6.2.2010 | 07:11
Krofuhafarnir yfirtaki Byr
Kröfuhafar í Byr sparisjóð, aðallega íslelnskir lífeyrissjóðir, haf hafnað tilboði ríkisins um að fá greitt 40% af kröfum sínum, sem ríkið bauð og ætlaði síðan að yfirtaka sparisjóðinn.
Nóg er komið af fyrirtækjum, sem ríkið hefur yfirtekið, beint og aðallega óbeint í gegnum Landsbankann og kominn tími til að allra annarra leiða verði leitað, en að ríkið komi að öllum uppgjörum fyrirtækja í landinu.
Eðlilegast væri að kröfuhafarnir sjálfir yfirtækju Byr og gerðu sjálfir sem mest úr sínum kröfum, annaðhvort með sölu hans, eða með því að eiga hann áfram og ná þannig inn höfuðstól sínum á löngum tíma.
Einhverntíma mun ára betur á ný og þegar rofa tekur, verður ömurlegt til þess að hugsa, að nánast allur rekstur í landinu verði beint og óbeint á vegum hins opinbera.
Ríkið vill eignast Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki reyndist einkavinavæðing sjálfstæðisflokksins betri fyrir okkur.
Setti þjóðina á hausinn.
Þökk sé ykkur sjálfgræðgismönnum.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 11:58
Takk, sömuleiðis. Ef menn berja höfðinu lengi við steininn, fá þeir óþorlandi höfuðverk, sem erfitt er að losna við. Það er nauðsynlegt að verja höfuðið, ef ætlunin er að nota það eitthvað. Þetta er heilræði, sem margir fleiri en þú, ættu að íhuga.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 12:13
Þú hlýtur þá kominn með hræðilegan höfuðverk, Axel minn, eftir allt veggjastangið.
Jóhannes Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 12:30
Þá þyrftir þú að biðja lækninn þinn um Parkódin Forte extra stóran skammt.
Ég sé ekki betur en að þú sért bæði heyrnarlaus og sjónlaus , samkvæmt afneitunum þínum á því sem gerst hefur hér.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 13:16
Jóhannes og Sveinn, alveg er ótrúlegt að sjá það ennþá, tæpu einu og hálfu ári eftir hrun, að þið skuluð ekki ennþá vera búnir að átta ykkur á því, hverjir ollu hruninu og hverjir ábyrgðarmenn þess voru.
Það er gjörsamlega tilgangslaust, að eiga einhverjar rökræður við svona ofsaöfgafulla eintrjánunga, sem eru með bundið fyrir augu og eyru og þylja alltaf sömu tugguna, án nokkurrar tilraunar til rökhugsunar.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 13:44
Tek undir þetta innlegg þitt kl. 13.44, Axel Jóhann, en ekki undir pistil þinn!
Jón Valur Jensson, 6.2.2010 kl. 14:48
Hverjir ollu hruninu? Hverjir eru ábyrgðarmenn þess?
Það lýtur út fyrir það að þú einn vitir það.
Vilt þú vera svo vænn að segja okkur hinum frá því?
En höfuðverk hlýtur þú að hafa og það mikinn.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 16:43
Var hrunið alíslenzkt? – Nei, fjarri fer því.
Áttu demókratarnir Clinton og Carter einhverja sök á hruninu? - JÁ! Þeirra var ábyrgðin á því, að undirmálslánin fóru af stað í Bandaríkjunum. Það er nóg að menn átti sig á þessu einu, til að þeir hinir sömu skilji gífurlegar afleiðingarnar.
Átti Evrópubandalagið einhverja sök á því, hve alvarlegt hrunið varð á fyrirtækjum og bönkum og á kjaraskerðingu almennings? – Já, svo sannarlega! Alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir bera þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis, upplýsti Richard Murphy, brezkur endurskoðandi og háskólakennari um, m.a. í Spegli Rúv, og það var Evrópubandalagið sem lét innfæra, ekki bara hjá sér, heldur á EES-svæðinu, þær fáránlega ábyrgðarlausu reglur, sem stuðluðu að bólumyndun fyrirtækja, uppreiknun verðs þeirra út frá 'viðskiptavild' o.m.fl. bókhaldsrugli sem gerði ársreikninga þeirra ómarktæka og gaf bandamönnum þeirra í bönkum færi á að lána þeim margfalt of mikið – með alkunnum afleiðingum. Evrópubandalagið ber sökina, en vill ekki kannast við neitt! Sjá líka þessa grein: Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir.
Jón Valur Jensson, 6.2.2010 kl. 17:02
Ég var ekki að spyrja þig Jón.En þú ert haldinn sömu veiki og Axel. Sem er að vera bæði blindur og heyrnarlaus á gjörðir sjálfstæðisflokksins.
Vonandi getur Axel upplýst mig um það sem ég spurði hann.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 17:08
Jón Valur, þakka þér fyrir þetta innlegg þitt, það er málefnalegt og rökrétt, eins og þín er von og vísa.
Hvorki þessar útskýringar, eða nokkrar aðrar duga Sveini Elíasi til skilnings á málinu, enda er hann eins og púlshestur með leppa fyrir augum, þannig að hann sjái ekkert til hliðanna. Strithrossið horfir bara beint fram og er barið áfram af kúski sínum. Þannig er málum háttað með Svein, enda allir hættir að nenna að eyða orðum á hann á blogginu.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 17:50
Sko Jón Val. Hann hefur raknað úr rotinu eitt augnablik og tekist að puðra út einu bloggi til varnar vini sínum.
Annars er aðdáunarvert hvað Jón Valur er ötull við að stanga vegginn; í hvert skipti sem hann fellur í öngvit rís hann upp aftur og heldur áfram að stanga og botnar ekkert í af hverju fjandanum að veggurinn skuli ekki vera fyrir löngu hruninn.
Jóhannes Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 18:00
Ég vil taka fram, að með innleggi mínu var ég alls ekki að fullyrða, að íslenzkir auðmenn hafi verið saklausir af því að hafa með ýmsum aðgerðum sínum stuðlað að dýpkun kreppunnar hér á landi. Sannarlega brutu bæði ýmsir helztu bankamenn, sumir forstöðumenn lífeyrissjóða, stjórnarmenn í fyrirtækjum, framkvæmdastjórar og eigendur stórfyrirtækja af sér á margvíslegan hátt. Það hefur átt sinn drjúga þátt í alvarleik hrunsins hér á landi, og sífellt er að bætast við slóðann langa af bókhaldsbrellum og beinum lögbrotum margra þessara manna. Mál forstjóra Sjóvár, með hrikalegum afleiðingum, er t.d. eitt, annað er ætluð brot forstöðumanna Glits, sem tók við eignum Samvinnutrygginga (tvö sveitarfélög voru að kæra þau meintu brot nú, sjá bls. 2 í Fréttablaðinu í dag), þriðji pakkinn er margvísleg brot bankamanna vegna peningamarkaðssjóðanna, hvernig þeir óvirtu þar reglur um þau hlutföll, sem vera máttu milli mismunandi fjárfestingarleiða sjóðanna, o.s.frv. Það ber að ganga afar hart eftir öllu þessu og líða engar undanfærslur né yfirlýsta vanþekkingu ábyrgðaraðilanna á viðkomandi málum. Við ætlum ekki að horfa upp á bankamennina í hálaunuðu stöðunum – m.a. við að koma út peningamarkaðsbréfunum með gylliboðum og skröki – halda í og bæta jafnvel við alla sína óguðlegu bónusa og ofurfríðindi.
Jón Valur Jensson, 6.2.2010 kl. 18:07
Takk aftur Jón Valur, þetta var góð viðbót.
Eins og bæði þú og aðrir hafa séð, þá er ekki hægt að rökræða eitt eða neitt við Jóhannes, frekar en Svein.
Athugasemd hans, nr. 11, er enn ein sönnunin um það.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 18:40
Semsagt Clinton og Carter sem var forseti fyrir 30 árum eiga sök á einkavinavæðingu sjálfstæðisflokksins.
En eitthvað er Jón að draga í land en Axel greyið er svo vankaður eftir höfuðhöggin að hann þarf á bráðahjálp lækna að halda.
Við Jóhannes nennum að reyna að hjálpa mönnum eins og þér sem eru alvarlega veikir af siðblindu.En skiljanlega nennir þú því ekki sökum veikinda þinna.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 19:01
Stóryrði þín eru þer ekki til frægar, Sveinn, og heldur ekki vanþekkingin á því sem átti sér stað með fáránlegri lagasetningu demókrata um undirmálslán og skylda hluti.
Jón Valur Jensson, 6.2.2010 kl. 19:11
Að segja ókunnugt fólk veikt af siðblindu, segir allt sem segja þarf um þann, sem slíkt lætur frá sér.
Vona að þér líði vel Sveinn, enda greinilega alheilbrigður að eigin áliti.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 19:12
Axel. Lestu það sem þú hefur sjálfur svarað okkur Jóhannesi.
Enn hefur þú ekki svarað spurningunni sem ég lagði fyrir þig í færslu nr. 7.Því vil ég endurtaka hana,því að þú segir að við Jóhannes séum ekki að átta okkur á hlutunum, og bið ég þig þá endilega að upplýsa okkur OFSAFULLU EINTRJÁNUNGUNA um þetta.
Hverjir ollu hruninu, og hverjir eru ábyrgðarmenn þess?
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 19:30
Sveinn minn, hættu nú þessu endalausa rugli, það er búið að reyna að útskýra þetta fyrir þér ótal sinnum og alltaf kemur þú með sömu tugguna.
Þetta verður mitt allra síðasta svar við þessum ótrúlega barnaskap þínum.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 20:06
Semsagt. Þú einfaldlega getur eða þorir ekki að svara spurningunni, og flýrð.
Enda gera sannir sjálfstæðismenn það gjarnan þegar þeir lenda í blindgötu.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 20:15
http://www.youtube.com/watch?v=rnjNbq6YrJs&feature=PlayList&p=127CBBC84C4D36E9&playnext=1&playnext_from=PL&index=24
Þið vitið allt, getið allt, gerið allt betur en fúll á móti.
Bjartmar Guðlaugs (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:57
Alltaf haft gaman af lögum Bjartmars, þó ekki líklega sé þessi Bjartmar ekki sá eini sanni.
Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 21:21
Svar óskast.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 21:27
Ég veit ekki, hvaða "karlgarm" þessi Sveinn er að tala um eða hver lokaði á hann, ekki var það ég.
En spurningu hans er bæði auðvelt og erfitt að svara. MARGIR ollu hruninu, bæði í Bandaríkjunum, Evrópubandalaginu og á Íslandi. Ég hef bent á ýmsar ástæður hér ofar (þótt ég ætli þeim ekki að vera tæmandi) og þarf ekki að endurtaka þær.
Jón Valur Jensson, 8.2.2010 kl. 01:08
Nei, þú sérð það ekki, enda var ég ekki að tala um samband milli einkavæðingar og gerða þessara forseta, heldur hitt, að þegar þeir "líberalíseruðu" löggjöf um ábyrgðir manna vegna húsnæðislána – m.a. til að gera fátækum fært að kaupa húsnæði og fá það, sem kallað var síðar "undirmálslán" (undirmáls vegna þess að það þótti ekki góður pappír áður að geta ekki haft veð eða ábyrgðarmenn til að styðja lánsumsókn sína) – þá urðu þeir þar með valdir að húsnæðisbólunni sem átti svo mikinn
þátt í hruninu í Bandaríkjunum; áhrif þess bárust svo til Bretlands og Íslands, bæði afleiðingarnar og eins þessi tízka að veita mönnum mikil lán eða kaup í hlutabréfum með lítilli alvöru-tryggingu!
Jón Valur Jensson, 9.2.2010 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.