27.1.2010 | 10:54
Úrslitaleikur á morgun
"Strákarnir okkar" hafa staðið sig eins og hetjur á EM í handbolta og hafa sannarlega glött hjörtu Íslendinga, nú þegar lítið annað er til að gleðjast yfir, eins og ástandið er á flestum sviðum nú um stundir.
Leikirnir á morgun eru hreinir úrslitaleikir fyrir Ísland, Noreg, Danmörku og Króatíu, um sæti í undanúrslitum mótsins og því verður hart barist fram á lokasekúndur leikjanna. Allt getur gerst í þessari æsispennandi keppni og úrslitin í hörkuspennandi leik Norðmanna og Dana sýna, að ekkert er öruggt, fyrr en búið er að flauta leikinn af og jafnvel ekki fyrr en nokkrum sekúndum síðar.
Vegna útkomunnar í þeim leik, munu Norðmenn koma gjörsamlega brjálaðir til leiks á móti Íslendingum, því þeir eiga möguleika á að komast í milliriðilinn, ef þeir vinna Ísland með fjórum mörkum, eða fleirum, en Íslendingum dugir jafntefli.
Á morgun, á meðan á leiknum stendur, mun varla sjást bíll á götum og atvinnulífið mun verða meira og minna lamað, svo mikil spenna hefur myndast fyrir leiknum. Eftir því sem heyrist frá Noregi, er áhuginn fyrir leiknum lítið minni en hérlendis, þannig að vel verður fylgst með bardaganum í báðum löndum.
ÁFRAM ÍSLAND.
Enginn meiðsli í herbúðum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Strákarnir okkar eru virkilega búnir að þjappa þjóðinni saman og gleðja okkur með skemmtilegum og spennandi leikjum. Það að vera ennþá taplausir á þessu móti er alveg frábær árangur og litlu munað að okkur tækist að sigra í þeim öllum og ekki verið hætta á tapi nema í einum leik. Það var óbærileg spenna síðustu mínútuna í leiknum á mánudaginn og búast má við því að slík spenna verði allan leikinn á móti Norðmönnum. Það er alveg öruggt að þeir koma alveg brjálaðir til leiks og gef ekkert eftir. Okkar menn verða að sýna allt sitt besta.
Áfram Ísland.
Jón Óskarsson, 27.1.2010 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.