Svik við þjóðina - ef satt reynist

Vegna þeirra frétta, að Bretar og Hollendingar séu að setja saman tilboð um þá einu breytingu á samningjum um Icesave, að breytilegir vextir komi í stað fastra vaxta, segir mbl.is að stjórnarandstöuna sé farið að gruna, að fóstbræðurnir Steingrímur J. og Indriði H. séu komnir í einkaviðræður við kúgarana og það á bak nýju samninganefndarinnar.

Sé þetta rétt, eru þetta þvílík svik við þjóðina, að Steingrímur J. á engan annan kost, en að segja af sér embætti tafarlaust og að sjálfsögðu taka Indriða H. með sér út í ystu myrkur íslenskrar stjórnmálasögu.

Vissulega komu fréttirnar af "tilboði sem Íslendingar geta ekki hafnað" á óvart, eftir viðræðurnar sem samninganefndin hafði átt við fjárkúgarana í vikunni, en að hinir þrælslunduðu fóstbræður, Steingrímur J. og Indriði H. væru á bak við þetta útspil, er reyndar svo ótrúlegt, að því verður ekki trúað fyrr en í fulla hnefana.

Steingrímur J. hlýtur að sverja þetta af sér strax, en geri hann það ekki og í ljós kæmi, að fótur væri fyrir þessum grun, ætti hann sér engrar uppreisnar von hjá þjóðinni.

Þetta er svo alvarlegt mál, að upplýsa verður það strax í dag.


mbl.is Grunur um leynimakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Steingrimur og Indriði töluðu saman í síma.það þoldi ekki Sigmundur.Sigmundur er hrokafullur bjáni sem heldur að hann geti haft þetta allt í hendi ser.

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 08:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki finnst mér neitt skorta á hrokann í þessari athugasemd þinni, Árni Björn.

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 08:38

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sigmundir hefur ekkert haft fram að færa í þessum umræðum síðust mánuði bara sagt ó möguleg ríkisstjórn. Sigmundur hefði aldrei átt að fara í stjórnmálinn hann hefði verið betur settur í Hawiland bankanum að telja peningana  hans pabba síns.

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 09:04

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Axel - bæði í umfjöllun og svari.

Maðurinn með þurrafúann á þurrkloftinu sem og skattriði virðast vera á sovétlínunni í öllum sínum störfum -

leynimakk - skattpíningar - flokksofbeldi og sjálfsdýrkun - enginn frýr þeim vits en innræti þeirra og skoðanir eru okkur ekki til framdráttar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 09:06

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

förum og kjósum um helgina - stöndum saman og segjum nei

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 09:20

6 identicon

Flokksofbeldi hefur verið stundað af SjálfstæðisFLokknum, öðrum flokkum fremur. Sjáið bara hvert stjórnun þeirra leiddi okkur, beint í efnahagshrun af yfirstærð.

Rósa (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 11:25

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rósa, meint svik og purkur Steingríms J. og Indriða H. koma Sjálfstæðisflokknum ekkert við.  Þar að auki var einkafyrirtækjum landsins ekki stjórnað af ráðherrum, Alþingismönnum eða ráðuneytisfólki, svo þessar vitlaustu kenningar þínar standst bara ekki nein rök, enda setur þú ekki fram nein.

Þetta er bara sama öfgaruglið og vinstra lið af sama sauðahúsi og þú og Árni Björn hafa verið að fylla bloggið af á undanförnum mánuðum, sjálfum ykkur til minnkunar.

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 12:13

8 Smámynd: corvus corax

Það ætti ekki að vefjast fyrir Steingrími Joð að fara með svik og flærð gagnvart þjóðinni. Hann er búinn að stunda það síðan hann varð fjármálaráðherra. Ég minni enn á týndu skjaldborgina um heimilin og þjónkun Steingríms Joð og Jóhönnu Sig við spillingar- og peningaöflin sem komu okkur á hausinn.

corvus corax, 20.2.2010 kl. 12:23

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Steingleymir er ekki kommi fyrir ekki neitt, hans skítlega eðli, druslu og gunguháttur er æ oftar að birtast í sinni réttu mynd.

Sævar Einarsson, 20.2.2010 kl. 12:55

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Burt með þessa landráðastjórn strax. Við verðum að fá þjóðstjórn óháða flokksræði, einkavinavæðingar og spillingar.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 13:26

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður Haraldsson, ertu ekki að rugla saman hugtökum?  Þátttaka allra flokka á Alþingi eru kallaðar þjóðstjórnir, en stjórnir sem væru alfarið skipaðar mönnum, sem ekki ættu sæti á þinginu, væru kallaðar utanþingsstjórnir.

Burtséð frá því, þá finnst mér þetta allt of mikil alhæfing hjá þér.  Það er ágætt fólk í öllum flokkum, þó maður sé ekki sammála því í pólitíkinni.  Ásæðulaust að kalla alla þingmenn glæpa- og spillingarlýð.  Það er fjarri öllu sanni, flestir ef ekki allir vilja vel, en eru bara mismunandi af guði gerðir.

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 13:39

12 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Eg veit að þið vitið betur og eigið bara játa syndirnar.Eg held eg hafi verið í Sjálfstæðisflokknum í 15 ár og er enþá stuðningsmaður einkaframtaks.Enda hef eg rekið mitt eigið fyrirtæki síðan 1974.Eg hef skoðað hina flokkana og komist að þvi í hverskonar klíku þjóðfélagi við búum í.Eg er mikill evrópu sinni og gekk í www.sterkaraísland.is Sjálfstæðismenn eiga að skammast ´sýn og framsókn ,en þessir menn  bara kunna ekki að skammastsýn.Það þarf byltingu.

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 13:43

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni Björn, þú segir að Sjálfstæðismenn ættu að skammast sín, en ert bæði flokksbundinn og nýgenginn í óþjóðlegustu samtök, sem fram hafa komið innan flokksins. 

Ég er stoltur Sjálfstæðismaður og hef verið það í áratugi og alger andstæðingur ESB og það er margyfirlýst stefna flokksins, sem samþykkt hefur verið á öllum þeim landsfundum, sem ég hef setið.

Þú segist hafa rekið fyrirtæki frá 1974 og varla hafa ráðherrar, þingmenn og ráðuneytisfólk verið með þér í þeim rekstri.  Fyrst þér hefur tekist að reka fyrirtækið svona lengi, hefur þú ekki farið út í þá vitleysu, sem viðgekkst í baka og útrásarruglinu, en því rugli var stjórnað af mönnum, sem höfðu nákvæmlega sama frelsi til að reka sín fyrirtæki og þú hefur haft.

Munurinn er sá, að þú hefur þá rekið fyrirtækið af skynsemi, en hinir ekki.

Hvorug rekstraraðferðin kemur Alþingi, ráðherrum eða ráðuneytum nokkuð við. 

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 14:00

14 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mikið yrðu skrif á blogginu málefnalegri ef fólk fetaði í fótspor þín Axel.

Upphrópanir og svívirðingar um hópa fólks eru undarlegar - sjálfur er ég sekur um ljót orð um sjs og js og tel mig hafa nógu mikið af upplýsingum til þess að styðja þau orð.

Vissulega eru þingmenn upp til hópa venjulegt fólk sem vill láta gott af sér leiða - leiðir og upplag er hinsvegar mismunandi. "glæpa og spillingarlýður"????

Ein spurning - hver kaus þetta fólk á þing ???  Jú - við gerðum það.

Ef þetta er úrvalið sem fær þessa einkun hjá fólki - hvað má þá segja um okkur hin????

Rósa - svona tal ætti ekki að vera þér samboðið en þú veist jú væntanlega hvar þín sjálfsvirðing liggur - ef einhver er.

Vald Sjálfstæðisflokksins náði ekki til íbúðakaupenda í Florida þar sem vandræðin hófust og enn síður réði Sjálfstæðisflokkurinn falli Lehmannsbanka - það er mikið ofmat á valdi flokksins.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 14:08

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Axel utanþingstjórn átti það að vera en í henni geta valist flokksbundnir menn að hluta vegna þess að sem betur fer eru enn menn á þingi sem geta unnið fyrir almennig en sú stjórn má ekki vera með þeim flokksræðisháttum sem hér hafa tíðkast.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:14

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel sem betur fer eru menn á alþingi sem við getum treyst og það í öllum flokkum hef aldrei haldið öðru fram en það er flokksræðið sem ekki virkar! Það geta allir séð á ástandinu, ofurlaun, menn að koma til baka sem stálu af okkur og fá afskriftir um leið halda fyrirtækjum sínum, einkavinavæðing, lygar, leynimakk og valdhroki. Þess vegna verðum við að fá breytingar strax.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:20

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, ég held að það séu ekki flokkarnir, ekki einu sinni ríkisstjórnarflokkarnir, sem standa á bak við svínaríið, sem nú virðist grassera í fjármálalífinu.  Það eru fyrst og fremst skilanefndir bankanna, sem virast geta hagað sér eins og þeim sýnist, enda virðist enginn hafa vald til að skipta sér af störfum þeirra, ekki einu sinni launagreiðslum þeirra til sjálfra sín. 

Tveir bankanna, Íslandsbanki og Arion banki eru orðnir einkabankar að nýju, þó enginn viti hver á þá, og í þessum bönkum hefur aðallega verið að grassera ýmislegt undarlegt við afhendingu fyrirtækja til gömlu útrásarrugludallanna, sem komu þjóðinni í verri kreppu, en annarsstaðar ríkir.  Arion banki fer greinilega fremstur í flokki í þessari "uppstokkun" í atvinnulífinu og treystir best þeim, sem töpuðu mestu mestu í fyrri umferð leynimakks og sukks bankanna.

Ég er ekki viss um að nú séu stjórnmálamenn svo mikið viðriðnir sukkið og svínaríið, þó sumir þeirra hafi látið glepjast í "lánaærinu", eins og svo margir aðrir.

Það er alveg rétt hjá Ólafi Inga, að það er alveg með ólíkindum hvað þessari þjóð tekst alltaf að kjósa mikla og siðspillta vitleysinga á þing, ef marka má umtalið um stjórnmálamennina, á milli kosninga.

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 15:20

18 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þeir sem eru að verja klíkustjórnmálin hérna á land ættu að hugsa sinn gang. Þetta er engu lagi líkt hvernig menn verja spilluna her á landi.Það þarf alveg nýja hugsun og þar með nýtt fólk í að stjórna landinu ef við eigum að sjá bjarta framtíð á Íslandi.

i

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 15:34

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni Björn, hver er að verja klíkustjórnmál?  Þú gleymdir líka að svar því, hvort ráðherrar, þingmenn og ráðuneytisfólk hafi verið við stjórnvölinn í þínu fyrirtæki.  Ef svo var ekki, hvers vegna heldur þú þá að það lið hafi stjórnað nánast öllum öðrum fyrirtækjum í landinu.?

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2010 kl. 15:42

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvers vegna ætlaði stjórnin að troða icesave í gegn á sínum tíma, nú er það að koma í ljós að þar lá eitthvað annarlegt að baki.                                                                                                            Bankana verður að stoppa strax ofurlaun, bónusa, afskriftir valina manna svo milljónatugum skiptir og abyrgðarleisi, þeir voru í eigu okkar núna síðasta árið stjórnvöld áttu að sýna þeim aðhald á þeim tíma en gerðu ekki nú afsaka þau sig með því að þykjast ekkert geta gert vegna þess að þeir séu komir í einkaeigu. Þá er bara eitt til ráða fólkið í landinu gerir áhlaup og kerfið hrynur aftur.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 17:41

21 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Flokksofbeldi hefur verið stundað af SjálfstæðisFLokknum, öðrum flokkum fremur. Sjáið bara hvert stjórnun þeirra leiddi okkur, beint í efnahagshrun af yfirstærð.

Bara af því að hinir gerðu það þá megum við líka, ekki satt? er þetta ekki orðin svolítið gömul lumma, núverandi stjórn réttlætir öll sín voðaverk með því að kenna sjálfstæðisflokknum um (við verðum að gera þetta svona af því að sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn).

Voru ekki yfirlýsingarnar hjá núverndi stjórn þær að þau ætluðu ekki að vera eins og stjórnin á undan? ætluðu ekki að vera neitt leynimakk, allt uppi á borðinu?

Þessi stjórn sem er við núna er langtum verri nokkur stjórn sem hefur verið þegar kemur að leynimakki og "flokksofbeldi", og er þeirra stjórnun búin að gera illt langtum verra(og vert er að minnast á að um 60% af núverandi stjórn var í fyrri stjórn, þ.e. SF!!).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.2.2010 kl. 11:24

22 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Halldór svona á þetta ekki að vera!

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband