Björgólfsfeðgar fái Landsbankann aftur

Gömlu banka- og útrásarjaxlarnir stóðu sig svo einstaklega vel í rekstir bankanna sinna og útrásarruglararnir eru upp til hópa slíkir snillingar, að ekki kemur annað til greina en að afhenda þeim fyrirtæknin sín aftur á silfurfati.

Til þess að þjóðarbúið nái að komast á skrið á nýjan leik, verður hreinlega að koma Högum í hendurnar á Baugsfeðgum og þeirra meðreiðarsveinum, ásamt því að gefa þeim Íslandsbanka aftur, Björgólfsfeðgar fái Landsbankann á ný, enda ráku þeir hann af tærri snilld og Sigurður Einarsson og Hreiðar Már verða að fá Arion banka til rekstrar, að eigin vild, enda framsæknir og stórhuga menn.

Finnist einhverjum þessar hugmyndir vitlausar, þá er hann a.m.k. ekki sammála stjórnendum Arion banka, sem virðast í fullri alvöru vera að leita allra mögulegra leiða, til að koma fótunum aftur undir Baugsmenn, enda eins og allir vita, þeir einu, sem kunna að reka verslunarfyrirtæki, eins og þeir hafa sýnt umheiminum um víða veröld.

Þetta er lausnin á vandamálunum, þ.e. spóla bara til baka, til ársins 2007.


mbl.is Walker óskar eftir viðræðum við Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Enda mennirnir í talsambandi við FLokkinn!

Auðun Gíslason, 21.1.2010 kl. 01:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt þinni eigin skilgreiningu er flokkurinn þinn samansafn leiðinlegra og ofsaöfgasinnaðra talibana.  Vonandi tekur enginn með sæmilegu viti mark á slíkum skilgreiningum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband