Nú verða Hafnfirðingar að sýna samstöðu með þjóðinni

Þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík, samhliða bæjarstjórnarkosningum árið 2006, var stækkunin felld með örfárra atkvæða mun.  Þau úrslit komu öllum í opna skjöldu, ekki síst bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði, sem studdu stækkunina, án þess að þora að styðja hana opinberlega, vegna nýsamþykktrar stefnuyfirlýsingar Samfylkingarinnar í umhverfismálum.

Nú verður kosningin endurtekin, vegna fjölda áskorana hafnfiskra kjósenda og ekki verður öðru trúað, miðað við atvinnu- og efnahagsástandsins, en að afgerandi meirihluti Hafnfirðinga taki nú ábyrgari afstöðu, en síðast og samþykki stækkunina, helst samhljóða.

Það er ekki eingöngu hagur Hafnarfjarðar, að álverið verði stækkað, heldur þjóðarhagur og því er ábyrgð hafnfiskra kjósenda mikil í þessum kosningum.

Afgerandi jákvæð úrslit eru líka skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar, að vakna af Þyrnirósarsvefninum og taka til hendinni við endurreisn atvinnulífsins og minnkun atvinnuleysinsins, sem er eitt mesta bölið, sem hrjáir þjóðina um þessar mundir.

JÁ við stækkun álversins, NEI við staðfestingu Icesave laganna.


mbl.is Kosið að nýju um stækkun álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Deiluskipulagið var fellt með aðeins 88 atkvæðum verði að framkvæmdu skapar þessi framkvæmd um 315 milljarða króna í gjaldeyrir eftir verða í þjóðarbúinu 65 til 70 % eða gjaldeyristekjur upp á 204 milljarða.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 22.1.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: Ráðsi

Það verður gaman að sjá hvernig þessar kosningar fara þó það séu nú miklar líkur til þess að stækkunin verði samþykkt. En það mun líka segja okkur að menn eru meiri umhverfissinnar þegar það hentar.

Vonandi fyrir samfélagið þarna fyrir sunnan verður stækkunin samþykkt.

kv. að austan

Ráðsi, 22.1.2010 kl. 09:27

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvaða hvaða

hundruðir milljarða hvað? Eiga vinstri sinnaðir Hafnfirðingar að skilja svona tölur ?? Gleymdu því -

Hinsvegar af þú (Sigurjón) heimfærir þetta upp á kostnaðinn við íþróttamannvirkin ( þau nýju sem ég held að séu á Ásvöllum ) þá gæti rofað til -

Þetta er þjóðþrifamál og vonandi ber skynsamt fólk í Hafnarfirði gæfu til að útskýra fyrir vinstri sinnum og "náttúruverndarsinnum" hvar hagsmunirnir liggja - sem og að hreinsibúnaður er orðinn það góður að öll álver landsins munu skila mun minni mengun frá sér í dag en Ísal eitt og sér gerði í upphafi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.1.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ólafur tekju aukningin bæjarins er sem nemur einum leikskóla á mánuði, skuldir vegna Ásvalla eru um 600 milljónir eða 6 til 8 mánuður sem tekju aukningin tæki að greiða þann kostnað niður vinstri sinnaðir Hafnfirðingar mundu ekk skilja það freka en hingað til.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 22.1.2010 kl. 10:08

5 identicon

Svona svona börnin góð. Margir verða af aurum apar og það sannast ansi vel þegar kemur að stóriðju á Íslandi. Auðvitað er gott að hafa blandað atvinnulíf og nokkur álver eiga alveg rétt á sér. En það þarf að skoða heildarmyndina. Ég vil mikið frekar nota þessa raforku til garðyrkjubænda, svo við getum ræktað á Íslandi allt það grænmeti sem við þurfum. Á meðan þessir aðilar sjá fram á gjaldþrot greinarinnar vegna hás raforkuverðs þá eruð þið enn að tala um niðurgreidd álver, fleiri álver? Hversu mörg álver þarf til? Skiljið þið ekki að orkan er takmörkuð?

Ég legg til að þið heimsækið svæði sem urðu einhæfum iðnaði að bráð, það hefur alltaf í för með sér hnignun til lengri tíma.

Gústaf (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 10:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gústaf, hvaða niðurgreiðslur til álvera ert þú að tala um.  Álverið í Straumsvík er löngu búið að greiða allann stofnkostnað Búrfellsvirkjunar fyrir löngu, þannig að rafmagnssalan þangað malar núna gull fyrir Landsvirkjun.  Sama er um önnur álver, þau greiða upp virkjanirnar á 30-40 árum, en liftími þeirra er a.m.k. 100 ár, þannig að gróðinn er mikill til langs tíma litið.

Þá er eftir að telja allann annan hag af álverunum, svo sem hve atvinnuskapandi þau eru, ekki eingöngu í verksmiðjunum sjálfum, heldur öll afleiddu störfin.  Allt skapar þetta gríðarlegar skatttekjur fyrir sveitarfélög og ríkissjóð.

Svo er það bónusinn, en það eru gjaldeyristekjurnar, sem álverin skila inn í þjóðarbúið, en í því ástandi, sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar og umræðurnar um erlendar skuldir þjóðarbúsins, ættu jafnvel hörðustu álversandstæðingar að vera farnir að skilja þýðingu þeirra fyrir efnahagslífið.

Garðyrkjan, svo góð sem hún er, kemur aldrei í staðinn fyrir orkufrekann iðnað.

Axel Jóhann Axelsson, 22.1.2010 kl. 10:50

7 identicon

Það á ekki að svara mönnum eins og gústaf.  Tilgangslaust.

Hafnfirðingar kjósa rétt núna enda ekki í tísku að vera "umhverfisverndarsinni" í dag.  Það þarf alltaf að vega kosti og galla og þessi framkvæmd er landi og þjóð til heilla.  Mengun varðandi álver á Íslandi er ekki mikil, alveg þess virði miðað við atvinnuna sem og verðmætin sem iðnaðurinn skapar.

Baldur (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband