hafa iðulega verið harðlega gagnrýnd á þessu bloggi, en það gefur enga heimild til þess að ráðast að fólkinu innan veggja heimila þess og hvað þá til að láta slíka gagnrýni beinast að mökum þeirra, börnum og nágrönnum.

Svona innrásir í einkalíf fólks lýsa engu öðru en spilltu hugarfari á háu stigi og er ekki leið til að afla málstað Nýs Íslands samúðar, eða stuðnings.


mbl.is Vöktu Steingrím J. Sigfússon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

Þessi mótmæli eiga fullann og allan rétt á sér, þótt svo að Steingrímur sé heima hjá sér þá er líka fjármálaráðherra landsins þegar hann er þar, honum býðst ekki sá lúxus að skilja titilinn eftir á skrifstofuni þegar hann fer heim. Ég fæ engan frið fyrir innheimtumönnum, rukkurum og lögfræðingum heima hjá mér, honum er enginn vorkunn.

Þessi stífi hugsunarháttur eldri kynslóða um hvernig eigi að mótmæla er blessunarlega á undanhaldi, vissulega ber að sýna tilhlýðilega virðingu gagnvart náunga sínum en þrælslund og þrælsótti er að hverfa sem betur fer. Ef að pólitíkusar eru ekki að standa sína plikt þá eiga þeir að finna að þeir eru ekki stikkfrí heima hjá sér frekar en aðrir.

Skríll Lýðsson, 27.2.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú varla hægt að líkja saman rukkurum, sem eru að innheimta lögmætar skuldir, sem skuldarinn hefur sjálfur skrifað uppá, væntanlega allsgáður og með fullri rænu og ráði, og árásum mótmælenda á heimili stjórnmálamanna, sama hvar í flokki þeir standa.

Mótmæli gegn stjórnmálamönnum og öðrum, sem beinast að störfum þeirra, eiga að fara fram við vinnustaði þeirra, annaðhvort framan við Alþingi, Stjórnarráðið eða annarsstaðar, þar sem viðkomandi hefur starfsstöð sína.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

Maðurinn skrifaði uppá að verða opinber persóna, ófullur býst ég við og með réttu ráði. Þetta fylgir.

Skríll Lýðsson, 27.2.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heimilið er jafn friðhelgt eftir sem áður.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 16:42

5 Smámynd: Skríll Lýðsson

allsendis ósammála þér

Skríll Lýðsson, 27.2.2010 kl. 17:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur hver sína skoðun, eftir því hvernig hann er innréttaður.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband