Alger niðurlæging

Bretar og Hollendingar hafa kúgað og rassskellt ráðamenn á Íslandi í hálft annað ár og virðast þeir íslensku vera orðnir svo háðir kvölurum sínum, að þeir eru farnir að sækjast í að láta hæða sig og spotta á opinberum vettvangi.

Síðast liðið sumar skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, auðmjúkt bréf ti forsætisráðherra Breta og Hollendinga og bað um viðtal við þá, væntanlega til að játa þeim hollustu siína, en þeir virtu hana ekki viðlits og svöruðu bréfunum ekki fyrr en eftir marga mánuði, án þess að samþykkja nokkurt samtal við frúna.

Síðan hafa þessir kvalarar íslensku þjóðarinnar ekkert sýnt, nema hortugheit og staðið óhaggaðir við sínar ýtrustu og ólöglegu kröfur um að Íslendingar greiði obbann af sköttum sínum næstu áratugi til þessara erlendu þrælahaldara.  Ekki nóg með að þeir vilji að íslenska ríkið ábyrgist höfuðstól þeirra greiðslna, sem þeir inntu af hendi, umfram lágmarksinnistæðutryggingu, heldur okurvexti að auki.

Steingrímur J., fjármálaráðherralíki, plataði formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með sér á fund í Haag, væntanlega undir því yfirskini, að þrælapískararnir ætluðu að sýna einhverja sanngiri í málinu, en það var öðru nær.  Ferðin var enn ein niðurlæging íslenskra ráðamanna, enda kom ekkert nýtt fram á fundinum.  Eingöngu voru ítrekaðar kröfurnar um greiðslurnar ólöglegu, með okuvöxtunum.

Fram kemur í hollenskum fjölmiðli að:  "Frá sjónarhóli hollenskra stjórnvalda væri tilgangurinn fyrst og fremst að fá skýrslu um stöðuna á Íslandi." 

Sendinefndin var sem sagt kölluð til Haag til þess að gefa Hollendingum skýrslu um stöðuna á Íslandi.

Hvað ætla Íslendingar að láta niðurlægja sig lengi?

Vonandi ekki lengur en fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Þá verða kjósendur að segja NEI, hingað og ekki lengra.


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur.Tak reku og pál og gakk til fyrri verka.

jóhanna tak svuntu þína og gakk um borð.

og góða ferð útí vitleysuna

axel (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hræðileg óstjórn er yfir okkur íslendingum því miður.

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 00:08

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þér væri nær Axel Jóhann að beina geiri þínum að þeim pólitíkusum sem létu fjárglæframenn úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum  stela ríkisbönkunum, Landsbanka og Búnaðarbanka. Voru þessir pólitíkusar ekki einmitt úr þessum tveimur fyrrnefndum flokkum? Voru það ekki fjárglæframenn úr Sjálfstæðisflokknum sem stofnuðu ICESAVE reikningana í Hollandi og Bretlandi, þeir sem þóttust ætla að kaupa Landsbankann en fengu lán til þess hjá Framsóknarglæframönnunum í Búnaðarbankanum og borguðu aldrei lánið. Var ekki framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson í bankaráði Landbankans þegar þessir glæpsamlegu ICESAVE reikningar voru stofnaðir til að sjúga fé út  úr sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi. Hvert var þeim peningum komið, eru þeir grafnir á Tortóla eyjum?

Þú og aðrir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins haldið að það sé hægt að fá íslenskan almenning til að gleyma öllu þessu glæpsamlega athæfi með því að ráðast að þeim sem eru að vinna hörðum höndum að því að endurreisa Ísland en ykkur verður ekki kápan úr því klæði!!!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 00:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, ekki veit ég hvar í flokki þessir glæpamenn voru, frekar en að ég láti mér detta í hug að úthúða Vinstrir hreyfingunni, grænu framboði, í hvert sinn, sem einhver kjósandi þess flokks er settur á Litla-Hraun fyrir einhverja glæpi.

Ég hef aldrei haft hugmyndaflug til að láta mér detta í hug, að glæpirnir séu framdir í nafni þess flokks, eða á hans vegum.

Ekki veit ég heldur hvað rætt er og skipulagt á flokksfundum VG, en ég veit hins vegar fyrir víst, að á fundum innan Sjálfstæðisflokksins eru glæpaverk aldrei skipulögð, né menn gerðir út á vegum flokksins til slíkra verka.

Svona fáráðlegar tengingar milli stjornmála og glæpa, lýsa mínum hugarheimi ekki neitt, en segja hinsvegar margt um hugaróra skrifarans sjálfs. 

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 02:48

5 identicon

er þetta alveg satt.

gisli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 08:24

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þð er geinilegt hvar þítt pólitíska hjarta slær.

Ég hef aldrei haft hugmyndaflug til að láta mér detta í hug, að glæpirnir séu framdir í nafni þess flokks, eða á hans vegum.

Sem sagt, þú sýknar Sjálfstæðisflokkinn algjörlega, þú vilt ekki viðurkenna að sá veldur miklu sem upphafinu veldur,  þeir sem stofnuðu hina glæpsamlegu ICESAVE reikninga. Þess í stað djöflast þú á núverandi Ríkisstjórn sem er að vinna hörð um höndum við að hreinsa flórinn eftir flokksbræður þína og systur í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Ef þú ætlar að svara mér aftur þá reyndu að ræða þetta mál með rökum en ekki leggja á flótta.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 30.1.2010 kl. 14:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt hjá þér Sigurður, að mitt pólitíska hjarta slær takfast og örugglega, en aldrei hef ég varið glæpamen, hvaða stjórnmálaflokk, sem þeir hafa stutt, né hverjir glæpirnir eru.

Ekki hef ég séð neinn rökstuðning frá þér um tengsl stjórnmálaflokka við skipulagða glæpastarfsemi, hvorki VG eða Sjálfstæðisflokksin, eða nokkurra annarra flokka.  Þú hefur eingöngu slengt fram rakalausum fullyrðingum, fúkyrðum og öfgum.

Svör geta ekki orðið mikið merkilegri en fyrirspurnin eða sleggjudómurinn, sem menn leyfa sér að setja fram, að því er virðist í einhverjum pólitískum leðjuslag.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 15:17

8 identicon

hvað með sjóvá

gisli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:33

9 identicon

vá     B     B

gisli (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:02

10 Smámynd: Auðun Gíslason

Rassskellingin hófst í október 2008 og enn er flengt með sama vendinum!!!

Auðun Gíslason, 30.1.2010 kl. 23:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Satt er það Auðunn, að Samfylkingarmenn eru búnir að láta Breta og Hollendinga rassskella sig alveg frá því í október 2008.  Enda eru þeir orðnir lúbarðar undirlægjur kvalara sinna og virðist bara vel líka.

Að mörgu leiti eru umskiptingarnir í VG meiri ráðgáta, því þeir hafa algerlega snarsnúist í þeirri afstöðu, sem þeir höfðu frá október 2008 og fram í febrúar 2009.  Þeir voru undrafljótir að undirgangast þjónkunina við kúgarana og berjast fyrir þeirra málstað af engu minni hörku en Samfylkingarliðið.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2010 kl. 23:16

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vegna skrifa Sigurðar Grétars og fleiri slíkra, hér og annarsstaðar á blogginu, má ég til, að benda fólki á að lesa þessar umræður á bloggi Völu Withrow, en Þar skrifar Vala einhver mögnuðustu og skorinorðustu svör við bullinu í Sigurði Grétari, sem var svo ólanssamur, að reyna að svara Völu, með sama rugli og hann setur inn alls staðar annarsstaðar, þar sem hann leggur orð í belg.

Pistlar Völu ættu að vera skyldulesning fyrir allar undirlægjur Breta og Hollendinga í Icesavemálinu.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband