Hortugir Hollendingar

Þegar gengið er til samninga um eitthvað, leggja aðilar fram ítrustu kröfur í upphafi og setjast síðan niður og a.m.k. reyna að ná samningum, sem báðir aðilar geta sætt sig við, eða eru báðir standa upp frá borðum með samning, sem hvorugur er fyllilega sáttur við.

Nú berast þær fréttir frá Hollandi, að þarlend yfirvöld vilji að Íslendingar fallist á þeirra tilboð, a.m.k. í grundvallaratriðum, annars komi ekki til greina af þeirra hálfu, að koma til frekari viðræðna um málið.

Svona hortugheit getur enginn sætt sig við og eina svarið til Hollendinga er, að þar með sé öllum viðræðum slitið af hálfu íslenskra yfirvalda, enda sé málið ekki þeim viðkomandi að einu eða neinu leyti samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum ESB. 

Í fullri vinsemd má benda þessum hrokagikkjum á, að eftir að kjósendur hafa hafnað með afgerandi hætti að staðfesta þrælalögin um ríkisábyrgð á fyrri fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga, geti þeir snúið sér til rétts viðsemjanda, sem er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta og er sjálfseiganrstofnun með dómþing í Reykjavík.

Verði þeir ekki ánægðir með þau svör, verða þeir annaðhvort að láta málið niður falla, eða leita réttar síns fyrir íslenskum dómstólum.

Til þess að það sé hægt, verða stefnendur að vísa til laga, sem þeir telja að hafi verið brotin, en það mun reynast erfitt í þessu tilfelli.


mbl.is Ísland fallist á forsendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algerlega rétt hjá þér. Ef þeir vilja ekki tala við okkur, nú, þá verða þeir bara að borga fyrir þetta, eða lögsækja okkur. Sjáum svo hversu tilbúnir þeir eru til þess.

Erlingur (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Málið er dautt

klárum þjóðaratkvæðagreiðsluna

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.2.2010 kl. 11:40

3 identicon

Moggin keipti þessa könnun Hver eru tengsl MMR og moggans ég trúi því ekki menn sjá ekki í gegnum svona bull tæplega 1000 mans svöruðu spurningu sem var stöðluð

ef almenningur væri sammála þessu væri hundraðþúsund mans ekki að versla hjá Jóhannesi

Bubbi (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bubbi, þú ert greinilega ekki að setja þessa athugasemd við rétta bloggfærslu, en eftir sem áður lýsir þú sjálfum þér, sem mesta sérfræðingi veraldar í gerð skoðanakannana, því jafnvel í milljónaþjóðfélögum er talið nóg, að spyrja 1000 manns í svona skoðanakönnunum.

Þú gagnrýnir að spurningin hafi verið stöðluð.  Hvernig myndi sérfræðingur eins og þú setja spurninguna fram?

Axel Jóhann Axelsson, 23.2.2010 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband