Hvers vegna ræðir útvarpið við Þórólf Matthíasson?

Útvarpið hefur það fyrir reglu, að ræða nánast eingöngu við Þórólf Matthíasson, hagfræðing, um Icesave, en hann er einn alduglegasti baráttumaður Breta og Hollendinga hér á landi og hefur tekið að sér að skrifa stuðnigsgreinar fyrir þá í ýmis blöð, innanlands og utan.  Ef til vill telja Bretar og Hollendingar sig eitthvað græða á þessum talsmanni sínum, en eitt er þó víst, að enginn tekur mark á honum hér á landi.

Ef boðað tilboð kúgaranna, bresku og hollensku, snýst eingöngu um einhverja lækkun á vöxtum, þá á auðvitað ekki að taka við pappírnum, slíta öllum viðræðum og leyfa þjóðinni að sýna hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Fyrr í dag kom frétt, höfð eftir einhverjum embættismanni, að Bretar og Hollendingar ætluðu að gera Íslendingum nýtt fjárkúgunartilboð, sem þeir gætu ekki hafnað.  Þar sem sú frétt er farinn út af vefnum, en búið var að blogga um hana, vísast á það blogg hérna


mbl.is Tilboð berst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var eimmitt að hugsa þetta núna yfir kvöldfréttum RUV. Maðurinn er varðhundur Samfylkingarinnar.

Jans (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 19:21

2 identicon

Tilhvers halda menn að brottrekstur reyndrar fréttamanna á RÚV hafi verið, það sýnir sig nú!

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 19:33

3 identicon

Skil það ekki - maðurinn brjálaðist á Útvarpi Sögu fyrir litlar sakir, hann hreinlega tapaði sér þegar hann var spurður í þaula um rök sín sem voru eitthvað á þá leið að lánasafn Landsbankans myndi örugglega skila sér 90% af því að skilanefndarmenn (og þá setti hann sig í þeirra spor) gæfu ekki upp of háa tölu til að vekja ekki illúð seinna ef annað kæmi á daginn. Arnþrúður benti honum þá á að Seðlabanki, ríkisstjórnin og fleiri hefðu hingað til gefið upp misvísandi upplýsingar sem hefðu reynst rangar - hverju væri þá hægt að treysta! Í kjölfar smávægilegra orðaskipta rauk hann á dyr hinn reiðasti. Það er eins og það sé honum hjartans mál að við borgum Icesave eins og ríkistjórnin samþykkti og ekki krónu minna.

Eva Sól (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 19:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það var undarlegt að fylgjast með þættinum á Sögu, þar sýndi Þórólfur svart á hvítu, að hann er afar uppstökkur, því hann æsti sig við spyrjendur hvað eftir annað og hljóp svo á dyr að lokum.

Hann hefur verið fastagestur í fréttatímum RÚV og Spegilsins alveg frá því að fyrsti Icesavesamningurinn kom fyrir Alþingi og alltaf talar hann um "lánið" og afborganir af því, skyldur Íslendinga til að borga uppsettar kröfur, vextina og hvað annað sem Bretum og Hollendingum dettur í hug.

Alveg ótrúlegt, að RÚV skuli ekki ræða við einhverja aðra hagfræðinga, en þennan.  Þeir eru líka flestir skemmtilegri áheyrnar.

Axel Jóhann Axelsson, 19.2.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband