Öryrkjabandalagið óánægt með "velferðarstjórnina"

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna kjaraskerðingar þeirrar, sem ríkisstjórnin hefur skenkt öryrkjum og öldruðum, þrátt fyrir gefin loforð um hið gagnstæða.

Fyrri ríkisstjórn hafði lögfest, að kjör öryrkja skyldu hækka í samræmi við verðbólguna, en núverandi ríkisstjórn hefur afnumið þær kjarabætur og skammtar nú naumt til þeirra sem minnst hafa.

Ofan á þetta, hefur ríkisstjórnin einnig dregið til baka lög, sem sett voru fyrir rúmu ári, um að persónuafsláttur skyldi fylgja verðbólgu og hækka að auki um 2000 krónur, frá og með síðustu áramótum og þýðir sú breyting hærri skatta á þá lægstlaunuðu, frá því sem eldri lög gerðu ráð fyrir.

Orðið velferð hefur nokkuð einkennilega merkingu í huga "velferðarstjórnarinnar".


mbl.is ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Axel ég held að þeir viti ekki hvað orðið þíðir ef dæma má af gerðum þeirra. Öryrkjar eru svo vel aldir á Íslandi að þeir eru vel aflögufærir að virðist og því ekki neinnar vægðar að vænta frá þeim hjúum. Einhvernvegin verður að eiga firrir aðildarviðræðum við ESB og fyrir vöxtunum af Icesave.

Rafn Gíslason, 20.1.2010 kl. 22:39

2 identicon

Ríkistjórn Sjálfstæisflokks og Samfylkingarinnar afnám tekjutengingar við maka.  Þetta var stærsta réttlætismál okkar öryrkja.  Við vorum viðurkend sem EINSTAKLINGAR, við, þrátt fyrir okkar sjúkdóma vorum orðin gjaldgeing í þjóðfélaginu.  Slys og sjúkdómar gera ekki boð á undan sér og enginn vill lenda í því að verða öryrki.  Við sem þurfum að bera þennan bagga, flest af okkur höfum verið skattgreiðendur áratugum saman.  Loksins vorum við virt sem einstaklingar, en ekki sem byrgði á þjóðfélaginu.  Við höfum keypt okkur eignir á meðan við vorum með fulla heilsu og þurfum að gteiða af þeim eins og þeir sem frískir eru.

1. júli 2009 var gerð aðför að okkur.  Við vorum aftur orðin "þurfalingar".  Af okkur voru teknar þær bætur sem loksins eftir  áraraðir voru viðurkendar sem rétlátar.  Undirrituð hefur tapað stórum hluta af sínum bótum, en ég þarf enn að greiða af húsnæði, síma, sjúkraþjálfun, ég þarf að fara til lækna með ákveðnu millibili, lyf hafa hækkað og ekki nóg með það, við fáum einungis samheitalyf, sem oftar en ekki virka ekki eins of frum lyfin.  Bensín hefur rokið upp úr öllu valdi, flest okkar eru ekki "frá" á fæti og svo mætti lengi telja, Já og hækkun á matvælum, en við eins og flestir aðrir þurfum líka að borða.

VELFERÐARSTJÓRN Jóhönnu og Steingríms hefur gengið hart að öryrkjum og öldruðum.  Ekki hafa þau lækkað sín eigin laun.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 00:25

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Þeir sem fá laun að fjárhæð kr. 149.523, sem eru meðalatvinnuleysisbætur á mánuði (kr. 6.900 x 21,67) fá á sig 70,94% hækkun skatta með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.   Ef persónuafsláttur hefði verið hækkaður um lögbundna vísitöluhækkun þá hefði þessi hækkun ekki átt sér stað.

Þó fjárhæðirnar virðist ekki háar þá er þetta hlutfallslega mjög hátt og afar íþyngjandi fyrir þá sem eingöngu fá bætur í einu eða öðru formi.

Til að halda krónutölum til haga þá greiðast kr. 9.193 í skatta af ofangreindri launafjárhæð, en ef ríkisstjórnin hefði ekki skert persónuafsláttinn þá hefði þessi fjárhæð árið 2010 verið kr. 5.378.  Þarna munar kr. 3.815 sem gerir ofangreinda prósentu.

Ég hef kannski misskilið hvað felst í orðinu "velferðarstjórn" en ég var svo vitlaus að halda að það þýddi að standa ætti vörð um þá verst settu.

Jón Óskarsson, 21.1.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband