Í hverju liggur tapreksturinn

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur sagt í fjölmiðlum, að kaup sjónvarpsins á erlendu dagskrárefni nemi um 300 milljónum króna á ári og því sé ekki hægt að spara neitt á þeim lið.  Tekjur RÚV á árinu 2010 eru áætlaðar rúmlega 3,2 milljarðar króna, þannig að erlenda efnið er innan við 10% af rekstrarkostnaðinum.

Því vaknar sú spurning í hvað hinir 2,9 milljarðarnir eigi að fara, fyrst fyrirtækið ætlar að skera niður það efni, sem vinsælast er í sjónvarpinu, svo sem fréttatengda þætti, seinni fréttir kvöldsins, íslenskar kvikmyndir og fræðslumyndir, beinar útsendingar frá ýmsum verðlaunaafhendingum, landsleikjum, ásamt fleiru íslensku efni, sem á að lenda undir hnífnum.

Þessu til viðbótar á að skera niður leikið efni í útvarpinu, ásamt því að hætta svæðisútvörpunum og fella niður ýmsa þætti, sem vinsælir hafa verið, en þó á ekkert að hrófla við Áróðurs - Speglinum.

Páll hlýtur að birta sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir útvarp og sjónvarp og sýna hlutfallslegan niðurskurð á hverjum lið fyrir sig, því reksturskostnaðurinn hlýtur að vekja furðu og áhuga allra, sem áhuga hafa á íslensku efni í ríkisreknum fjölmiðli.

Ætlar Páll líka að hætta útsendingum frá stórmótum, sem íslenska handboltalandsliðið tekur þátt í?


mbl.is Taprekstur RÚV tengist ekki þjónustusamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snowman

Tapreksturinn liggur í gullkálfum, ótal stjórnendum og millistjórnendum.  Og niðurskurður bitnar alltaf á fólkinu á gólfinu.

Snowman, 27.1.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er þetta ekki útvarp allra landsmanna? Fá bara ársuppgjörið á PDF formi svo allir landsmenn geti séð hvert milljarðarnir fara.

Þar fyrir utan er það þannig að ef bossinn ræður ekki við verkið, eru aðrir alltaf tilbúnir til að ylja sætið hans. Þó að hann geti ekki rekið RÚV fyrir 3.2 milljarða, er ég viss um að einhver annar geti það.

Villi Asgeirsson, 27.1.2010 kl. 17:18

3 Smámynd: GAZZI11

Hverjir gala hæst. Mér heyrast háværustu raddirnar koma frá þeim sem framleiða efni fyrir sjálfan sig og selja RUV. Og svo má nefna sjálftökuliðið..... 

GAZZI11, 28.1.2010 kl. 12:45

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski gala þeir sem framleiða efni, en það útskýrir ekki hvað hinir þrír milljarðarnir fara í.

Villi Asgeirsson, 28.1.2010 kl. 12:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svo gleymdist að taka með auglýsingatekjurnar.  3,2 milljarðarir eru eingöngu tekjur af útvarpsgjaldinu, en ekki er ég með á hraðbergi hvað auglýsigatekjurnar eru miklar, en ætli þær geti ekki verið 1 - 2 milljarðar í viðbót.

Þetta er hreint og beint ótrúlegur reksturskostnaður.

Axel Jóhann Axelsson, 28.1.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband