13.2.2010 | 12:06
Er réttarstaðan ótvíræð?
Björn Þorri Viktorsson, hrl., fagnar nýjum dómi héraðsdóms um gengistryggð lán, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að gengistryggja lán, þar sem höfuðstóllinn væri tilgreindur í íslenskum krónum. Annar héraðsdómari hafði komist að þveröfugri niðurstöðu í sambærilegu máli í desember s.l.
Þrátt fyrir þennan tímamótadóm, sem verður áfrýjað til Hæstaréttar, telur Björn Þorri að lántakendur gætu hafa glatað réttindum, með því að gera ekki fyrirvara við lánasamningana, hafa samþykkt frystingu eða skilmálabreytingu lánanna. Ef slíkar aðgerðir hafa rýrt réttarstöðu lántakenda, þá er þessi dómur sýnd veiði, en ekki gefin, því þorri lántakenda hefur gert einhverjar slíkar ráðstafanir með lán sín og væntanlega ekki margir, sem hafa gert það með því að árita fyrirvara á nýju pappírana. Líklega hefur enginn tekið slík lán með því að árita fyrirvara á upphaflega lánasamninginn, enda hefði lánið þá líklega aldrei verið veitt.
Því vekja þessi ummæli Björns Þorra upp nýjum spurningum við þessi lánamál, til viðbótar við ýmsar aðrar spurningar, sem bloggað var um í morgun og má sjá hérna
Sigur fyrir réttarríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, mér finnst nú að stórumsvifamenn í kennitöluflakki og sérfræðingar í offjárfestingu og taprekstri eigi að segja sem minnst. Staða mála hjá venjulegu fólki er talsvert annað mál en hjá mönnum af kaliber þessa hæstaréttarlögmanns.
Leiðindagaur (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 12:43
Satt segir þú, Leiðindagaur, en þessir dómar hafa einmitt mikið gildi fyrir venjulegt fólk. Þess vegna getur það ekki fagnað of snemma, því svo mörgum spurningum er ósvarað í framhaldi af þessum tveim ólíku dómum héraðdómanna.
Staðfesti Hæstiréttur seinni dóminn, er alveg eftir að svara því, hvernig þessi lán verða meðhöndluð í framhaldinu.
Annað sem er merkilegt er, að tveir héraðsdómarar skuli meta samskonar mál út frá gjörólíkum forsendum, því báðir eiga að vera að dæma eftir sömu lögunum.
Einnig er stórmerkilegt, hve oft Hæstiréttur kemst að þveröfugri niðurstöðu við héraðdómara, sem hlýtur náttúrlega að vera vegna þess að lögin séu gölluð og allt of opin fyrir túlkunum dómara. Hæstiréttur hefur þó alltaf síðasta orðið og honum verður að treysta.
Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2010 kl. 12:52
Þessum dómi verður snúið við, það er öruggt, enda á fjármálaliðið hauk í horni í dómskerfinu.
Jón (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.