Reynir að lappa upp á "vörumerkið"

Jóhannes í Bónus hefur brugðist fljótt við birtingu skoðanakönnunarinnar, þar sem 80% svaremda lýstu sig andvíga þeim fyrirætlunum Arion banka, að veita honum sjálfum 10% forkaupsrétt að hlutabréfum Haga og öðrum, í kringum hann, 5% forkaupsrétt til viðbótar.

Til mikillar óheppni fyrir Jóhannes birti sjónvarpið í kvöldfréttum sínum útskýringu á því hvernig þeir Bónusfeðgar hafa spilað með annarra manna peninga í Matador spili sínu með Haga, en upphaflega átti eignarhaldsfélag feðganna, Gaumur, Baiug, sem aftur átti Haga, en seldi félagið rétt fyrir hrun til nýs félags Jóns Ásgeirs í Bónusi, 1998 ehf., sem fékk af því tilefni lánaða 30 milljarða króna frá Kaupþingi til að forða feðgunum frá því að taka á sjálfa sig tap vegna Baugs, sem var lýstur gjaldþrota nokkru síðar.

Jafnframt kom fram í sjónvarpsfréttinni að í haust myndi 10 milljarða króna kúlulán falla á Gaum, sem auðvitað er orðinn eignalaus, eins og öll önnur félög feðganna, sem orðið hafa gjaldþrota, enda líklegt að Gaumur verði lýstur gjaldþrota fljótlega.

Jóhannes segir í yfirlýsingu sinni, að hann  muni halda áfram að bera hag almennings fyrir brjósti, en sagan sýnir að eigin hagur hefur verið mest borinn fyrir brjósti, enda hefur ekki svo mikið sem ein króna faliið á þá feðga, þrátt fyrir hundruð milljarða króna töp, sem þeir hafa skilið eftir sig í gjaldþrotasögu sinni.

Jóhannes segist fá klapp á bakið og bros frá viðskiptavinum sínum í búðunum.  Það eru væntanlega fulltrúar þessara 20% svarenda, sem voru honum hliðholl í skoðanakönnunni og eru sennilega tilbúin til að styðja feðgana áfram á gjaldþrotabrautinni.


mbl.is Segir viðmót viðskiptavina Haga annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

" Jóhannes segist fá klapp á bakið og bros frá viðskiptavinum sínum í búðunum. " Aumingjans karlinn, ekki fær hann klapp á bakið né rós í hnappagat frá mér, væri ekki betra að láta þessa menn skila til baka því sem þeir hafa bruðlað út úr lánastofnum og almenningur síðan að gjalda fyrir

Aðalsteinn Tryggvason, 23.2.2010 kl. 20:48

2 identicon

það eru komin nokkur ár síðan ég hætti að versla við menn sem vilja ekki samkeppni

svo einfalt er það

Maggi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband