Skipun dómara í fastara form

Oft hafa skipanir í dómarasæti valdið miklum deilum í þjóðfélaginu og oftast vegna þess að pólitískir andstæðingar dómsmálaráðherra hverju sinni, hafa reynt að gera skipanirnar tortryggilegar, eingöngu í þeim tilgangi að koma höggi á ráðherrann.

Ekki hefur verið um að ræða, að óhæfir einstaklingar hafi verið skipaðir í dómarasæti, heldur hefur áróðurinn aðallega beinst að því, að viðkomandi dómari hafi einhver tengsl við ákveðinn stjórnmálaflokk, eða að hann sé skyldur einhverjum aðila, sem ástæða þykir til að láta viðkomandi gjalda fyrir.

Vonandi verður þessi nýja aðferð við dómaraval, til þess að minnka úlfaþytinn í kringum þessar skipanir, þó hún muni vafalaust ekki verða til að skipa algeran frið, því alltaf mun verða hægt að véfengja ákvörðun ráðherra, ef fleiri en einn verða taldir hæfastir umsækjenda.

Sú pólitík, sem rekin hefur verið til að gera dómararáðningar tortryggilegar, hafa ekki gert annað en grafa undan trausti dómstólanna og má því líta á sem hrein skemmdarverk gegn réttarörygginu í landinu.


mbl.is Ráðherra settar skorður við skipun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já og stundum hafa ráðherrar gert ráðningar tortryggilegar þegar ekki eru ráðnir hæfiustu einstaklingarnir að mati dómarnefndar sem að ráðherra hafði á sinum snærum til að fara yfir umsóknir. Svoleiðis vinnubrögð hafa valdið meiri deilum en aðrar stöðuveitingar.

Gísli Foster Hjartarson, 6.2.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þarna komst þú við viðkvæman blett Gísli.

Axel mun ekki svara þér, enda flúinn af hólmi sem sönnum sjalla þegar þeir lenda í vandræðum.

Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 21:22

3 Smámynd: Svavar Bjarnason

Er það ekki eins og að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar íhaldsmenn fara að tala um ráðningar í dómarastöður? !!!

Svavar Bjarnason, 6.2.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða dómari hefur verið skipaður í embætti, án þess að vera full hæfur til þess?

Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Svavar Bjarnason

Heyrðu Axel.

Á hvaða plánetu býrðu eiginlega? !!!!

Svavar Bjarnason, 6.2.2010 kl. 22:52

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svavar, ef þýrð á Íslandi, þá hlýtur þú að vita. að allir sem skipaðir hafa verið í dómarastöður hafa verið taldir til þess hæfir af valnefnd.

Axel Jóhann Axelsson, 7.2.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband