Á brattann að sækja fyrir Samfylkinguna

Degi B. Eggertssyni er hér með óskað til hamingju með góða kosningu í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem og öðrum, sem röðuðust í sætin þar fyrir aftan.

Í þrem efstu sætunum eru sitjandi borgarfulltrúar, þannig að miðað við frammistöðu Samfylkingarinnar í borgarmálum á þessu kjörtímabili, er ekki hægt að gera ráð fyrir að listinn nái neitt sérstaklega miklum árangri í kosningunum í vor.  Ekki hjálpar frammistaða flokksins í landsmálunum heldur til, þvert á móti mun hún verða borgarstjórnarlistanum til mikilla trafala.

Það vekur einngi athygli, að aðeins 2.656 atkvæði skyldu skila sér í prófkjörinu, en það er innan við helmingur þess fjölda, sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.

Það gefur sterklega til kynna, að Samfylkingin eigi verulega á brattann að sækja um þessar mundir.


mbl.is Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hugsa sé fagnaðarlætin. 66 % Samfylkingarmanna nenna ekki á kjörstað og kjósa. Listinn er einvörðungu í umboð 34 % skráðra Samfylkingarmanna í Reykjavík. Þvílíkur ósigur Samfylkingar.  Samfylking er með ca.70 % flokksmanna í limbói vegna næstu borgarstjórnakosninga.  Er þetta ekki dásamlegt.  Framfarir fyrir lýðræðið. Málsaður þeirra er ekki góður, eða er það?.

Eggert Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 23:48

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Væntanlega hjálpar hrunið sem var í boði sjálfstæðisflokksins, og mjög heiðarleg framkoma Vilhjálms þ og sjallanna í garð Ólafs F Magnússonar  þessum flokki þínum í kosningunum.

Sveinn Elías Hansson, 30.1.2010 kl. 23:52

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Lítil kosningaþátttaka hjálpar ávalt lýðræðinu. Því færri sem kjósa því fleiri sem mótmæla.  Þessar kosningar eu skýr skilaboð til flokkana um vilja fólksins. Þeir þurfa "eðlilegan" tíma til að átta sig á hlutunum. Fólkið ætlar að taka völdin. Mennbúa ekki til vilja fólksins á svona kosningum. Þetta sama er að gerast í ESB. Annanð hvort er fólki sama eða ekki.  Á Íslandi er fólki ekki sama, en í ESB er fólki sam, því það er búið að deyfa það. Þegar deyfingin hjaðnar þá mun fólkið einning ná stjorn á málunum á ný.  ESB er að drepa EVRÓPU.

Eggert Guðmundsson, 31.1.2010 kl. 00:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samfylkingarmenn þurftu ekki að mæta á kjörstað, því kosningin var rafræn, þannig að menn gátu kosið heima hjá sér.

Það sýnir áhugaleysið, að fólk skuli ekki einu sinni nenna að kveikja á tölvunni til þess að nýta kosningaréttinn.  Það hlýtur að vera gífurleg vonbrigði fyrir Dag og félaga.  Sýnir líklega stöðu Samfylkingarinnar í pólitíkinni, um þessar mundir.

Sveinn, þú heldur áfram þessu barnalega hjali þínu, engum til gagns eða ánægju, nema náttúrlega sjálfum þér.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2010 kl. 00:05

5 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þú heldur áfram í afneituninni.Og ert enn jafn rök og ráðþrota sem fyrr, enda ekki nema von, því flokkur þinn er með allt niður um sig.Nægir í því sambandi að nefna nokkur nöfn sem þurfa brátt að víkja af þingi.

Bjarni Ben

Þorgerður Katrín

Ásbjörn Óttarsson

Illugi Gunnarsson

Guðlaugur´Þór  eigum við að halda áfram.

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 00:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Farðu nú að sofa Sveinn litli, það er löngu kominn háttatími fyrir börnin og þá barnalegu.  Þú verður líka svo ergilegur, þegar þú verður syfjaður.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2010 kl. 00:20

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held þú ættir að halda áfram Sveinn. Þú gætir byrjað á öðrum flokkuum.

Eggert Guðmundsson, 31.1.2010 kl. 00:21

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Rök og ráðþrota, segir manngreyið oðrum að fara að sofa, þegar komið er við viðkvæma bletti.

Eigum við að halda áfram með framkomu sjallanna  við Ólaf F Magnússon?

Sveinn Elías Hansson, 31.1.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband