Þetta kemur skattgreiðendum nákvæmlega ekkert við

Fréttir berast nú af því að "Íslandsvinurinn" Darling, fjármálaráðherra Breta, þykist ætla að vera rausnalegur við íslenska skattgreiðendur með því að lækka eitthvað kröfu um greiðslu þeirra á vöxtum af skuld, sem þeim kemur ekkert við.

Icesavereikningarnir í Bretlandi og Hollandi voru á ábyrgð Landsbankans, sem aftur hafði, lögum samkvæmt, keypt sér tryggingu gegn því að illa færi, hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, sem tók að sér að tryggja hvern innistæðureikning fyrir tjóni, sem næmi að hámarki 20.887 evrum.  Samkvæmt tilskipunum ESB og íslenskum lögum er sjóðurinn sjálfseignarstofnun og má ekki vera með ríkisábyrgð.

Lendi tryggingasjóðurinn í þeirri stöðu, að eiga ekki í sjóði næga upphæð til greiðslu þessarar lágmarkstryggingar, á hann forgangskröfu í þrotabú Landsbankans og getur þá greitt út tryggingarupphæðina jafnóðum og krafan innheimtist frá þrotabúinu.

Þetta er ferli, sem er algerlega á milli innistæðueigandans og trygginasjóðsins, en Bretar og Hollendingar ákváðu að greiða sínum þegnum þessa tryggingu strax og reyndar miklu hærri fjárhæð en það, en það er á þeirra ábyrgð, en ekki íslenskra skattgreiðenda.

Það er því ekkert tilboð, af hálfu Darlings, að lækka eitthvað vextina, sem hann ætlast til að íslenskir skattgreiðendur þræli fyrir næstu áratugi og íslenska sendinefndin á ekki einu sinni að taka við tilboðinu, hvað þá að ræða nokkuð við Breta um það.

Málið er ekki flóknara en það, að það kemur íslenskum almenningi akkúrat ekkert við.


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Bíddu nú við....!  Af hverju er þá verið að láta ríkisborgarana greiða þetta?

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.2.2010 kl. 08:34

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. Þetta kemur íslenskum skattgreiðendum ekkert við. Ekki báðum við Breta og Hollendinga að greiða þetta út.  Út af borðinu með þetta og fara að byrja uppbyggingastarf á íslensku samfélagi. 

Bergþór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 08:35

3 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Halla Rut , 18.2.2010 kl. 08:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Garðar Valur, það er vegna kúgunaraðgerða Breta, Hollendinga, norðulandanna, ESB og AGS.  Órofa samstaða íslensku þjóðarinnar í baráttunni fyrir rétti sínum, er það eina sem þessir kúgarar skilja.

Nú má ekki láta deigann síga í baráttunni.  Enga uppgjöf í þessari efnahagsstyrjöld gegn Íslandi.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 08:57

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hefði sagt að það sé ekki einungis svo að íslendingar eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að.  Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave öll íslenska þjóðin geldur fyrir það að ósekju.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 09:13

6 identicon

Það er gaman að fylgjast með áherslumunum blaðana, á vísir er fyrirsögnin "brertar vilja alla sína aura - ljá máls á lægri vöxtum"

en mogginn "bretar fallast á eftirgjöf", hvort þessara málsgagna skyldi fylgja stjórnini og hvort fylgir stjórnarandstöðu.

það er alveg ömurlegt að það er ekki til fjölmiðill á íslandi sem hægt er að treysta að sé að segja hlutlaust og fordæmalaust frá.

joi (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:17

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála

Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 09:23

8 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég er að verða komin inn á þessu skoðun einnig að við eigum að neita að borga og senda málið fyrir dómstóla en við það eru kúgararnir skíthræddir því vegna þess að ef málið yrði dæmt okkur í hag yrði um mikinn færdæmisdóm að ræða og allt færi í loft upp innan embættismannakerfisins í evrópu. Við skulum hafa það í huga að við gætum unnin þetta mál og ef ekki þá yrðum við bara jafngjaldþrota eftir dóm eins og að taka þetta á okkur núna.

Tryggvi Þórarinsson, 18.2.2010 kl. 09:26

9 identicon

Ég er sammála þér Axel. Við eigum ekki að borga! Og rétt hjá Magnúsi. Við eigum að snúa vörn í sókn, bretar þykjast nú geta klekkt á okkur og unnið þetta stríð við okkur sem þeir eru búnir að skapa. Þessir menn geta varla verið þekktir fyrir að semja við hryðjuverkamenn eða hvað. Yfirlætið í þeim er hreinlega óviðunandi og við eigum ekki að yrða á svona lið. Þeir völdu að "lána" okkur að eigin frumkvæði skilst mér og okkur kemur það bara hreint ekki við. Þeir mega "lána" eins mikið og þeir vilja, það er ekki þar með sagt að þeir geti stigið á næsta mann sem þeir sjá liggjandi særðan á götunni og neytt hann til að afhenda sér samsvarandi upphæð. Við eigum ekki að láta líðast svona vinnubrögð þeirra. Þetta er ekki háttur að fara svona að og við eigum ekki að samþykkja þetta frekar en aðrar villimannslegar aðferðir hjá öðrum einræðisherrum.

assa (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:36

10 identicon

Leiðrétt setning..... Þetta er ekki okkar háttur að fara svona að .....

assa (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:38

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það kom fram hjá Time í morgun að Bretar teldu sig hafa góða stöðu því ef Íslendingar borgi ekki geti  þeir hvorki fengið AGS lán né gengið í Evrópusambandið.

Sigurður Þórðarson, 18.2.2010 kl. 09:43

12 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Sigurður, þeir hóta áfram en er ekki bara gott að geta lagt niður fyrirhugaðar aðildarviðræður og sparað þjóðinni 1000 miljónir. AGS er bara glæpahyski sem vill hyrða bestu bitana eftir hrun íslands, þeir hafa ávallt skilið þjóðir eftir vanmátta þar sem þeir eiga að vera að hjálpa. Það eru til fleyri þjóðir sem geta lánað okkur ef við leitum eftir því.

Tryggvi Þórarinsson, 18.2.2010 kl. 09:53

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Assa, Bretar og Hollendingar "lánuðu" íslenskum skattborgurum ekki neitt.  Þeir völdu sjálfir að greiða innistæðueigendum á Icesave strax fyrir áramótin 2008/2009 og það er bara þeirra mál.  Samkvæmt venjulegum viðskiptaháttum verða þeir svo að bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans, eins og aðrir kröfuhafar, en hafa þó það fram yfir hina, að eiga forgangskröfu í búið.

Sigurður, það er nú ljóta hótunin, að segjast ætla að sjá til þess, að Ísland komist ekki í ESB.  Maður er strax farinn að líta þá mildari augum, fyrir svo fallegt loforð.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 09:58

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst og borgum ekki krónu látum málið fara fyrir dómstóla!

Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 10:29

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður Haraldssson, dómstólaleiðin hræðir þá næst mest, á eftir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 10:37

16 identicon

Já Axel, það er einmitt það sem ég á við með orðum mínum og því að setja orðið lána í gæsalappir. En af einhverri undarlegri ástæðu virðist ætíð vera talað í þessu samhengi um skuldbindingar okkar íslendinga, og ætíð talað um að þeir hafi "lánað" okkur fyrir þessum kostnaði sínum. Ekki veit ég hvaðan þetta kemur, hvort það komi frá bretum eða einfaldlega blaðafólki okkar, en ég er mikið ósátt að lesa þetta sí og æ, það kemur alltaf út eins og bretar hafi "lánað" íslendingum sem er auðvitað út í hött. Við höfum ekki tekið neitt lán hjá þeim fyrir þessu og VIÐ SKULDUM ÞEIM EKKI NEITT!

assa (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:43

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nákvæmlega málið, Assa, Íslendingar hafa ekki lánað Bretum og Hollendingum eitt eða neitt, ekki eina Evru eða Pund.  Eftir að hafa greitt þetta út, hafa þeir alltaf talað um að Íslendingar verði að greiða "lánið" til baka með háum vöxtum.

Þetta er auðvitað algerlega út í hött og það á ekki að láta þá komast upp með slíkan málflutning.  Þessar greiðslur voru ekki lán til íslenskra skattgreiðenda og þeir eiga ekki að borga eitt eða neitt til baka, hvorki höfuðstól eða vexti.

Þetta er alfarið mál Breta og Hollendinga gagnvart Trygggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 10:57

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður Þórðarson, þetta eru góðar fréttir, nú er bara að grípa tækifærið fyrst við getum slegið þrjár flugur í einu höggi: neita að borga það sem okkur ber engin skylda til, hafna frekari lánum frá IMF sem við höfum ekkert að gera við og hætta að henda pening í tilgangslausa aðildarumsókn að ESB (sem myndi umsvifalaust flengja okkur eins og Grikkina).

Evrópusambandið segir að Grikkir verði að verða við kröfum um niðurskurð og skattahækkanir fyrir sextánda næsta mánaðar, eða missa vald yfir eigin skattheimtu og útgjöldum.

Ef Grikkir verði ekki við kröfunum muni Evrópusambandið sjálft fyrirskipa niðurskurð samkvæmt hundrað tuttugustu og sjöttu grein Lisbon sáttmálans.

Það þýðir í raun að Grikkland verður nánast réttindalaust kotbýli í léni Evrópusambandsins.

Ef Bretar varna Íslandi inngöngu í ESB yrði það klárlega mesta gæfuspor í samskiptum þessara þjóða um langa hríð!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 10:58

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, algerlega sammála þér.  Hvernig halda menn að ESB myndi koma fram við Íslandshrepp ESB, þegar þar að kæmi, fyrst þeir geta gert stærri ríki ófjárráða, ef þeim dettur það í hug.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 11:02

20 identicon

Hjartanlega sammála Sigurði skólabróður og Guðmundi.Eftir því sem við þrjóskumst meira við í lántökum,og stöndum betur á rétti okkar ,snúast allar vísitölur okkur í hag.Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja kæti Jóhönnu vegna fréttar um ESB viðræðurnar,þegar hún veit að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.

Þórður Einarsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 11:37

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

100% sammála hverri einustu setningu í grein þinni, Axel Jóhann.

Sjálfur forstjóri hins norska tryggingasjóðs bankainnistæðna, Arne Hyttnes, segir: "Það er ekki krafa í neinni EB-tilskipun, að það skuli vera ríkisábyrgð," og ennfremur: "Það er óhugsandi, að EES-samningurinn leggi það á nokkurt ríki að veita ríkisábyrgð." Sjá nánar nýbirta grein mína: Staten har ikke ansvar for bankinnskudd – ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, þar sem ég hef þýtt ABC-viðtal gærdagsins við Arne Hyttnes.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 11:55

22 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Við munum aldrei greiða þetta ICESLAVE þetta er ekki okkar skuld punktur.

Elís Már Kjartansson, 18.2.2010 kl. 12:23

23 identicon

Er ekki tímabært að fá einhvern sniðugan og duglegan einstakling til að stofna síðu til undirskriftar þar sem farið er fram á að við íslendingar fáum að kjósa um hvort við viljum yfir höfuð taka að okkur að GEFA bretum þessa aura sem þeir punguðu út til bjargar sínum eigin andlitum og pólitíkusarnir sínu pólitíska lífi? Sem þeir punguðu út til að krafsa yfir sína eigin yfirsjón og vanrækslu. Ég myndi gjarna vilja fá að segja nei við því.

assa (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 12:38

24 identicon

 Getur ekki verið að setning neyðarlaganna hafi eitthvað með þessa icesave samninga að gera?

Jón (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:10

25 identicon

 íslenskir skattgreiðendur borguðu innistæður í bönkunum, þegar neyðarlögin voru sett?

Og langt umfram tryggingar innistæðusjóðsins, þannig að þessi neyðarlög hljóta að hafa einhver áhrif, því miður.

Jón (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:13

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er alger della.  Skattgreiðendur borguðu ekki krónu vegna yfirfærslunnar til nýju bankanna.  Það voru færðar eignir á móti, þ.e. útistandandi lán voru færð yfir í nýju bankana á móti öllum innistæðum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 14:47

27 identicon

Hvað með neyðarlögin.

Þau mismuna jú mönnum eftir þjóðerni, eða hvað?

Jón (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:14

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán Már Stefánsson, prófessor, Blöndal, Líndal og fleiri hafa sýnt fram á það í blaðagreinum, að þetta flokkist ekki undir neina mismunun eftir þjóðerni.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 16:21

29 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er líka 100% sammála þér Axel!

En á ruv.is kemur fram að það sé hlé á samningaviðræðunum og:

Ekki hefur slitnað uppúr Icesave-viðræðum við Breta og Hollendinga í Lundúnum en næsti fundur hefur ekki verið boðaður. Beðið sé átekta hvað það verðar. Hvort annar fundur verði haldinn eða hvort það verði hlé á fundarhöldum. Samninganefndir Íslendinga, Hollendinga og Breta héldu fundi í Lundúnum á mánudag og þriðjudag, hlé var gert í gær og búist við fundi í dag en af honum hefur ekki orðið. 

Ég er hinsvegar á því að almenningur eigi að krefjast þess að fá fund með sérfræðingum innlendum og erlendum sem hafa fjallað um málið. Tildæmis þeirra sem hafa sagt að íslendingar eigi ekki að borga þetta og svo þeir sem segja að dómstólaleiðin sé fær. Fund hérlendis.

Athugið að þetta setur skarð í viðræðurnar og ríkisstjórn þarf að bregaðst við svona kröfu því hún væri jú komin fram!

Við eigum ekki að bíða eins og einhverjiir asnar eftir að saminganefndin nái fram einhverjum samningi. Einmitt vegna þess hversu óljóst það er hvað samninganefndin nær fram og hvort hún gefur eftir tildæmis varðandi þetta dæmi með vextina.

Guðni Karl Harðarson, 18.2.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband