Össur búinn að uppgötva símann

Í gær skaust Össur Skarphéðinsson í skemmtiferð til Madridar, til þess að grínast aðeins með Moratinos félaga sínum á Spáni, en þrátt fyrir að erindið væri ekki merkilegt, þá þótti grínistanum ástæða til að skjótast suðureftir til að spaugast yfir einu rauðvínsglasi.

Í dag notaði Össur bara símann til að gantast við nýliða í ríkisstjórn Litháens, en manngreyið var varla sestur í ráðherrastólinn sinn, þegar Össur hringdi til að segja honum nýjustu gamansögur ofan af Íslandi.

Sennilega hefur Össur lesið þetta blogg, en þar var honum einmitt bent á að búið væri að finna upp símann fyrir löngu.

Fólkið í Viðskiparáðuneytinu fylgist greinilega vel með blogginu.


mbl.is Össur ræðir við nýjan utanríkisráðherra Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bíddu er hann ekki utanríkisráðherra og var ekki verið að kvarta yfir því að ráðherrar kynnu ekki að koma okkar sjónarhorni fram varðandi icesave. Ég skill ekkert í öllum þessum blogggurum þið kvartið og kveinið yfir öllu og ef hlutirnir eru gerðir eins og þið villjið þá er samt kvartað.

Hjalti Björn (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekkert verið að amast við því, að málstaður Íslands sé kynntur í útlöndum, en Össuri er ekki treystandi til þess. 

Nú er komið ár síðan þessi ríkisstjórn komst til valda og ráðherrarnir fyrst núna farnir að sýna lit á því að tala við erlenda ráðherra.  Ætli samræðurnar snúist ekki frekar um ESB heldur en mesta hagsmunamál Íslands um þessar mundir, Icesave?

Til hvers að fara skotferð til Spánar, ef hægt er að nota símann?

Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 19:43

3 identicon

 Össur greyið þarf að fara stöku sinnum til útlanda, svo hann geti komið með tollinn heim, því eins og allir vita bloggar hann og drekkur á nóttinni.

Vínið er orðið svo helvíti dýrt hér á landi. Þökk sé Steingrími, enda er honum sama hvað vínið kostar, ekki drekkur hann.

Jón (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:40

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hægt er að fullyrða að Össur hefur engan áhuga á hagsmunum Íslendinga fremur en aðrir ráðherrar í Icesave-stjórninni. Það sem heyrst hefur frá þessu liði erlendis er okkur til mikils ógagns. Þeir syngja sama sönginn um að við ætlum að borga, sem er rangt vegna þess að þeir ætla að láta þjóðina borga, en sjálfir ætla þeir að halda áfram að lifa sem sníkjudýr á ríkisjötunni, eins og mörg þeirra hafa gert áratugum saman.

Það sem þetta óþurftar lið hefur samt ekki skilið, er að þjóðin mun aldreigi greiða Icesave. Við munum halda áfram að mótmæla undirgefni við nýlenduveldin þar til sigur vinnst. Orðið er fullkomlega ljóst að lagalega og siðferðislega höfum við örugga stöðu. Okkur liggur heldur ekkert á að friðmælast við Evrópusambandið, þvert á það sem Kristrún heldur fram.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.2.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband