24.1.2010 | 10:46
Sterkur listi - engin særindi
Eftir prófkjör D-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar geta allir verið sáttir við sitt, því útkoman varð sterkur listi, skipaður úrvalsfólki, með ólíkan bakgrunn og reynslu.
Þó fimm manns keppi um sama sætið, getur auðvitað aðeins einn hreppt það og að þessu sinni geta allir fimm verið sáttir við sína útkomu, því þeir röðuðust í næstu sæti á eftir og í sumum tilfellum var lítill munur á milli þeirra í atkvæðamagni.
Allir eru því ósárir eftir þessa baráttu og munu nú snúa bökum saman í baráttunni, sem framundan er fram að kosningum.
Á viðbrögðunum við prófkjörinu sést, að skjálfti fer um andstæðinga D-listans og réttilega óttast þeir útkomu sinna manna í vor.
18 atkvæðum munaði á Kjartani og Gísla í 3. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sterkur listi nema hvað vinstri maðurinn Gísli Marteinn lenti í 5 sæti. Hefði viljað sjá hann detta út, hann er flokknum til skammar og ætti að hypja sig þaðan sem fyrst og ganga til liðs við VG þar sem hann á heima.
The Critic, 24.1.2010 kl. 11:56
Af hverju dregur þú þessa stórmerkilegu ályktun, þ.e. að sá góði drengur Gísli Marteinn sé vinstri maður og ætti heima í VG?
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 12:02
Tek undir með þér Axel
þessi yfirlýsing T C lýsir ævintýralega yfirgripsmikilli vanþekkingu á GMB - skoðunum hans og verkum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2010 kl. 12:27
Nei hvaða vitleysa. Gísli Marteinn er fínn fulltrúi XD. Smellpassar inn í spillingarmódelið.
Hver annar en Sjálfstæðismaður myndi bjóða almenning upp á að þiggja laun frá borginni, á meðan hann stundar nám erlendis ?
hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 13:02
Sjálfstæðismenn sem boða einkavæðingu eru sérfræðingar í því að þiggja margföld laun frá ríki og borg. Tökum dæmi.
Davíð Oddson
Hannes´Hólmsteinn sem veit ekki hvað er að vinna hjá einkafyrirtæki nema af afspurn.
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Gísli Marteinn (fékk laun frá borgionni fyrir að vera í námi)
Svona mætti halda lengi áfram.
Sigurstranglegur listi? Nei ekki nema að um 50% reykvíkinga séu algerir HÁLFVITAR.+Engin særindi? Jú Geir Sveinsson og tengdó eru í fýlu.
En að halda því fram að þetta sé sigurstranglegur listi er mér óskiljanlegt , miðað við það sem hefur gengið hér á undanfarið.
Á hvaða lyfjum eruð þið.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 13:18
Gísli hagar sér eins og versti vinstri maður þegar kemur að samgöngum í borginni. Frítt í strætó fyrir ákveðin hóp, stöðumælar settir upp við framhaldsskólanna, hjólreiðastígar lagðir meðfram götum fyrir sárafáa aðila, ofur áhersla á að fólk fái sér rafmagnsbíla með því að setja upp innstungur á laugaveginum fyrir þessa 2 rafmagnsbíla á landinu, frítt í stöðumæla fyrir ákveðið litla bíla sem henta ekki venjulegum fjölskyldum, hraðahindranir spretta upp eins og illgresi, alltof margar götur orðnar að 30km götum, plan um að lækka allar 50km götur í 40km götur.
Samgöngur í Reykjavík eru martröð og það er ekkert gert til að flýta fyrir umferð, aðeins allt gert til að tefja og ergja.
Gísli sagði sjálfur á sínum tíma að fólk réði því hvernig það kæmi sér milli staða, borgin ætti að gera þann samgöngumáta sem flestir nota skilvirkari með því að greiða fyrir umferðinni. Get ekki séð að hann sé að standa við þessi orð, gerir allt þveröfugt og dælir peningum í allskonar vitleysu til að þóknast vinstri mönnum. Hann vill stjórna því hvernig þú kemur þér milli staða, þú átt að taka strætó eða hjóla í rigningunni og rokinu.
Er ekki að segja að það sé í lagi að menn aki og hratt í íbúðarhverfum en allt er gott í hófi, 30 km eiga að vera í kringum skóla og í þröngum götum, t.d. er allt Breiðholtið orðið 30 km sem er rugl. Hraðahindranir eiga t.d. ekki að vera í götum eins og Síðumúla og í kringum Kringluna.
The Critic, 24.1.2010 kl. 13:18
Sveinn, hvers konar hugmyndir eru það, að einungis vinstri menn eigi að vinna hjá hinu opinbera og allir aðrir eigi að reka fyrirtækin og annan atvinnurekstur í landinu. Að sjálfsögðu vinna hægri menn við hin ýmsu störf, hvort sem er í opinbera geiranum, eða einkageiranum, allt eftir sinni menntun og áhuga. Að gefa það í skyn að öll opinber störf skuli frátekin fyrir Vinstri græna og aðra álíka, er algerlega út í hött.
TC, umferðarvandamál borga er ekkert einkamál vinstri manna. Að mörgu leyti skil ég pirring þinn vegna umferðarinnar í borginni, en ég fer hins vegar alltaf af stað út í umferðina með því hugarfari, að mér liggi svo sem ekkert meira á, en hinum. Bílaeign okkar Íslendinga er svo mikil, að vonlaust er, að reikna með að hún geti gengið mjög hratt fyrir sig. Að mörgu leyti er það líka ökumönnum sjálfum að kenna, sem t.d. virðast ekki kunna að nota stefnuljós, eða gefa "séns", þegar næsti bíll þarf að skipta um akrein og margir þola alls ekki að láta aðra fara fram úr sér.
Ekki má gera umferðarmálin of pólitísk, allir þurfa að gera sitt, til að reyna að gera þau ásættanleg fyrir alla, hvort sem þeir nota bíla, ganga, hjóla, eða taka strætó.
Hilmar leggur aldrei neitt til umræðunnar, sem svaravert er.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 13:45
Ég hef aldrei sagt og mun aldrei segja að hægrimenn meigi ekki vinna hjá ríkinu.En alltaf þegar minnst er á þessa menn þá er komið við mjög viðkvæman blett hjá sjálfstæðismönnum.
Hannesi Hólmsteini var nauðgað inn í háskólann, og það átti síðan að reka hann fyrir ritstuld, en aumingja rektorinn þorði því ekki af ótta við íhaldið.
En það er merkilegt að helstu boðberar fagnaðarerindisins hafa nær eingöngu unnið hjá ríki og borg. Hversa vegna er það.
Þessir menn eru engan veginn samkvæmir sínum skoðunum.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 13:56
Svona til að róa þig, þá mun ég ekki kjósa neinn af fjórflokksklíkunni, enda er þar allt sami skíturinn í sömu klósettskálinni.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 13:59
Það eru ótal boðberar fagnaðarerindis frelsis, einkaframtaks og mannúðar, sem starfa í einkageiranu, sennilega miklu fleiri en þeir sem vinna hjá hinu opinbera.
Hannes Hólmsteinn, er ekki og hefur aldrei verið, boðberi fyrir flokkinn, sem slíkan, enda eru hans hugmyndir talsvert frjálshyggjulegri, en þær sem flokkurinn hefur boðað og framfylgt.
Hvernig viltu láta stjórna þjóðfélaginu, ef þér finnst þeir sem gefa sig í það, vera eintómur skítur í klósettskál.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 14:06
Er hannes Hólmsteinn varðhundur íhaldsins ekki boðberi flokksins?
Kanntu annan betri??
Eða á hvaða lyfjum ert þú eiginlega?
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 14:13
Allir þeir sem eru í efstu sætum fjórflokkslistanna eru á kafi í skítnum og eru að reyna að fela hann.
Þessu fólki er ekki treystandi.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 14:15
Sveinn, finnst þér ekkert lágkúrulegt við að gefa sífellt í skyn, að þeir sem ekki eru sammála þér í stjórnmálum, séu á einhverjum annarlegum lyfjum?
Þú veist eins vel og aðrir, að Hannes Hólmsteinn, eins ágætur og hann er, hefur aldrei verið tilnefndur til að vera í einhverju sérstöku opinberu hlutverki fyrir flokkinn. Hann hefur sínar pólitísku skoðanir, sem fara saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins að ýmsu leiti, en ekki öllu. Það er auðvitað kappsmál þeirra, sem hafa sterka lýfssýn, að reyna að útbreiða hana og hafa áhrif á aðra. Það gerir Hannes Hólmsteinn mjög vel, með sínar skoðanir, mun betur en ég og þú, með okkar.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 14:29
Nei Axel. Sjálfstæðismenn telja sig auðvitað ekki þurfa svara gagnrýni sem beinist að spillingu þeirra tengda fjármálum. Það er ekkert nýtt svo sem.
Ég gef mér það að þú sért þá sáttur við framgöngu GM hvað þetta varðar og teljir hana eðlilega.
hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 14:43
Ekki það nei.
Sat hann ekki í stjórn seðlabankans fyrir hönd sjálfstæðisflokksins.Var það ekki á vegum flokksins?
Var honum ekki nauðgað inn í háskólann?
Flestir aðrir hefðu verið reknir frá háskólanum fyrir ritstuld, en rektor þorði ekki að eiga við henn vegna ótta við þéverandi ráðherra og varðhund kerfisins.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 14:46
Ég er ekki að gefa í skyn að þú sért á lyfjum. Þetta orðatiltæki nota margir þar á meðal ég þegar mér finnst fólk hafa skrýtnar skoðanir. En fyrirgefðu ég skal ekki nota þeð aftur ef það særir þig.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 14:49
Að Hannes skuli vera starfandi við Háskólann, svona eftir það sem hann hefur afrekað, bæði hvað varðar ritstuld hans, öfgakenndar samsæriskenningar hans, og mótsagnakennt rugl hans gagnvart ríkisstarfsmönnum, er þvílít rugl, að maður skammast sín fyrir hönd skólanns.
hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 14:50
Hilmar, þú hefur margt að skammast þín fyrir.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 14:54
Því má bæta við, að Hannes Hólmsteinn er Háskólanum ekki til meiri skammar en það, að hann er virtur fræðimaður á sínu sviði um allan heim og hefur haldið fyrirlestra við marga af virtustu háskólunum, austan hafs og vestan. Einnig á ýmsum ráðstefnum og þingum um hagfræðileg málefni. Honum væri ekki boðið að halda þessi erindi, nema vegna þess að hann nýtur virðingar, þó ýmsir hérlendis noti hvert tækifæri til að nýða af honum skóinn.
Varðandi Gísla Martein, þá hefur það komið fram, að hann greiddi ferðakostnað sinn, hálfsmánaðarlega, milli Skotlands og Íslands á meðan á náminu stóð. Svo mættu menn líka athuga, að fyrir löngu er búið að finna upp símann og tölvuna, þannig að menn geta tekið þátt í nánast hverju sem er og stundað fjarvinnu, án þess að þurfa að fara fótgangandi milli húsa og ræða við hvern mann augliti til auglitis.
Það er ekki stór munur á því, nú til dags, að stunda nám við háskóla í Skotlandi, eða við Háskóla Íslands, en þar hafa t.d. nokkrir þingmenn stundað nám, samhliða þingmennsku, án þess að fólk hafi verið að fetta fingur út í það.
Pólitískt ofstæki blindar ótrúlega marga og það svo, að þeir geta ekki hugsað rökrétt.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 15:05
Hannesi er boðið að halda fyrirlestra , vegna þess að hann hefur svo skrýtna sýn á allt.
Hvað mætti Gísli M á marga fundi sem hann átti að mæta á ?
Ég get ekki séð hvernig þú getur setið borgarstjórnarfund í tölvunni þinni.
Ef að menn fara í nám, þá er það full vinna, samkvæmt þessu er seta í borgarstjórn varla þriðjungur úr starfi, þá ætti að lækka laun þessa fólks um 60%
En þetta með setu í hreppsnefnd reykjavíkur þá ætti sú lágmarkskrafa að vera sú að menn mæti á alla fundi, nema heilsufarslegar ástæður liggji þar að baki.
Minnsta kosti er það svo um hinn almenna launþega, og þá það að gilda einnig um hreppsnefndarmenn og þingmenn.
Þetta lið er ekki ofgott til að vinna fyrir leunum sínum, sem það hefur svo sannarlega ekki gert undanfarin ár.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 17:31
Til hvers heldur þú að Gísli Marteinn hafi flogið hálfsmánaðarlega milli landanna. Var það ekki einmitt til þess að mæta á borgarstjórnarfundi?
Flest annað en fundarsetuna sjálfa, er hægt að vinna tímabundið með fjarvinnslu, símtölum og tölvupósti.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 18:02
Það wer lágmarkskrafa að menn sm eru í opinberum störfum séu á landinu, en séu ekki áskrifendur að laununum í öðrum löndum.
Þetta tilvik með Gísla er hneyksli, og það má aldrei endurtaka það.
Hvað mætti Gísli á marga fundi??????????????????????????????
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 18:56
Sveinn, ég hef ekkert bókhald yfir fundarsókn borgarfulltrúa, hvorki af D-lista eða öðrum listum. Ég veit hinsvegar að fundir í Borgarstjórn eru hálfsmánaðarlega og hálfsmánaðarlega flaug Gísli Marteinn á milli landanna.
Þú getur sjálfsagt fengið upplýsingar um fundarsókninga hjá borgarskrifstofunum, sundurliðaða niður á alla borgarfulltrúa allra flokka.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 19:09
Hvernig veist þú þá hvað Gísli flaug oft á milli Íslands og Skotlands.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 19:29
Er ekki lágmark að þetta fólk mæti í vinnuna sína eins og við almenningur þurfum að gera?
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 19:30
Sveinn, ert þú eitthvað mikið tregari en flest annað fólk. Það er marg búið að svara þessum spurningum þínum, en þó koma þær alltaf aftur og aftur. Ekki nenni ég að svara þeim enn einu sinni, en vísa í fyrri svör.
Fyrst þú trúir engu, sem frá öðrum en sjálfum þér kemur, verður þú að fara á Borgarskrifstofurnar og fá útskrift á mætingum borgarfulltrúanna.
Það gengur ekki að stagla endalaust það sama.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 20:07
Fyrirgefðu. Þú hefur ekki svarað spurningunni hvernig þú vitir hversu oft Gísli flaug á milli.
Já það getur vel verið að ég sé tregari en þú, en ég veit það að þú hefur ekki svarað þessari spurningu.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 20:24
Sat Hannes H ekki í stjórn seðlabankans á vegum sjálfstæðisflokksins?
Þú hefur ekki enn svarað því.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 20:29
Samkvæmt þinni síðustu færslu eru flestir tregir nema þú og ég bara mikið tregari.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 20:31
Ég verð að neyðast til að reyna að svara þér einu sinni enn í þeirri von að þú skiljir það sem þú lest, þó þú virðist ekki hafa skilið allt sem fram hefur komið hér að framan.
Hannes Hólmsteinn sat í stjórn Seðlabankans, tilnefndur af Sjálfstæðisflokknum, en ég sagði að hann hefði aldrei verið tilnefndur af neinum, sem sérstakur málsvari eða talmaður flokksins, eða stefnu hans. Hannes hefur sínar skoðanir, sem ekki eiga að öllu leyti samsvörun í stefnu flokksins. Þetta var allt komið fram áður.
Það, sem ég veit um flugferðið Gísla Marteins, hefur marg oft komið fram í fjölmiðlum og eins og ég hef margsagt, ef þú trúir engu, sem ekki á uppruna í þínum eigin hugarheimi, þá verður þú að leita upplýsinga hjá borgarskrifstofunum.
Að öðru leyti en þessu, nenni ég ekki að stagla þetta við þig meira, hvað sem þér dettur í hug, að eyða mörgum færslum í viðbót, í þessa endaleysu þína.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 20:54
Samkvæmt þinni næstsíðustu færslu eru flestir tregir nema þú og ég bara mikið tregari.
Það hefur líka komið fram að Gísli kom ekki á alla fundi sem hann átti að mæta á , vegna þess að það var svo dýrt að fljúga á milli.
Hannes var í opinberu hlutverki fyrir flokkinn í seðlabankanum.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 21:05
Alltaf þegar menn skortir rök og hafa ekki góðan málstað, þá er sagt að andstæðingurinn fari með endaleysu og rugl.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 21:07
Axel verður seint krýndur sem konungur víðsýni og málefnanlegheita hér á blogginu..
Annars.. Hvað er það sem ég á að skammast mín fyrir Axel ? Bara svo ég viti um hvað málið snýst þegar ég fer með 1000 mMaríubænirnar ?
Að vera ekki sammála Hrunflokknum og ekki tilbúinn að fyrirgefa honum að hafa komið þjóðinni á hvolf ?
hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 21:11
Hilmar, það er von að þér blöskri skortur á víðsýni annarra. Það sem ég átti við að þú ættir að skammast þín fyrir, er einmitt þröngsýnin og öfgarnar og ljótt orðbragð um menn og málefni.
Til þess að rugla þig ekki í Maríubænunum, er best að segja hér amen eftir efninu.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 21:16
Nú er Axel endanlega rök og ráðþrota og flýr af vettvangi eins og útrásarvíkingarnir hans menn.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 21:19
Sveinn, er þetta nú ekki að verða gott af barnaskapnum hjá þér?
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 21:31
Fyrst tregur svo barnalegur . Hvað kemur næst frá rök og ráðþrota sjálfstæðismanninum, sem fer eins og kötturinn í kringum heitan grautinn.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 21:34
Og þú ert að tala um ljótt orðbragð Axel ? ?
hilmar jónsson, 24.1.2010 kl. 21:35
Barnagælur hafa aldri flokkast undir ljótt orðbragð.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2010 kl. 21:36
Já Hilmar . Axel kastar mörgum steinum úr glerhýsi sínu.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 21:39
Ég bara spyr. Hvar er þetta ljóta orðbragð sem Hilmar á að vera með?
Axel er rök og ráðþrota.
Sveinn Elías Hansson, 24.1.2010 kl. 21:42
Hanna Birna er góður borgarstjóri og get ég ekki séð neinn anna sem ég treysti eins vel núna til að reka borg okkar. Því miður líst mér ekki eins vel á nokkra sem á eftir henni koma á listanum.
Hvað varðar Gísla Martein þá skulum við einnig hafa í huga að allir sem með honum stóðu í stjórn samþykktu þetta og eru því jafn sekir. Á þessum tíma þurfti að losna við hann en GM var auðvitað númer 2 á listanum og átti sannarlega rétt á borgarstjórastólnum góða. Hanna Birna ruddi honum úr vegi með þessum hætti og er það kannski bara ágætt eftir allt saman. Hún hefur losað borgina við ansi marga óþarfa karla. Þökkum henni.
Halla Rut , 25.1.2010 kl. 22:08
Ágæti lesandi. Hér er skyldulesning fyrir hvern einasta þenkjandi Íslending:
http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/1/25/forrettindi-aldrei-latin-af-hendi-atakalaust/
Almennur borgari. (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.