2.2.2010 | 16:47
Falsaðar vísindaniðurstöður
Breska læknablaðið Lancet hefur neyðst til að afturkalla grein frá árinu 1998 eftir lækninn Andrew Wakefield sem hélt því þar fram, að bólusetning gegn nokkrum barnasjúkdómum ylli einhverfu.
Greinin hafði mikil áhrif, eða eins og segir í fréttinni: "Þetta skaut foreldrum víða um heim skelk í bringu og verulega dró úr bólusetningunum með þeim afleiðingum að mislingar, sem áður höfðu vart sést, blossuðu upp að nýju og ollu dauða eða miklum skaða hjá mörgum börnum."
Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegt mál og spurning hvort ekki ætti að draga þennan Wakefield fyrir rétt, a.m.k. á grundvelli manndrápa af gáleysi.
Nýlega komst einnig upp, að vísindamenn hefðu falsað niðurstöður rannsókna um hlýnun jarðar, en Umhverfisstofnun SÞ byggir á þeim niðurstöðum í vinnu sinni og reyndar flest umhverfisverndarsamtök heims, hampa þeim niðurstöðum óspart, jafnvel þó komið hafi í ljós, að um falsanir sé að ræða.
Lærdómurinn, sem af þessu má draga, er sá, að engum vísindamönnum er treystandi, fyrr en niðurstöður þeirra hafa verið margprófaðar, af mörgum óskildum rannsóknaraðilum.
Lancet afturkallar 12 ára gamla grein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr!
Guðfinna Ýr (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:58
Hvaða fölsuðu niðurstöður eru það?
Og ég veit ekki betur en að niðurstöðurnar um hlýnun jarðar séu margsannaðar af nánast öllum vísindamönnum í faginu. Einstök mistök, illa orðaðir póstar, og já jafnvel falsanir, örfárra eru ekki sönnun á að það sé alheims samsærri meðal milljóna af fræðimönnum og vísindamanna um að blekkja heiminn bara af af því bara. Svoleiðis samsæriskenning er akkúrat það sem þessir fylgjendur þessar læknis héldu að væri í læknaheiminum. Og þúsundir létust vegna þessarar samsæriskenningar. Sama þó að allir vísindamennirnir reyndu að sannfæra í 10 ár að þetta væri allgert helvítis bull í manninum.
Ég held allavega að þú hafir dregið rangann lærdóm af þessu máli. Vegna þess að hér er um að ræða lækni sem að falsaði niðurstöður sínar og var þvert á allar aðrar niðurstöður allra annara og gerði það í eiginn hagsmunaskini. Því áttu að líkja saman við þá sem að í hagsmunakskini fyrir eigið fyrirtæki falsa eða varpa vafa á þá hættu sem að veðurbreytingar geta verið.
Auðvitað er vafamál í þessu varðandi hversu mikil hættan er og hversu mikill skaðinn getur orðið. En það er eðli málsins bara ekki hægt að vita þetta nákvæmlega fyrirfram. Og það þýðir ekki að bíða þar til að við erum 100% viss um nákvæmlega öll atriði. Það væri eins og að vilja ekki stoppa stríð vegna þess að við vitum ekki nákvæmlega hver loka fjöldi látinna er. Eðli málsins er bara það að þegar við vitum þessa hluti nákvæmlega er þegar að þeir eru löngu búnir að gerast.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:44
Hann er væntanlega að tala um niðurstöður sem sýndu að Himalaja væri að hverfa eða eitthvað í þá áttina.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/8468358.stm
Halldór (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:05
Það má lesa nánar um þetta Himalaya mál á Loftslag.is - Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
En eins og Jón Grétar bendir réttilega á, þá eru einstök mistök í 3.000 blaðsíðna skýrslu í 3. hlutum, sem eru leiðrétt af vísindamönnum, enginn sönnun þess að Jörðin sé ekki að hlýna líkt og sumir halda ranglega fram.
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 22:38
Besta sönnun þess að vísindum er ekki of vel treystandi er sú að vísindin standa vörð um vafasamar vísinda-niðurstöður á kosnað óhefðbundinnar, ævafornar alvöru þekkingar.
Óhefðbundnar lækningar eru þaggaðar niður í skólum vísinda-heimsins (sem að mjög mörgu leyti er lofsverður) og af lyfjaframleiðendum. Allt námsefni hefðbundinna lækninga er einskorðað við vísinda-lækningar og eru því hefðbundnir læknar sviknir í sínu námi af höfundum vísinda-námsefnisins! Síðan sitja svo margir ágætis læknar uppi með há námslán og léleg laun í svo einhæfum lækningum!
Hörmulegt!
Þeir sem hafa verið úrskurðaðir ólæknandi í vísinda-heimum hafa oft farið óhefðbundnar leiðir á eigin kostnað alfarið og fengið bót meina sinna í mörgum tilfellum (samt geta því miður verið svik í tafli þar líka). En oftar en ekki er árangur óhefðbundinna lækninga þaggaður niður. Einnig er sum vísindaleg þekking þögguð niður vegna þess að sumir lyfjaframleiðendur tapa (svo sem ADHD-lyfjahjálp) vegna taps á sölu geðlyfja. Umfram allt skal þaggað niður hversu gífurlega mikilvæg greining á ADHD og rítalínmeðhöndlun er (tap á geðlyfja-sölu)!
Óhefðbundnar lækningar og grasa-lækningar eru miklu eldri og þróaðri á mörgum sviðum en vísinda-lækningar. Og enn berja sumir, en ekki allir vísinda-postular höfðinu við steininn hér í Evrópu og víðar og neita að vinna með grasalæknum og annarskonar óhefðbundnum lækningum. Með nokkrum undantekningum samt, t.d. Þýskaland og okkar ágæta Bretland ? Þar standa þeir framar en Ísland, og eru búnir að viðurkenna að einhverju leyti samstarf í heilbrigðiskerfinu að ég tel, og óefað öllum í hag.
Ekki undarlegt að heilbrigðis-kerfi vesturlanda sé dýrt. Fólk er næstum brennt á báli ef það segir frá þessum óhefðbundnu fræðum því það eru jú lyfjafyrirtækin sem ekki vilja missa spón úr aski sínum. En fólk er ekki brennt á báli lengur því það yrði ekki viðurkennt af mannúðar-ástæðum, heldur eru bornar út lygar um fólk sem vill segja frá. Það er gert ótrúverðugt af lyfja-valda-mafíunni og lagt í einelti þar til það hættir að segja frá, eða enginn trúir því sem það fólk segir. Þetta eru "nýju og siðmenntuðu mannúðar-aðferðir" lyfja-mafíunnar, sem hafa á "siðaðann hátt" dregið marga til dauða fyrir aldur fram, og ervitt vegna fjárskorts að sanna það fyrir einstaklinga utan mafíunnar (svika-lyfjamafían stjórnar nefnilega heiminum að stærstum hluta til).
Þetta er bara hræðileg staðreynd. Gæti talið upp mörg dæmi. En ætla að hlífa fólki við því akkúrat núna. En er ekki hætt að tala máli réttlætis í þessum málum, síður en svo. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2010 kl. 23:24
Hér kemur Anna einmitt með eina af þessu samsæriskenningum sem ég tala um sem að eru í gangi í dag.
Ég veit ekki betur en að kukl og galdrar fái að starfa nánast 100% óáreitt hér á íslandi. En þessir kuklarar vilja starfa fyrir utan allt kerfið enda hafa þeir aldrei getað sannað eða sýnt fram á að nokkuð sem þeir gera virki einu sinni smá.
Það sem fólk eins og Anna er ekki að átta sig á að þessi dýrkun þeirra á öllu gömlu er frekar dauf rök. Í upphafi læknavísinda voru öll þessi gömlu lyf og lækningar prufuð með tilraunum og það sem að virkaði varð að lyfjum og læknar nota það enn þann dag í dag. Og flest öll lyf í gangi í dag koma frá náttunni. Það sem að var prufað og sýnt framm á að virka ekki eða virka illa varð svo að "grasalækningum".
Það hefur aldrei verið vandamál fyrir vísindi að viðurkenna nýja hluti. Það er starf vísindamanna að finna nýja hluti. Að segja að vísindamenn vilji ekki ný vísindi er álíka heimskulegt og að segja að smiðum sé illa við það þegar að fólk smíðar ný hús.
Grasalæknar hafa öll tækifæri í heiminum til að sanna sig. Það er ekki vísindunum að kenna að þeim tekst ekki að sýna framm á bata. Þessir gæjar ætti að fara sýna smá ábyrgð og manndóm og hætta að kenna öllum öðrum um eigin vanhæfni.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:52
Jón Grétar! Takk fyrir athugasemdina. Ég ætla að velta fyrir mér hvað þú ert að meina. Geri ekki lítið úr vísindum, svo framarlega sem vísindin leiða okkur ekki beina leið í glötun.
Hvernig útskýrir þú t.d. þá staðreynd að ofnotkun pensilíns hefur eiðilagt þarmaflóru fólks? Í þarmaflórunni er næringin tekin úr fæðunni! Ef þú nærð ekki að nýta næringu úr fæðunni upplifir þú skorts-sjúkdóma. Síðan hefur vísindalæknum ekki verið kennt að takast á við slíkt og verða að vísa fólki frá sér! Og hvað tekur þá við hjá einstaklingum svikinna sjúklinga? Gott væri ef þú gætir útskýrt það fyrir mér og fleirum!
Gleymdu ekki þeirri staðreynd að peningaöflin stjórna öllu á siðspilltan hátt, en ekki hinn raunverulegi sannleikur um vönduð og velviljuð gæði. Einhliða svika-peninga-gróði er ekki alvöru gróði!
Þannig er þessi spillti heimur. Þeir sem trúa á spillinguna en ekki sanna samvinnu að lausnum fyrir alla, lenda að lokum í sinni eigin snöru. M.b.kv. Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2010 kl. 22:06
"Hvernig útskýrir þú t.d. þá staðreynd að ofnotkun pensilíns hefur eiðilagt þarmaflóru fólks? Í þarmaflórunni er næringin tekin úr fæðunni! Ef þú nærð ekki að nýta næringu úr fæðunni upplifir þú skorts-sjúkdóma. Síðan hefur vísindalæknum ekki verið kennt að takast á við slíkt og verða að vísa fólki frá sér! Og hvað tekur þá við hjá einstaklingum svikinna sjúklinga? Gott væri ef þú gætir útskýrt það fyrir mér og fleirum!"
- Áhugavert. Ofnotkun sýklalyfja (ekki endilega penicillins heldur frekar azithromycins á Íslandi) er vissulega stórt vandamál. Ég hef þó mun meiri áhyggjur af sýklalyfjaónæmi baktería sem gerir meðhöndlun sýkinga erfiðari og hættulegri heldur en tímabundinni röskun á þarmaflóru. Þarmaflóran jafnar sig fljótt eftir að hætt er á sýklalyfjum og jafnvel fyrr ef fólk borðar AB mjólk og borðar trefjaríkan mat. Allir læknar sem ég hef gengið til um ævina hafa ráðlagt mér að borða jógúrt og AB mjólk á meðan ég er á sýklalyfjum.
"Gleymdu ekki þeirri staðreynd að peningaöflin stjórna öllu á siðspilltan hátt, en ekki hinn raunverulegi sannleikur um vönduð og velviljuð gæði. Einhliða svika-peninga-gróði er ekki alvöru gróði!"
- Já, ég er sammála þér í því að vandinn liggur í gróðahyggju og spillingu. En gleymdu því ekki að gróðahyggjan og spillingin liggur líka hjá "græðurum" og fyrirtækjum sem framleiða "óhefðbundin" lyf eins og MMS og hómópatalyf. Að auki er allt of lítið eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja og er lítið mál að setja á fót fyrirtæki í Bandaríkjunum (og víðar) sem framleiðir bætiefni sem inniheldur hvaða vitleysu sem er og markaðssetja í fallegum umbúðum með fögrum fyrirheitum.
Ég er þeirrar skoðunnar að við eigum ekki að eyða skattpeningum skattpíndrar og skuldugrar þjóðar í meðferðir sem hafa engar traustar vísindarannsóknir á bakvið sig og byggja á vægast sagt vafasömum forsendum. Nógu dýrt er að reka núverandi heilbrigðiskerfi með vel grunduðum meðferðum.
Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:35
Anna, ef þú ætlar að sanna áhrifamátt óhefðbundinna lækninga þá er ekki nóg að þú nefnir dæmi um það að hefðbundnar lækningar virki stundum ekki nógu vel. Það er alveg rétt að ofnotkun sýklalyfja er að verða mikið vandamál í hinum vestræna heimi, en það segir nákvæmlega ekki neitt um gagnsemi óhefðbundinna lækninga.
Þú verður að koma með haldbærari rök ef þú vilt að fólk öðlist trú á óhefðbundnum lækningum.
Þetta er svona eins og ég myndi selja þér Philips sjónvarp sem væri ónýtt en ég héldi því samt fram að það væri í lagi og við ættum eftirfarandi samtal.
Anna: Heyrðu Lena, þetta Philips sjónvarp sem þú seldir mér er ónýtt!
Lena: Neinei. Sjáðu bara þetta Samsung sjónvarp hérna. Það er ekki hægt að skipta um stöð á því.
Ef ég sýni fram á galla Samsung sjónvarpsins þýðir það þá að Philips sjónvarpið sé í lagi?
Það gildir alveg það sama um þessa umræðu. Þó að þú sýnir fram á að hefðbundnar lækningar séu gallaðar þá þýðir það ekki að óhefðbundnu lækningarnar virki. Rök takk!
Lena Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.