9.2.2010 | 08:25
Tamdi sér lífsstíl útrásarvíkinga
Micahael Carrol, sorphirðumaður, vann stóra pottinn í breska lottóinu fyrir átta árum, en potturinn nam um tveim milljörðum króna. Hann er nú kominn á atvinnuleysisbætur, því hann sólundaði öllum peningunum í lúxus, íbúðir, veislur, skartgripi, gjafir til góðgerðarfélaga og ættingja og í gleðikonur.
Þessi skjótfengni gróði, virkaði á Michael á nákvæmlega sama hátt og nýrýka íslenska banka- og útrásarskúrka, en þeir kepptu hver við annan í gjálífinu, með kaupum á lúxusíbúðum, snekkjum, flugvélum, þyrlum og bílum. Þeir héldu dýrustu veislur, sem um getur og voru örlátir á styrki til góðgerðar- og menningarmála og ýmsar sögur fara af svalli og gleði í veiðiferðum þeirra í dýrustu laxveiðiám landsins.
Þó er einn meginmunur á Michael og sukkkollegum hans íslenskum, þ.e. hann sukkaði fyrir sína eigin peninga, en banka- og útrásarskúrkarnir fyrir lánsfé, sem þeir ætluðu sér aldrei að borga til baka, enda hafa þeir ekki gert það og lánadrottnar þeirra sitja eftir með þúsundir milljarða sárt enni.
Annar munur er sá, að Michael er kominn á atvinnuleysisbætur, en íslensku skúrkunum er haldið uppi af þjóðinni og nýju bönkunum og þeir halda flestum sínum eignum, eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er sem sagt dæmisaga um það, að það er miklu farsælla að sukka fyrir annarra manna fé, en sitt eigið.
Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnað. En að mörgu leyti líkt. Íslensku óráðssíumennirnir eru bara á ofurbótum með fríu húsnæði.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.2.2010 kl. 08:34
þessir aurar fóru allavegana hratt út í hagkerfið sem er gott
Jón Snæbjörnsson, 9.2.2010 kl. 09:37
Jón, þeir fóru aðallega út í hagkerfi erlendra ríkja, þar sem fjárfestingarnar voru nánast allar erlendis. Þess vegna voru þeir kallaðir útrásarvíkingnar.
Þeir héldu meira að segja stærstu partýin erlendis, væntanlega til þess að halda íslenskum aðdáendum sínum í hæfilegri fjarlægð.
Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 09:57
ég átti nú við þennann "heppna" í UK hann skilaði þessu inn í sitt hagkerfi með ýmsum hætti
þessir íslensku eru nú sér á báti og bara baggi á þjóðinni áður sem nú
Jón Snæbjörnsson, 9.2.2010 kl. 13:08
Jón, það er alveg rétt hjá þér, að sá breski hefur eflt hagvöxtinn þar í landi verulega, á meðan að á veislunni stóð.
Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 13:20
Hann kom hingað til náms í skóla sjálfstæðisflokksins, og var þar undir handleiðslu Davíðs Oddsonar, Kjartans Gunnarssonar og Björgólfs Guðmundssonar.
jón (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.