Eva Joly styður lögmætan málstað Íslands

Eva Joly, Evrópuþingmaður og ráðgjafi Sérstaks saksóknara, hefur verið dugleg að beita sér á erlendum vettvangi gegn yfirgangi Breta og Hollendinga í garð íslenskra skattgreiðenda, sem eiga enga lagalega aðkomu að Icesave skuldum Landsbankans.

Í ljósi þess, að fjöldi erlendra og innlendra sérfræðinga hefur marg bent á að skattgreiðendur mega ekki vera í ábyrgðum fyrir tryggingasjóði innistæðueigenda í Evrópu, eru ennþá til nokkrir Íslendingar, sem berjast með kjafti og klóm gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar og vilja ganga sjálfviljugir í skattalegan þrældóm fyrir erlendar kúgara.

Alveg er sama, hve oft þessu fólki er bent á íslensk lög og tilskipanir ESB um tryggingasjóði, sem beinlínis bannar ríkisábyrgðir af samkeppnisástæðum, þá berst það um á hæl og hnakka í þágu Breta og Hollendinga, af svo mikilli ákefð, að undrun sætir.  Nægir þar að benda á heitustu stuðningsmenn Samfylkingarinnar og örfáa fylgismenn VG.

Eva Joly hefur í áratugi rannsakað og upplýst flókin svindl- og sakamál og tekur nú þátt í rannsókn eins mesta banka- og útrásarsvindls viðskiptasögunnar.

Vonandi halda stuðningsmenn Breta og Hollendinga hérlendis því ekki fram, að hún skilji ekki einfaldar tilskipanir ESB og ráði ekki við að komast að niðurstöðu í svo einföldu máli.


mbl.is Snýst um að gera einkaskuld opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Axel. Getur þú sagt mér af hverju samfylkingin er svona áköf í því að samþykkja þessa ríkisábyrg?ð

jón (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samfylkingarmenn vilja ekki styggja ESB þjóðir, vegna sjúklegs áhuga á að gera Ísland að áhrifalausum hreppi í stórríkinu.

Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 11:03

3 identicon

Ég er reyndar algerlega á móti inngöngu í esb, og tel að eftirgjöf vg hafi einungis stafað af því að þeir vildu í stólana.

En þeir sem predíka hæst um inngöngu í esb, og segja að það bjargi öllu hér, geta ekki útskýrt fyrir mér hvers vegna ástandið er eins og það er í Grikklandi, Spáni og Írlandi.

Getur þú það?

Jón (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 11:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekki hagfræðingur, svo ég get nú ekki útskýrt það öðruvísi en á þann hátt, að fjármálakrísan hefur leikið þessi lönd grátt, alveg eins og Ísland.

Þau eru með evru, þannig að þau geta ekki fellt gjaldmiðilinn til þess að styrkja útflutningsatvinnugreinar sínar og verða því að lækka laun og skera niður allann kostnað af miklu meiri hörku, en Íslendingar hafa þurft að gera, enda hefur krónan fallið mikið og okkar útflutningsatvinnuvegir standa því betur að vígi, en ef gjaldmiðillinn hefði haldist sterkur.

Ef við hefðum haft evruna, þá væri sjávarútvegurinn líklegast kominn á hausinn, eins og flest önnur fyrirtæki, en eins og áður sagði er gengisfallið að bjarga honum, sem og öðrum útflutningsgreinum og ferðaiðnaðinum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband