Ríkið lokar skurðstofum - einkaframtakið opnar nýjar

Heilbrigðisráðherra er blóðug upp að öxlum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og bitnar það ekki síst á rekstri skurðstofa á sjúkrahúsum vítt og breitt um landið.  Einkaaðilar hafa sóst eftir að taka á leigu skurðstofuna á sjúkrahúsinu í Keflavík, en á það hefur Álheiður ekki mátt heyra minnst, frekar en nokkurt annað einkaframtak, hvorki á heilbrigðissviði eða öðrum.

Eftir synjun á samstarfi um rekstur skurðstofanna á suðurnesjum hafa hinir framtakssömu einstaklingar ekki gefist upp, eins og Álfheiður vonaði, heldur hafa nú snúið sér að því að byggja upp einkasjúkrahús og tengda þjónustu á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og ætla þar að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu, aðallega fyrir útlendinga.  Áætlað er að allt að 300 störf skapist við þessa þjónustu, þegar hún verður komin á fullt skrið.

Einkennilegt verður að teljast, að rándýrum skurðstofun á opinberum sjúkrahúsum skuli vera lokað og starfsfólki sagt upp störfum á sama tíma og einkaaðilar treysta sér til að koma upp 300 manna vinnustað á sama sviði, með milljarðs króna stofnkostnaði.

Einkasjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli verður ekki eini aðilinn til að róa á þennan markað, því fyrirhuguð er önnur svipuð starfssemi í Mosfellsbæ, sem mun skapa álíka fjölda starfa.

Ömurlegt er að horfa upp á slíkan ræfildóm hjá ráðamönnum þjóðarinnar.


mbl.is Framkvæmdir við einkasjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig er verið að skapa 300 störf án þess að virkja þurfi Gullfoss eða gereyða Þjórsárverum.

Alveg ótrúlegt að hugsa til þess hvernig álrisarnir hafa teymt mútuþegana í íslensku stjórnmálalífi sem gjamma og gjamma um atvinnuuppbyggingu.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi 300 störf verða sköpuð í algerri óþökk yfirvalda, sem hafa gert það sem þau gátu, til að reyna að koma í veg fyrir tilurð þeirra.  Þar fyrir utan hefur ekki verið fyrirhugað að virkja Gullfoss, eða gereyða Þjórsárverum til að útvega rafmagn fyrir stóriðjuna.  Svona fullyrðingar og öfgarugl um náttúruvernd gerir ekkert fyrir vitrænar umræður um náttúru og nýtingu hennar.

Ekki veit ég hverjir eru mútuþegarnir, sem þú talar um, en t.d. hef ég gjammað og gjammað um atvinnuuppbyggingu, enda geri ég mér grein fyrir því að atvinnulífið er undirstaða heimilanna í landinu og heimilin hornsteinn þjóðfélagsins, þannig að hvorugt getur án hins verið.  Þetta gjamm mitt er ekki tilkomið vegna neinna freistinga, sem fyrir mig hafa verið lagðar í formi mútugreiðslna, heldur algerlega verið að eigin frumkvæði.

Þakkirnar hafa helstar verið skítkast frá öfgasinnum eins og þér Magnús og má meira að segja að þú sért alls ekki með þeim orðljótustu, þó þetta sé svo sem enginn sálmur, sem þú ert að syngja.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2010 kl. 20:58

3 identicon

Hvað er að fólki dettur einhverjum það virkilega í hug að þetta verði einkarekið SJÚKRAHÚS svona eins og EINKAREKNU skólarnir eins og

EINKAREKNU dagheimilin  eins og EINKAREKNU háskólarnir  VAKNIÐ UPP ÞETTA ER EKKERT NEMA SVIKA MILLA OG ÞJÓFNAÐUR Á 

SKATTPENINGUM SEM HÓRURNAR AF ÞINGI HAFA LÁTIÐ VIÐGANGAST TIL AÐ GETAÐ HYGLAÐ AÐ SÍNUM VINUM FYRIR FÉ (MÚTUR)

TIL AÐ BORGA FYRIR SIG OG SINN FLOKK KOSNINGARNAR EFAÐ EITTHVAÐ ER EINKAREKIÐ ÞÁ Á RÍKIÐ HVERGI AÐ KOMA AÐ HVORKI

TIL AÐ BORGN LAUN NÉ NOKKUÐ ANNAÐ ÞAÐ ER EINKAREKIÐ ANNAÐ ER ÞJÓFNAÐUR OG ER ÞETTA ORÐ EINKAREKIÐ ER EKKERT NEMA LEYFI   TIL AÐ STELA SKATTFÉ OKKAR EN SVONA ER ÞINGINU STJÓRNAÐ AF ÞJÓFUM OG GLÆPAMÖNNUM

OG ÞAÐ VERÐA LITTLAR BREITINGAR ÞAR Á ÞANGAÐ TIL AÐ GERÐ VERÐI VOPNUÐ BYLTING ÞAÐ ER SENNILEGA ÞAÐ EINA SEM GETUR BJARGAÐ ÞESSARI ÞJÓÐ FRÁ MEIRI NYÐURLÆINGU Á ALÞJÓÐARVETTFANGI

björn karl þórðarson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 11:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn Karl, ef þú þá heitir það, margt hefur maður vitlaust séð, hér á blogginu, en þetta innlegg þitt er nú með því ruglaðasta.  Ríkið kemur ekki nálægt þessum fyrirhuguðu einkareknu sjúkrahúsum og mun hvorki borga þar laun, eða annað.  Þó heilbrigðisráðherra hafi ekki viljað leigja þeim aðstöðu á ríkissjúkrahúsum, gat hún ekki stoppað stofnun einkasjúkrahúsa, því til þess þarf engin leyfi, hvorki frá ráðherra, Alþingi, eða öðrum.

Hitt ruglið um hvað allir miklir glæpamenn, hórur, þjófar og mútuþegar, nema þú væntanlega, er ekki svaravert, frekar en bullið um byltinguna.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband