Auðvitað er líf á öðrum hnöttum

Vísindamenn eru loksins farnir að viðurkenna að líklegt sé, að líf finnist á öðrum hnöttum en Jörðinni og að líkur á að finna það, séu sífellt að aukast.

Hingað til hafa flestir haldið því fram að lífið á Jörðinni væri einstakt í algeymnum og annarsstaðar væri ekkert nema auðn og dauði.  Vetrarbrautirnar eru óteljandi og líkur á lífi á öðrum stjörnum því meira en líklegt, nánast öruggt, að gífurlegur fjöldi hnatta hýsi lifandi verur í ýmsum myndum og víða sé þróunin miklu lengra komin, en á því sandkorni alheimsins, sem jörðin er.

Að halda því fram, að jörðin og lífið, sem á henni þrífst, sé það merkilegasta í öllum sólkerfum og stjörnuþokum algeymsins, er álíka mikið mikilmennskubrjálæði og hefur lengi þjáð Íslendinga, sem alltaf telja sig mesta, besta, merkilegasta og fallegasta hér á jörð.

Því miður eru Íslendingar ekki meðal þeirra mestu og bestu í heimi, nema í handbolta.


mbl.is Líkur á að finna líf á öðrum hnöttum aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Man reyndar ekki eftir að hafa nokkurntíman heyrt vísindamenn útiloka líf á öðrum hnöttum, þvert á móti að þá hafa þeir verið hvað ötulastir við að halda því fram að líf sé að öllum líkindum að finna á öðrum plánetum. Enda segir hvergi í fréttinni að þeir séu að viðurkenna eitt né neitt heldur að líkur hafi aukist á að finna það líf sem þeir hafa í raun alltaf haldið fram að sé þarna úti. Nú fyrst bjóði tæknin upp á það. Kynntu þér Drakes equation. Þar eru líkurnar á lífi þarna úti settar upp í jöfnu og samkvæmt henni ættu að vera milljónir pláneta með lífi á.

Reputo, 25.1.2010 kl. 23:50

2 identicon

Það er eins og samskiptaleysið í vísindaheiminum sé algert.

http://www.youtube.com/watch?v=rYMWdDqDn68&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=UWR6WE4z20g&feature=related

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 13:49

3 identicon

Skemmtilegt hvað þú ert bjartsýnn á að líf þrífist annarstaðar en á jörðinni. Það er gífurlega spennandi leit og eins og fréttin segir frá þá eru líkurnar á því að aukast að leitin beri árangur. Nýjar plánetur finnast nær vikulega og þær nýjustu eru aðeins stærri en jörðin, flestar hinar eru svipaðar og okkar Júpíter. Vísindamenn hafa lengi bent á þann möguleika að líf finnist annarstaðar og eru SETI verkefnin dæmi um metnaðarfulla leit. Með nútíma tækni verður þessi leit áreiðanlegri.

Reputo: Það er reyndar ekki rétt að samkvæmt Drake formúlunni ættu að vera til líf á milljónum pláneta. Formúlan inniheldur margar breytur sem við vitum ekki nógu mikið um til að útkoman sé einhvers virði. Ef ein breytan er núll þá er útkoman líka núll.  

Sverrir Ari (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:34

4 Smámynd: Reputo

Já ég veit að Drake jafnan inniheldur marga óvissuþætti, og þar sem við höfum aðeins eina þekkta plánetu með lífi á að þá verða óvissuþættirnir enn fleiri. Ég setti þetta aðallega fram til að sýna Axel fram á að menn séu að velta þessum hlutum fyrir sér án þess að ég nennti að útskýra þetta eitthvað frekar. Gott að sjá að menn eru vakandi fyrir þessu.

Reputo, 27.1.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband