9.2.2010 | 15:14
Gífurlega mikilvægt fyrir efnahag landsins
Útflutningur hins nýja álvers á Reyðarfirði var að verðmæti 74 milljarða króna og sýnir sú upphæð vel, hve drjúg búbót þetta fyrirtæki er fyrir íslenskt efnahagslíf.
Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra iðnaðarvara, aðallega áls, í fyrsta skipti hærri upphæð en sjávarútvegur skilaði, því veðmæti iðnaðarvaranna var um 240 milljarðar króna, eða um 48% alls útflutnings, en sjávarafurðanna um 209 milljarar króna, eða um 42% alls útflutnings.
Þetta sýnir vel, hvað stóriðjan er farin að skipta gífurlega miklu máli fyrir íslenskan efnahag og hverslags skemmdarverk á honum þingmenn og ráðherrar VG eru að vinna, með því að spilla fyrir og tefja alla atvinnuuppbyggingu í landinu, ekki síst í orkufrekum iðnaði.
Það þyrfti að stefna Svandísi Svavarsdóttur fyrir rétt, til að fá endanlega úr því skorið hvort hún hafi ekki brotið gegn lögum og eðlilegum stjórnsýsluháttum með síðasta úrskurði sínum um skipulag vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.
Einnig gæti Alþingi borið fram vantraust á hana og ef eitthvað væri að marka þingmenn Samfylkingarinnar, myndu þeir greiða atkvæði með því.
Það gæti verið leið til að koma einhverjum málum til að snúast, því þjóðfélagið þolir ekki þessa stöðnun lengur.
Fluttu út vörur fyrir 74 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem vantar í þessa frétt er hvað mikið var greitt á sama tíma í vexti af láninu fyrir Kárahnjúkavirkjun og og þeim framkvæmdum öllum.
Það er bara mismunurinn sem skiptir máli en ekki heildartalan.
Landfari, 9.2.2010 kl. 16:01
Landsvirkjun greiðir vexti af lánum vegna Kárahnjúka og raforkuverðið til álversins greiðir þá svo niður ásamt fjáfestingunni.
Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður virkjunin orðin skuldlaus eftir 40-50 ár og malar þá nánast hreint gull eftir það.
Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 16:30
Þess vegna og einmitt þess vegna er það mismunurinn sem skiptir máli en ekki hvað álverið flytur mikið út.
Á tímabili þegar álverðið var hvað lægst voru vaxtagreiðslurnar og afskriftir hærri en tekjurnar af raforkunni til áversins.
Það skiptir ekki öllu máli hverjar sölutekjur álversins eru. Það sem skiptir öllu máli er hvað mikið af þeim verður eftir í landinu þegar erlendur kostnaður og arðgreiðslur eru uppgerðar.
Hvað er áætlað að lónið fyllist af leir á löngum tíma?
Landfari, 9.2.2010 kl. 18:23
Var ekki reiknað með 100 - 120 árum, sem hægt yrði að reka orkuverið og þá verður það búið að marg borga stofnkostnaðinn.
Það verður auðvitað geysimikil verðmæti eftir í landinu, vegna reksturs álvera, t.d. vegna vinnulauna, alls kyns innlendra aðfanga, viðhalds o.fl., o.fl. Síða eru gjaldeyristekjurnar (mismunur útflutningsverðs og erlendra innkaupa) mikilvægar fyrir þjóðarbú, sem er að drukkna í erlendum skuldum.
Landið vantar fleiri fyrirtæki, sem framleiða til útflutnings, hvort sem það eru álver, eða annars konar fyrirtæki. Sem mest fjölbreytni framleiðslufyrirtækja er auðvitað best. Hingað til hefur ekki verið nein biðröð af slíkum fyrirtækjum, sem hafa sóst eftir að koma til landsins, heldur hefur þurft að hafa fyrir því að fá þau hingað.
Því meiri er glæpur VG að gera allt sem hægt er til að fæla slík fyrirtæki frá landinu.
Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 20:02
Hver segir að mismunurinn á útflutningsverðmæti og keyptum aðföngum og þjónustu skili sér hingað til lands í gjaldeyri?
Fer hann ekki til móðurfélagsins?
Var ekki talað um að hálslón yrði yfirfullt af aur eftir 50 ár?
jón (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:39
Íslensku álfyrirtækin eru sekin sem sérstök hlutafélög skráð hér á landi og lúta sömu lögum um útflutning og önnur íslensk útflutningsfyrirtæki. Sjálfsagt greiða þau arð til eigenda sinna, eins og önnur hlutafélög.
Áætlað var að Hálslón fylltist á 100-120 árum, ef ekkert yrði að gert. Með efnisflutningum væri hægt að starfrækja það lengur.
Axel Jóhann Axelsson, 10.2.2010 kl. 13:05
Við getum verið sammál um það Axel að það er mikilvægt að framleiða til útflutnings. Það er hinsvegar ekkert mikilvægara en framleiða til innanlandsnotkunar sem kemur í stað innflutnigs.
Það er gott að við erum orðnir sammála um að það er mismunurinn á tekjunum og erlenda kostnaðnum auk arðgreiðsla sem skiptir máli en ekki hverjar tekjurnar eru. Sama fyrir Kárahnjúkapart Landsvirkjunar.
Þeta er einmitt það sam vantaði í fréttina og ég var að vekja athygli á.
Svo má deila um hvor það sé þess virði eftir 100 ár að eiga fleiri tugi ferkílómetar af uppfoksleir á hálendinu í stað þess lands sem við áttum.
Þessar framkvæmdir drápu niður mörg smáfyrirtæki fyrir austan sem ekki gátu keppt við sórfyrirtækin á þessum uppgangstímum um starfsmenn. Núna þegar framkvæmdirnar eru búnar er sú flóra horfin sem margir vildu hafa í atvinnulífinu. Hvernig á að meta það?
Það væri frólegt ef einhver til þes bær reiknaði út hvort staða okkar væri betri eða verri í dag ef ekki hefði verið farið út í Kárahnjúkavirkjun. Skuldastaða Landsvirkjunar væri langt um betri og þetta stórhækkaða skuldaálag sem landið sætir nú hefði minni áhrif á rekstur fyrirtækisins sem sumir vilja meina að sé "tæknilega" á hausnum eins og Orkuveita Reykjavíkur. Vextir sem miðað var við þegar farið var af stað eru allt aðrir núna en þá og það gerir virkjunina mun óhagkvæmari. Á móti kemur hærra álverð sem skilar sér í hærra raforkuverði en ég gæti trúað að það dygði ekki til þegar endurnýja þarf lánin á þessum slæmu kjörum sem bjóðast í dag. Þar spilar líka inní að virkjunin fór talsvert fram úr áætlun eins og við var að búast.
Landfari, 10.2.2010 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.