20.1.2010 | 16:00
Ekki í umsjón AGS
Haiti er eitt fátækasta ríki jarðarinnar og hefur nánast átt við árlegar náttúruhamfarir að glíma, sem eru fellibyljirnir og ofan á allar aðrar hörmungar bætist svo þessi hræðilegi jarðskjálfti og það mann- og eignatjón, sem hann hefur valdið.
Nú er nánast allt í rúst í ríkinu, stjórnkerfið lamað og skortur á öllum sviðum. Aðstoð til Haiti á næstu árum verður að felast í aðstoð við að byggja ríkið úr rústunum, koma opinberu skipulagi á aftur, reisa við skólakerfið og atvinnulífið. Ekkert af þessu var burðugt fyrir, svo nú verður alþjóðsamfélagið að taka til hendinni og það myndarlega.
Vonandi verður sú uppbygging undir umsjón og forystu Bandaríkjamanna, en ekki ESB og alls ekki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Nóg er af ræningjaflokkum á Haiti og ekki ástæða til að bæta AGS í þann hóp.
Haítí þyrfti Marshall aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri ekki öllu nær að láta sameinuðu þjóðirnar sjá um þetta.. Hafir þú kynnt þér framgöngu Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, þó ekki nema síðustu 50 árin, þá ættirðu að vita að síst af öllum er þeim treystandi fyrir því hlutverki sem þú óskar þeim.
Daníel (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 16:23
En að senda þeim SjálfstæðisFLokkinn?
Auðun Gíslason, 20.1.2010 kl. 17:22
Daníel, hver hefur framganga Bandaríkjamanna verið þar? Ekki má rugla AGS við Bandaríkjamenn, sem voru fyrstir með hjálp þangað og hafa verið fremstir í röð við neyðarhjálp í heiminum, þvert á það sem oft er haldið fram á Íslandi og víðar. Er þá neyðarhjálp þeirra einskis virði?. Ég mótmæli þessu. Jú, SÞ ættu vissulega að vera þarna líka.
Elle_, 20.1.2010 kl. 17:44
En að senda þeim SjálfstæðisFLokkinn?
Hvað kemur neyðarhjálp í Haiti pólitískum flokkum við?
Elle_, 20.1.2010 kl. 17:47
Daníel, hvaðan heldur þú að Marshall aðstoðin hafi komið, sem bjargaði efnahag Evrópu eftir seinni heimstyrjöldina, þar á meðal Íslandi.
ElleE, ofstopaöfgamenn, eins og Auðunn Gísalason, eru ekki svaraverðir.
Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2010 kl. 19:17
Marshall aðstoðin var áætlun að koma ríkjum evrópu til hjálpar við uppbyggingu eftir seinni heimstyrjöldina 1948 til 1953. Hún var kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall. Sextán lönd tóku þátt í áætluninni og voru Íslendingar þar á meðal og högnuðust mest miðað við þessa sígildu höfðatölu.
Marshall aðstoðin var í megindráttum í formi inneignarnótna eða úttekta á innfluttum bandarískum vörum. Mikilvægara var þó að keyptir voru togarar, dráttarbátar og landbúnaðarvélar og var jafnframt ráðist í stærri framkvæmdir s.s. bygging Sogsvirkjunnar, Laxárvirkjunnar, Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, steypuverksmiðju, hraðfrystihúsa og klæðaverksmiðju Álafoss svo fátt eitt sé nefnt. heimild Wikipedia
Tek undir með þér heilshugar.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 19:45
Axel, ég veit mætavel að hún kom frá Bandaríkjunum.. hún var vissulega rausnarleg, en einnig snjallur leikur Bandaríkjamanna til þess að fá Evrópulöndin á sitt band og á þ.a.l stemma stigu við útbreiðslu kommúnismans. Stóri munurinn á Marshallaðstoðinni og því sem þú leggur til í þessari bloggfærslu er sá að Evrópuríkin höfðu frjálsar hendur varðandi hvernig þau nýttu aðstoðina, þú vilt hinsvegar að Bandaríkin hafi "umsjón of yfirstjórn" í Haíti-pakkanum.
ElleE, með framgöngu Bandaríkjanna í mið- og suður-Ameríku á ég við blóði drifinn og miskunnarlausan korporatisma Bandaríkjamanna í álfunni, þ.á.m fjölmörg valdarán sem framin voru með beinum stuðning Bandaríkjanna. Þeir leikir hafa aldrei átt neitt með lýðræði eða frelsi að gera, einungis einkahagsmuni.
Annars sagði ég ekkert illt um neyðarhjálp þeirra, hún er að sjálfsögðu ekkert annað en gleðiefni.. Bandaríkjamenn (stjórnvöld) væru fyrst algjörar skepnur ef þeir byðu ekki upp á þessa neyðarhjálp. Mótmælirðu enn?
Til gamans þá rakst ég fyrir skemmstu á nýlega og nokkuð áhugaverða heimildarmynd sem fer hratt yfir sögu Bandaríkjanna í þessum heimshluta:http://video.google.com/videoplay?docid=-3739500579629840148&hl=is&emb=1#
Daníel (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 20:15
Daníel, heimurinn er orðinn mikið breyttur frá kaldastríðsárunum, en á þeim árum kepptu Bandaríkjamenn og Rússar um áhrifasvæði og beittu til þess ýmsum ráðum, bæði í Suður-Ameríku, Afríku og víðar.
Ég var hreint ekki að leggja til að Bandaríkin hertækju Haití, heldur sagðist ég vonast til, að þau hefðu umsjón og yfirstjórn á uppbyggingunni, sem framundan er á næstu árum, en að sjálfsögðu í fullu samstarfi við heimamenn og þeirra stjórnvöld. Stjórnkerfið er hins vegar algerlega lamað og allt innra skipulag í molum, vegna eyðileggingar á opinberum byggingum og dauða margra ráðherra, þingmanna og opinberra starfsmanna. Jafnvel lögreglan er nánast óstarfhæf og hættulegustu glæpamenn landsins sloppnir úr fangelsum, enda eru þau hrunin.
Saga AGS í Suður-Ameríku er ekki slík, að Haitíbúum yrði greiði gerður með því að setja þá í hramminn á þeim sjóði.
Allir vita hvernig ESB og AGS hafa sér gagnvart Íslandi í deilunum við Breta og Hollendinga.
Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2010 kl. 21:38
Ég leyfi mér nú samt að efast um að hagsmunir Bandaríkjanna í Suður-Ameríku hafi horfið fyljgandi lokum kaldastríðsins, og hagsmunaaðilarnir hafa varla misst sín tök á þetta fáum árum. Sitt sýnist hverjum þó.
Ég vil bara meina að Bandaríkjamenn séu ekki þjóða hæfastir til að taka þetta að sér, og það má vissulega "hertaka" lönd með öðrum leiðum en með vopnavaldi einu saman, ef til vill má líkja Icesave-bölinu við það.
En að lokum, ekki misskilja mig og halda að ég sé að mæla fautunum í AGS og þeirra félögum bót með því sem ég hef verið að segja.
Daníel (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:06
Það er nokkuð víst, að stórveldin keppast um að halda "áhrifasvæðum" sínum ennþá, þó aðferðirnar, sem beitt er, séu ekki þær sömu og áður fyrr. Hvert þeirra reynir að halda í sitt.
Að flestu leiti sýnist mér, að við séum nokkuð sammála, þegar allt kemur til alls.
Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2010 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.