Vinstri stjórnin tefur hagvöxt

Samtök atvinnulífsins segja, að það þurfi 5% árlegan hagvöxt, til þess að eyða atvinnuleysinu fyrir árið 2015, þ.e. með slíkum hagvexti tæki sjö ár, að koma landinu á sama stað og það var fyrir hrun.

Allir greiningaraðilar telja að 2,5% árlegur hagvöxtur sé ágætur í eðlilegu árferði og 3,5% afar gott, þó mögulega geti komið eitt og eitt ár, með meiri hagvöxt en þessi meðaltöl.

Með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi hefur vinstri stjórninni í landinu tekist að tefja alla atvinnuuppbyggingu í heilt ár og ekki útlit fyrir annað, en að hún muni halda áfram að flækja og tefja alla uppbyggingu, sérstaklega í útflutningsgreinunum, sem einmitt þyrfti allra helst að efla.

Fimm prósent árlegur hagvöxtur er gjörsamlega óraunhæft markmið, á meðan vinstri grænir ráðherrar sitja í þeim ráðuneytum, sem geta eyðilagt fyrir atvinnuuppbyggingunni. 

Samtök atvinnulífsins segja að verði ekki af þessum 5% árlega hagvexti, muni framundan vera áratugur hinna glötuðu tækifæra.

Sitji ríkisstjórnin út kjörtímabilið gæti hún verið búin að valda svo miklu tjóni, að það muni taka tvo áratugi fyrir þjóðarbúið að jafna sig.

Því fyrr, sem þjóðin losnar við þessa ríkisstjórn, því betra.


mbl.is 5% árlegur hagvöxtur nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Velkominn á bloggið mitt.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.2.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Takk fyri það og sömuleiðis.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2010 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband