Hneyksli í Utanríkisráðuneytinu

Fyrir innan við ári síðan kom Össur Skarphéðinsson öllum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í uppnám, með því að móðga bandarísku þjóðina með ófyrirgefanlegum dónaskap við sendiherra þeirra, sem var að ljúka skipunartíma sínum hérlendis.  Þetta gerði Össur með því, að hringja í Ólaf Ragnar og afturkalla orðuveitingu til sendiherrans, þegar hann var staddur í bíl á Álftanesveginum, á leið til Bessastaða til að taka við orðunni, sem hann hafði verið boðaður til að veita viðtöku.

Eftir þessa hraksmánarlegu framkomu við sendiherrann hefur Össur ekki gert minnstu tilraun til að endurheimta eðlilegt samband við Bandaríkin, t.d. með opinberri afsökun á framkomu sinni í garð sendiherrans, enda hefur enginn bandarískur sendiherra verið skipaður á Íslandi síðan þetta gerðist.

Án þess að koma samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf, dettur Össuri í hug að kalla sendifulltrúa úr ráðuneytinu á fund undirmanna sinna, sem bættu í dónaskapinn, með því að heimta opinberan stuðning Bandaríkjanna við málstað Íslands í Icesavedeilunni, enda líði þeir ekkert hlutleysi í málinu.

Allur þessi málatilbúnaður er með þeim ólíkindum og til þvílíkrar minnkunar fyrir Íslendinga, að Össur ætti að segja af sér embætti samstundis.


mbl.is Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður sitjur íslenska þjóðin uppi með TRÚÐ sem Utanríkisráðherra.  Ekki boðlegt að horfa upp á vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar, það fer HROLLUR um mann, því þetta lið stígur ekki í vitið og verkstjórn þeirra er ávalt til háborinnar skammar!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.2.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Njáll Harðarson

Það hefur aldrei komið fram afhverju þessi orðuveiting var afturkölluð, Össur hlýtur að hafa gylda ástæðu til þess þegar tekið er tillit til þess hve lítilsvirði og ómerkilegar orðuveitingar íslendskra stjórnvalda eru. Þetta fá nánast allir, nokkurskonar lotto

Njáll Harðarson, 19.2.2010 kl. 08:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Njáll, því meiri er móðgunin og lítilsvirðingin gagnvart sendiherranum, sem var búin að fá heimboð á Bessastaði til að veita orðunni viðtöku.

Þegar sendiherrum er veitt orðan, er það ekki endilega vegna þess, að þeir hafi endilega afrekað eitthvað stórkostlegt, persónulega, heldur er þetta meira gert, sem táknrænn vináttuvottur við hann og til að sýna föðurlandi hans virðingu.

Að afturkalla orðuna, eftir að sendiherrann er nánast kominn í hlað á Bessastöðum, er svo mikil móðgun við viðkomandi persónu, að engu tali tekur og lítilsvirðingin, sem heimaríki hans er sýndur með þessu, er helst hægt að líkja við slit á stjórnmálasambandi, enda hefur enginn sendiherra verið skipaður síðan þetta gerðist.

Hvers vegna fer enginn "rannsóknarblaðamaður" rækilega í saumana á þessu máli?

Axel Jóhann Axelsson, 19.2.2010 kl. 09:40

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jakob Þór - Þú ættir að skammast þín -

stétt trúða er skemmtileg og styttir fólki stundir við hin ýmsu tækifæri - þetta er undantekingalítið vel gert fólk - fólk sem gerir gott.

Ljótur samanburður.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband