Enn einn gagnlegur fundur

Hvort sem fólk trúir því, eða ekki, þá er starfandi fjölmiðlafulltrúi í Fjármálaráðuneytinu og nú er búið að upplýsa hvað maðurinn heitir, en það mun vera Elías Jón Guðjónsson.  Hann hefur nú upplýst að fundur nýju Icesavenefndarinnar með þrælapískurunum í morgun, hafi verið "gagnlegur".

Þetta orð er alltaf notað um alla fundi, sem eru vita gagnslausir og ekkert hefur komið út úr, enda segir hann að ekki sé búið að ákveða hvort, eða hvenær, fleiri fundir verði haldnir og alls ekki víst að verði þeir haldnir, að þeir verði "formlegir" samningafundir.

Svavarssamningurinn var undirritaður seint á föstudagskvöldi, 5. júní 2009 og verður að vona, að nýja nefndin láti kúgarana ekki plata sig til fundar að kvöldlagi um næstu helgi, því eins og sást á sínum tíma, þá þótti Svavari samningurinn batna, því oftar sem hann var beðinn um að skála fyrir húsbændum sínum, breskum og hollenskum.

Allt er þetta nú gott og blessað, á meðan fundirnir eru "gagnlegir".  Þar sem ekkert skeður á slíkum fundum, semja menn ekki af sér á meðan.


mbl.is Gagnlegur fundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég býst við að stórglæsilegur samningur sé í uppsiglingu og við getum þakkað það ötulli forystu Steingríms J Sigfússonar sem hefur ekki látið deigan síga að landa þessu máli með farsælum hætti.

Sigurður Þórðarson, 16.2.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það segirðu satt, Sigurður, hann hefur verið ódrepandi baráttumaður fyrir því að landa málinu á farsælan hátt fyrir Breta og Hollendinga.  Þrátt fyrir sjáanleg þreytumerki á manninum, lætur hann ekki deigan síga, enda hefur hann enga trú á, að þessi nýja nefnd nái nokkrum árangri og vonar sjálfsagt að svo verði ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Já hvar hefur Sigurður eiginlega verið hahaha  .

Gunnar Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband