Sívaxandi tekjur af álinu

Tekjur af útflutningi áls á síðasta ári voru 177 milljarðar króna og spáð er að þær fari vel yfir 200 milljarða á árinu 2010.  Sjávarafurðir voru fluttar út fyrir um 210 milljarða króna á árinu 2009, þannig að álið er að verða sífellt stærri hluti útflutningstekna þjóðfélgagsins.

Nokkrir bloggarar hafa haldið því fram að undanförnu, að ekkert skilaði sér af þessum tekjum í gjaldeyrissjóð landsins, því allt færi þetta út úr landinu aftur í formi aðkeypts hráefnis og arðs til eigendanna.  Samkvæmt tölum seðlabankans fer þó aðeins um 40% af þessum tekjum til greiðslu erlendra aðfanga og arðs, þannig að a.m.k. 120 - 130 milljarðar sitja eftir í landinu.

Þessir 120-130 milljarðar fara í raforkukaup, laun, skatta og aðkeypta þjónustu af innlendum aðilum, þannig að hver maður getur séð, að þessi atvinnuvegur er farinn að skipta sköpum fyrir þjóðarbúið.

Í ljósi þessa verður að gera allt sem mögulegt er, til að koma vinstri grænum út úr þeim ráðuneytum, sem aðstöðu hafa til að tefja og jafnvel stöðva uppbyggingu í þessum og öðrum orkufrekum iðnaði.

Álfyrirtækin skapa mörg og vel launuð störf, en alveg er óútreiknað hvað "eitthvað annað" gæti skilað í tekjum og störfum, enda engin reynsla komin á þetta "eitthvað annað" þrátt fyrir áratuga umræður, en engan árangur.


mbl.is Spáð 200 milljarða sölutekjum álvera á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf eitthvað að koma VG liðum út úr ráðuneytunum?

Fást nokkrir peningar til byggingu virkjana?

Meðan engin fást lánin, þá verða engar framkvæmdir.

Hvernig er VG að tefja?

Þó að ég skrifi svona þá er ég ekki VG liði. Styð engan stjórnmálaflokk, þeir eru allir eins.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Hafa lánin nokkuð hækkað á móti? Eða landið látið á sjá?

Guðmundur Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 19:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sölutekjur Landsvirkjunar eru í dollurum og skuldirnar líka, þannig að gengissveiflur hafa lítil áhrif á rekstur fyrirtækisins.

VG hefur tafið ákvarðanir varðandi öll mál í undirbúningi virkjana og línulagna, bæði á Reykjanesi og við Húsavík.

Lán fást alltaf til arbærra framkvæmda.

Land lætur allta á sjá við framkvæmdir.  Mesta umhverfisröskun landsins hefur farið fram við uppbyggingu Reykjavíkur og síðan hlutfallslega við útþenslu annarra þéttbýlisstaða á landinu. 

Varla getur það talist sjálfbær þróun náttúrunnar, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2010 kl. 19:53

4 identicon

Hvar fær Landsvirkjun lán, er ekki lánshæfismat fyrirtækisins í ruslflokki?

Þetta með að Vg hafi tafið fyrir er alger þvæla , því miður.Það vantar fjármögnun.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég fer að halda að þú sét vanur einhverjum rólegheitum, ef þér finnst allt eðlilegt með tímann, sem hefur tekið að afgreiða skipulagstillögurnar.

Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2010 kl. 20:17

6 identicon

Mér fannst vanta í fréttina hvað virði innflutts hráefnis til álframleiðslu væri stórt hlutfall af útflutningverðmætum áls. Ég sá í einhverjum fréttum í gær að um væri að ræða helming. Sel það ekki dýrara en ég keypti það!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:45

7 identicon

Það má alltaf deila um tímann, en hér held ég að það strandi nú aðallega á fjármögnun.

Er ekki HS í vandræðum með fjármögnun hjá sér, ég men ekki betur.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 20:53

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Svavar Bjarnason. Yfir 40 eða  42-44% af verðmætum Áls er talið verða eftir í landinu  og skilar því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins.Eða yfir 84 milljarðar í gjaldeyrir.

Rauða Ljónið, 15.2.2010 kl. 21:16

9 identicon

Rauða Ljón.

Ert þú viss um að 42-44% af gjaldeyrinum skili sér hingað.

Geta þeir ekki keypt krónur á útsölu erlendis?

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 21:34

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þið hafið ekki lesið fréttina vel, nú upphaflegu færsluna, en þar kemur fram að um 40% af framleiðsluverðmætinu fer til kaupa á erlendum aðföngum og greiðslu arðs til eigenda, en 60% verða eftir í hagkerfinu hér á landi.

Jón, það er ekki lengur hægt að flytja aflandskrónur til landsins, nema koma með þær í ferðatöskum.  Álfyrirtækin, eins og önnur útflutningsfyrirtæki, verða að skila útflutningsskýrslum og standa skil á öllum gjaldeyri vegna síns útflutnings.

Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2010 kl. 21:39

11 identicon

 Er  nokkurt vandamál að laga skýrslur og bókhald til af hentisemi?

Þetta var nú gert árum saman fyrir hrunið.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:41

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég eins trúaður og þú á að öll fyrirtæki á Íslandi séu rekin af glæpamönnum, þó ýmsir skúrkar hafi stjórnað banka- og útrásarplatfyrirtækjunm.

Sem betur fer eru flest fyrirtæki á landinu alvöru fyrirtæki, sem er stjórnað af alvöru fólki.

Axel Jóhann Axelsson, 15.2.2010 kl. 22:47

13 Smámynd: Rauða Ljónið

svar iðnaðarráðherra um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins“

 

 

Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.

135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1339 — 624. mál.





Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur um framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert er framlag áliðnaðarins til þjóðarbúsins, sundurliðað m.a. eftir fjölda starfa, tekjum ríkissjóðs og hlutfalli af útflutningstekjum?

1. Fjöldi starfa.
    Eftirfarandi upplýsingar fengust frá álfélögunum um fjölda fastra starfsmanna í maí 2008, áætlaðan fjölda starfsmanna í sumarafleysingum og mat félaganna á fjölda starfa sem eru afleidd af starfsemi álveranna.

Álfélög

Fastir starfsmenn

Sumarafleysingar

Áætluð afleidd störf

ÍSAL í Straumsvík

540

130

1.350

Norðurál á Grundartanga

477

140

750

Fjarðaál í Reyðarfirði

450

130

1.000

Samtals

1.467

400

3.100


    Nýsir hf. ráðgjafarþjónusta mat fjölda afleiddra starfa í skýrslu árið 2002 um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif álvers í Fjarðabyggð þannig að óbein og afleidd störf á Mið-Austurlandi gætu orðið 295 og annars staðar í landinu 680, samtals 975.

2. Tekjur ríkissjóðs.
    Upplýsingar um heildartekjur ríkissjóðs af áliðnaði liggja ekki fyrir. Ríkissjóður fær skatttekjur af launum hvers starfsmanns í áliðnaði en hluti af þeim fer sem útsvar til viðkomandi sveitarfélaga. Álfyrirtækin eru skattlögð samkvæmt íslenskum lögum og nam álagning tekjuskatts 2007 tæplega 1.500 millj. kr.
    Samkvæmt nýjasta þjóðhagsreikningsuppgjöri (2006) var vinnsluvirði launa í stóriðju 6.439 millj. kr. Sundurliðun á launagreiðslum liggur ekki fyrir.
    Verðmæti útflutningsafurða í stóriðju 2006 var 62.908 millj. kr. Langstærstur hluti þess, eða 57.101 millj. kr., myndaðist í áliðnaði.
    Samkvæmt upplýsingum álfyrirtækjanna fer að jafnaði um þriðjungur af heildartekjum þeirra til að mæta innlendum kostnaði. Innlendur kostnaður er einkum raforkukaup, launakostnaður, skattar til ríkis og sveitarfélaga og kaup á innlendum vörum og þjónustu. Miðað við þessar upplýsingar má áætla að árið 2006 hafi um 19 milljarðar kr. farið til greiðslu á innlendum kostnaði. Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins áætlaði í vorskýrslu um þjóðarbúskapinn 2008 að útflutningstekjur af áliðnaði á þessu ári verði 166,2 milljarðar kr. Frá janúar til júní 2008 var flutt út ál fyrir 73,5 milljarða kr., þannig að líklegt er að sú spá rætist. Ástæða fyrir svo mikilli tekjuaukningu er m.a. gríðarleg framleiðsluaukning á áli með stækkun Norðuráls og tilkomu Fjarðaáls. Auk þess hefur heimsmarkaðsverð á áli hækkað mikið að undanförnu og er því spáð að meðalverð 2008 verði nærri 2.800 bandaríkjadölum á tonn.
    Með svipuðum forsendum og áður má gera ráð fyrir að um 55 milljarðar kr. fari til greiðslu á kostnaði hérlendis 2008. Þar á meðal eru gjöld til ríkis og sveitarfélaga

3. Hlutfall af útflutningstekjum.
    Árið 2007 námu útflutningstekjur vegna álframleiðslu 17,8% af heildarútflutningstekjum fyrir vörur og þjónustu. Árið 2008 er áætlað að útflutningur áls aukist um 70% að magni til og að hlutfall útflutningstekna af álframleiðslu nemi rúmlega 30% af heildarútflutningstekjum. Árið 2009, þegar heilsársframleiðslugeta Fjarðaáls verður fullnýtt, er spáð að hlutfallið verði komið yfir 30%.
Sé litið til vöruútflutnings eingöngu sést vaxandi þáttur álframleiðslunnar betur. Taflan sýnir álframleiðslu á Íslandi og tekjur af útflutningi áls í samanburði við heildartekjur af vöruútflutningi annars vegar og útflutningi vöru og þjónustu hins vegar árin 2002–2007 í milljörðum kr., svo og áætlanir fyrir 2008.

Ár

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

Álframleiðsla (1000 tonn)

282 ,6

286 ,1

278 ,1

283 ,7

303 ,4

446 ,4

760 ,0

Útflutningur vöru

204 ,3

182 ,6

202 ,4

194 ,4

242 ,7

305 ,1

372 ,4

Útflutningur vöru og þjónustu

305 ,9

288 ,1

316 ,3

322 ,6

369 ,2

451 ,7

551 ,1

Ál í % af vöruútflutningi

18 ,9

18 ,8

18 ,1

18 ,5

23 ,5

26 ,3

44 ,6

Ál í % af vörum og þjónustu

12 ,6

11 ,9

11 ,5

11 ,2

15 ,5

17 ,8

30 ,2

 

Rauða Ljónið, 16.2.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband