22.1.2010 | 11:03
Kvótaúthlutun
Allir eru sammála um, að takmarka verði sóknina í fiskistofnana og til þess er kvótakerfi besta lausnin. Óánægja manna gegn kerfinu hefur ekki verið gegn aflatakmörkuninni, þ.e. kvótanum sem slíkum, heldur framsali og leigukvóta.
Í sjálfu sér er ekkert, sem réttlætir að meiri kvóta sé úthlutað á hvert skip, en það getur sjálft veitt og því ætti að skipta kvótanum niður á skip í samræmi við veiðar þess á undanförnum árum. Þegar kerfið var tekið upp, var miðað við aflareynslu þriggja síðustu ára, fyrir upptöku kerfisins og ekki gert ráð fyrir neinu framsali til annarra.
Til þess að ná sátt um kvótakerfið, verður að afnema framsalið og leigukvótann og því verður að taka aftur upp viðmið við raunverulegan afla hvers skips og miða við t.d. síðustu þrjú fiskveiðiár. Ef slíkt kerfi yrði tekið upp frá og með næsta fiskveiðiári, yrði miðað við afla hvers skips síðustu þrjú ár og hætt að gera ráð fyrir að hægt verði að selja eða leigja kvóta frá þeim skipum, sem hann fá úthlutað.
Þannig fengju þeir, sem gert hafa út á leigukvóta, úthlutað sínum eigin kvóta, miðað við veiðina á síðustu þrem árum, en þeir sem hafa leigt, eða selt, frá sér, fengju aðeins úthlutað kvóta miðað við veiði sinna eigin skipa, á viðmiðunarárunum.
Skipti á tegundum á milli skipa, yrði heimil áfram, en við næstu úthlutun á eftir kæmi tilfærslan inn í kvóta skipanna, því alltaf yrði kerfið endurskoðað, miðað við þrjú síðustu veiðiár. Með þessu móti væri hægt að koma á sátt í þjóðfélaginu með kvótakerfið, því þar með væri öllu kvótabraski lokið í eitt skipti fyrir öll.
Samstaða þarf að nást um sjávarútveginn, hann er mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst nú það vera orðin samstaða að vera á móti öllu sem ríkisstjórnin leggur til. Skattamál, kvótamál, EBS-mál, Icesafe, uppgjöri bankanna, og svona má endalaust telja.
Samstaða um að vera ósammála. Og það virðist virka því mér finnst einog ríkisstjórnin nái ekki að selja markmið sín og leiðir. Fyrir vikið er hætt við að við siglum inní stjórnleysisástand. Verra er að haf enga stjórn en slæma.
Varðandi sjávarútveginn þá er vandi hans mikill og kvótaafskriftir það minnsta.
Gísli Ingvarsson, 22.1.2010 kl. 11:25
Góðan daginn Axel.
Þessi framsetning þín,er nokkuð góð,til lagfæringu á kerfinu.En þó vil ég að margar tegundur mættu vera utan kvóta.Það er t.d.rugl að úthafsrækja og rækja á Flæmska hattinum,sé á kvóta.Kvóta,sem hægt er að nota til tegundaskipta.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.1.2010 kl. 11:34
Ingvi, þetta eru nú ekki endanlega útfærðar tillögur að öllu leyti, það þyrfti að útfæra nánar nokkur atriði. Varðandi tegurndir, sem gætu verið utan kvóta núna, er vandamálið, að ef veiðar væru frjálsa í sumar tegundir, myndu menn freistast til að kaupa sér skip, til að stunda þær veiðar, sem síðan gæti endað með ofveiði, ef skipin yrðu of mörg.
Samkvæmt tillögunni, gæti enginn notað t.d. rækjukvótann í neitt brask eða leigu, hafi menn ekki veitt þetta sjálfir á síðust þrem árum, fengju þeir ekki úthlutað kvóta í þeim tegundum, en þeir sem hefðu gert það, hvort sem þeir skiptu á afla, eða leigðu til sín kvóta, fengju úthlutunina.
Sjálfsagt kæmu upp einhver vandamál í byrjun, ef þetta kerfi yrði tekið upp, en það myndi slípast af smátt og smátt.
Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2010 kl. 11:52
Sæll aftur.Það er eitt,sem menn verða athuga í því sambandi,er að engar veiðar er hægt að stunda án þess að hafa kvóta fyrir meðafla.Þetta er eitt,sem þarf að skoða.Það má leysa þannig,að ráðuneytið hefði ýmsar tegundirheimildir í sinni vörslu,sem leigist út fyrir veiddan fisk.Þar að segja að fiskur sem ekki er kvóti fyrir yrði seldur á fiskmarkaði,skal ríkið fá leiguverð greitt,af hluta af söluverði.
Þetta myndi koma í veg fyrir að leiguverð yrði það hátt,að kvótahafar sæi sér engan hag af því að leiga kvóta.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.1.2010 kl. 15:27
Viðbót.Þú ættir að senda Jóni,þessar tillögur.Þær eiga rétt á sér,af mörgum.Ekki veitir af,að þeir hafi nóg úr að moða.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.1.2010 kl. 16:07
Þakka þér fyrir svörin og ábendingarnar Ingvi. Kannski að maður ætti að senda þetta á Jón, en ekki er ég viss um að LÍÚ verði ánægt, með svona tillögu.
Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2010 kl. 16:35
Nokkuð bratt að segja að sjávarútvegur sé mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Auðlindin er verðmæt en það er ekki sama og atvinnugreinin sjávarútvegur.
Sjá verðmætasköpun*** einstakra atvinnugreina hér að neðan.
Hagtölur iðnaðarins 2009
Landbúnaður 1,4%
Fiskveiðar og vinnsla 6,6%
Annar iðnaður** 8,0%
Hátækniiðnaður* 3,9%
Stóriðja 2,0%
Mannvirkjagerð 10,4%
Veitustarfsemi 4,3%
Verslun, hótel veitingahúsarekstur 11,5%
Samgöngur og flutningar 5,7%
Fjármálaþjónusta og tryggingar 9,1%
Fasteignaviðskipti ýmis sérh. þjónusta 14,3%
Opinber stjórnsýsla 5,5%
Fræðslustarfsemi 4,9%
Heilbrigðis-og félagsþjónusta 9,1%
Önnur samfélagsþj. 3,3%
Heimild: HagstofaÍslandsogáætlunSI* Skv. skilgreininguSI á hátækniiðnaði
** Annarþjónustuiðnaðurinnifalinn
Iðnaður samtals = 24,3%
***Með verðmætasköpun er átt við hvað einstakar atvinnugreinar greiða fyrir framleiðsluþættina sem notaðir eru til framleiðslunnar, þ.e. laun vextir og hagnaður. Uppruni verðmætasköpunar hefur breyst nokkuð ört síðustu áratugi og endurspeglar fyrst og fremst aukna fjölbreyttnií atvinnuháttum. Vægi iðnaðarins hefur verið stöðugt í kringum fjórðung í mörg ár.
Mestur vöxtur hefur verið í mannvirkjagerð en allar líkur eru á sú grein dragist nokkuð saman á næstu misserum. Hins vegar standi vonir til að aðrar greinar iðnaðar geti sótt í sig veðrið.
Bragi Sigurður Guðmundsson, 23.1.2010 kl. 09:42
Bragi Sigurður Guðmundsson, 23.1.2010 kl. 10:00
Sæll Sigurður Bragi.
Sjávarútvegurinn er ennþá mikilvægasti gjaldeyrisaflarinn fyrir þjóðarbúið og gjaldeyrir er það, sem nú bráðvantar.
Annars eru auðvitað allar atvinnugreinar mikilvægar og best að hafa sem mesta fjölbreytni.
Þó opinberi geirinn sé langstærstur á kökunni, þá skapar hann örugglega minnst.
Kveður til Kína.
Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2010 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.