27.1.2010 | 09:18
Eru Bretar að lenda í meiri vanda en Íslendingar?
AGS telur efnahagshorfur heimsins fara batnandi á næstu árum, en samt séu nokkur hætta á bakslagi, vegna ýmissa erfiðleika, sem bæði bankar og ríkissjóðir standi frammi fyrir, vegna gífurlegs skuldavanda.
Stórmerkileg er þessi klausa úr The Telegraph um skýrslu AGS: "Fram kemur í frétt The Telegraph að sjóðurinn telji að mikil lánsfjárþörf stjórnvalda í ríkjum á borð við Bretland og Bandaríkin kunni að auka hættuna á að eitthvert fullvalda ríki lendi í skuldakreppu með tilheyrandi fárviðri á fjármálamörkuðum í kjölfarið. The Telegraph segir að breska ríkið sé nefnt sérstaklega í þessu samhengi og líklegt sé að fjárfesta skoði vandlega hversu sjálfbær skuldasöfnun þess sé um þessar mundir. Fram kemur að þrátt fyrir að bresk stjórnvöldum takist að fjármagna sig með eðlilegum hætti á skuldabréfamörkuðum muni það hafa takmarkandi áhrif á aðgengi einkageirans að lánsfjármagni þar sem að fjármagnskostnaður hans mun hækka og það muni hamla hagvexti."
Íslenska þjóðarbúið er yfirskuldsett og stórir gjalddagar lána ríkissjóðs eru á árunum 2011 og 2012 og gæti orðið erfitt, miðað við ástand fjármálamarkaða og annarra ríkissjóða, að endurfjármagna þau lán, þegar þar að kemur, nema á okurvöxtum.
Icesave skuldum Landsbankans er ekki bætandi á ríkissjóð við þessar aðstæður, enda ber ríkissjóði alls ekki að taka þær á sig.
AGS sér hættur víða en segir horfurnar betri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt tal um að markaðirnir séu búnir að ná sér og að þetta sé allt á uppleið, er því miður bjartsýnishjal sem miðar að því að tala upp markaðina. Næstu tveir mánuðir eru mjög mikilvægir fyrir bandarísku markaðina, en þar hafa markaðir hækkað um 50% af fallinu og því á mjög viðkvæmu svæði út frá tæknigreiningu. Þar sem raunveruleg efnahagsleg verðmætaaukning hefur ekki verið í samræmi við þetta, þá má búast við bakslagi. Gerist það, þá eru ekki margar stoðir sem geta dregið úr fallinu.
Komi til þess að bandaríski markaðurinn falli, þá er sá breski ekki mjög traustur og fellur líklega með. Munurinn er hins vegar sá að breskur efnhagur er að mörgu leiti háðari fjármálaumhverfinu en sá bandaríski og getur því lent mjög illa í öðru falli. Breska ríkisstjórnin er ekki í stakk búin til að takast á við enn eina milljarða innspýtinguna og því geta bankarnir ekki treyst á ríkið eins og þegar fyrri aldan skall á.
Jón Lárusson, 27.1.2010 kl. 10:58
Það er málið, Jón, að kreppan sem skall á okkur af fullum þunga í október 2008, er líklega ekki komin fram af fullum þunga annarsstaðar, vegna mikils fjárausturs ríkissjóða landanna í sín bankakerfi. Atvinnuleysi er frekar að aukast í Bandaríkjunum og ekki er á skuldir ríkissjóðs bætandi þar og ekki í Bretlandi heldur.
Eins og þú segir, þá verða næstu mánuðir viðkvæmir og mikil spurning hvað skeður á fjármálmörkuðum og líklegt að allt geti gerst, þegar líða tekur á árið.
Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2010 kl. 11:20
Svona til að átta sig á "góða" árangrinum, þá er hérna frétt frá Bloomberg frá í dag.
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a6kZ9X6u8XMU&pos=2
Jón Lárusson, 27.1.2010 kl. 13:00
Meðal þess sem felldi Ísland var stærð bankakerfisins í hlutfalli við landsframleiðslu. Bankakerfið í Bretlandi er margfalt stærra en það var orðið hérna fyrir hrun, og sér ekki fyrir endan á vandræðum þess þrátt fyrir gríðarlegar innspýtingar úr vösum skattgreiðenda. Ég held að þurfi engan snilling til að átta sig á því í hvað stefnir hjá Bretum og fleiri þjóðum í Evrópu sem eru í svipaðri stöðu t.d. Grikkland, Írland og Spánn svo dæmi séu tekin. Lendi eitt þeirra í kröppum dansi munu áhrifin smitast út.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2010 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.